laugardagur, desember 16, 2006
Mamma komin suður!
Mamma er komin suður eftir að hafa verið að taka jólaprófin og viti menn hún er búin að fá úr tveimur áföngum og það er hægt að segja að hún hafi staðið sig mjög vel í þeim..(hún er allavegana mjög ánægð).
Þegar pabbi kom með mig heim til Magga afa og mamma sá mig þá öskarði hún úr gleði hún var búin að sakana mín svo rosalega mikið. Og í dag er laugardagur og við höfum verið límd saman ég og mamma. (mömmu finnst það nú ekki leiðilegt að hafa besta strákinn sinn hjá sér.)
Í gær þá kom Egill bróðir í heimsókn til okkar og við vorum rosa góðir......jaaaaaaa þar til að við fengum smá sykur þá fórum við aðeins að hressast!! hehe Við bökuðum piparkökur og held reyndar að honum bróðir mínum hafi fundist deigið svolítið gott, mamma var alltaf að segja við hann að hann myndi fá í magann en.....hann var nú bara sáttur við það þar sem hann er með svo stóran og sterkan maga!! Svo fannst mömmu smá fyndið hvað Egill bróðir reyndi allt til að fá mig heim til pabba okkar en ég lét bara ekkert eftir, mig langaði bara að vera heima hjá mömmu. Egill reyndi að nota tölvuleiki sem hann ætlaði að kenna mér á en ég sagði bara við hann að hann gæti kennt mér á það næst en þá var hann ekki til í það. Þá sagði ég bara Egill minn! Leyfðu mér aðeins að hugsa málið... Við erum nú alveg kostulegir.......enda hló mamma mikið af okkur.
Ég var svo sniðugur að ég ákvað að setja afa skó út í glugga (því hann er stærstur) en þegar afi ætlaði út þá fann hann ekki skóinn sinn og það var svona smá fyndiðið! Þurfti því að skila skónum til baka og tók því bara næst stærsta skóinn í staðinn!!!
Jæja ætla að fara til pabba gamla...er að fara á jólaball.
Heyrumst.
sunnudagur, desember 10, 2006
4 dagar þar til að ég fer suður!!!
Það er nú ekki nema 4 dagar þar til að ég fer suður og ég get fengið að halda á Matta mínum og notið þess að eyða jólafríinu mínu með honum án stress og leiðindi. Við ætlum að gera svo margt skemmtilegt og njóta þess að jólin séu að koma.
Æja gott fólk, ætla að halda áfram að læra...heyrumst fljótlega knús og kossar frá okkur báðum.
föstudagur, desember 08, 2006
Hvert eigum við að fljúga næst??
Ég man þegar að ég sá þig í fyrsta skiptið heima hjá mömmu þinni og án þess að sjá mig hljópstu til mín og stökkst upp í fangið á mér. Kom reyndar síðan í ljós að þú hélst að ég væri barnapían, því að hún heitir Ingibjörg eins og ég:-) En engu að síður þá er alltaf voða gaman hjá okkur, þú nærð alltaf að draga mig inn í herbergið þitt þar sem að við förum að leika okkur í flugvél:-) Ég veit ekki hvert við höfum ekki flogið, að vísu alltaf smá hamfarir á leiðinni en við lendum alltaf heilu á höldnu á áfangastað. Núna ertu í Reykjavík þannig að ég get ekki kysst þig gleðileg jól en við sjáumst á nýju ári hress og spræk á Akureyri:-)
Kiss og knús
Ingibjörg
miðvikudagur, desember 06, 2006
Bróðir minn EGILL ORRI
VITIÐ ÞIÐ HVAÐ??? .......HANN BRÓÐIR MINN
KEMUR HEIM Í DAG....
það á eftir að vera mikið fjör og glens hjá okkur strákunum....
ÞÚ ERT BESTI BRÓÐIR Í HEIMI...
Mynd tekin í sumar....við höfum aðeins stækkað!
Breyting hjá Matta
En þessar breytingar sem eru að gerst núna eru þær að Egill bróðir og Sigrún mamma hans eru að flytja inn til pabba gamla og verður það rosa breyting fyrir alla en alveg örugglega bara mjög góð breyting. Sem sagt Egill bróðir er loksins að koma heim frá Svíþjóð og þarf ég því ekki lengur að sakna hans svona rosaleg mikið. Ég var rétt í þessu að útskýra fyrir mömmu í símann að núna myndu Egill og Sigrún búa hjá pabba, ég var nú eitthvað að velta þessu fyrir mig en þá sagði mamma við mig: er það bara ekki í góðu lagi ástin mín því þá þarftu núna ekki lengur að fara alla leið til Svíþjóðar að heimsækja þau. Eftir smá umhugsun þá fannst mér þetta bara ekki svo slæm hugmynd og hélt því bara áfram að tala við mömmu og spurði bara hvernig henni gekki í prófinu sem hún var í um morguninn. Og einnig lét ég hana vita að hún mæti alveg kaupa 2 bíla þegar hún kæmi suður, ein svartan og ein rauðan. Og ekki má gleyma að ég sagði við hana að hún væri besta og fallegast mamma í heimi...(stundum get ég verið svo væmin..mömmu leiðist það nú ekki)...
Sendi ykkur nýjar myndir bráðlega þar sem Matti var að skreyta fyrsta jólatréið okkar hérna fyrir norðan...
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Til hamingju með daginn amma Tobba.
Þið sem þekktu ömmu vitið að hún var alveg einstök kona og skildi eftir margar góðar minningar handa okkur öllum.
Stórt knús og 1000 kossar til Sonju frænku og fjölskyldu!!
Stórt knús ot 1000 kossar til afa Magga!!
mánudagur, nóvember 20, 2006
Elvar Goði kom í heimsókn...
Á sunnudeginum fórum við í bíó að sjá "SKÓARSTRÍÐ" og var það mjög gaman. Svo var farið heim og þar lékum við okkur þar til amma Elvars kom og sótti hann.
Takk fyrir yndislega helgi Elvar Goði...
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Snjórkorn falla...
Það þarf nú ekki mikið til að vekja mig á morgnanna núna, ef ég veit að það er snjór úti þá er það nóg fyrir mig að hoppa á fætur og liggur við að ég hleyp út sofandi!
Ég var svo heppinn að hann afi gamli (Maggi) gaf mér sleða og hef ég verið út núna tvö kvöld að leika mér á honum.
Ég hef líka verið rosalega duglegur að hjálpa mömmu að skafa af bílnum og svo líka að moka frá honum.....heyrist þá í mér: mamma! það er verk að vinna núna.
laugardagur, nóvember 11, 2006
Reykjavík
Kem aftur norður á þriðjudagskvöldið með Ásdísi og Ragga sem verður nú heldur ekki leiðilegt, ég er svo heppin að eiga svona yndislegt fólk að til taka mig með..(hehe)
(mamma eitthvað að missa sig í væmni núna)...
Heyrumst í næstu viku hafið það sem allra best...knús og kossar!
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Snjór
Mamma var nú ekki alveg eins ánægð og þar sem hún vill bara helst að þetta sé í fjöllunum en ekki fyrir henni en hvað veit hún...hehehe
Málið var bara að þennan morgun þegar snjórinn kom þá var líka mikil hálka og hún mamma var ekki komin á nagladekk. Ég var nú ekki sáttur við það og fljótur að gefa henni góða yfirheyrslu um að það bara gengi nú alls ekki upp og að hún þyrfti nú að skipta um dekk og það STRAX!!.. Þegar við komum upp í leikskóla eftir að hafa keyrt á 1o km/hraða þá skipaði ég henni að hún ætti að koma gangandi til að sækja mig þar sem ég færi nú ekki inn í bílinn á sumardekkjum og hana NÚ!! Sem hún og gerði nema það ég gekk nú ekki heim, heldur rúllaði ég heim. Mér finnst bara þessi snjór alveg yndislegur!
Næsta dag(mamma komin á vetrardekk) þurfti mamma aðeins að fara fram og tilbaka til að komast yfir skafl og þá heyrðist í mínum: SKO mamma þú hefðir nú ekki geta þetta ef þú værir ennþá á sumardekkjum!
Snjórinn er farinn í bili og Ég er nú bara alls ekki sáttur við það en var svo heppin að um helgina þá kom hann pabbi minn og var hjá mér alla helgina. Við fórum í bíó, leikhúsið með Ásdísi og Elvari Goða. Einnig fór ég í sveitina að reka nokkra hesta með Simma. Þannig að það má segja að helgarnar með pabba eru nú alltaf mjög viðburðarríkar og skemmtilegar. Á meðan á öllu þessu stóð var mamma litla bara í skólanum að læra og læra. Ég var reyndar svo rosalega heppinn að fara í skólann á föstudeginum þegar ég var að bíða eftir pabba. Það var nú ekki neitt smá upplifun, ég fékk að sitja með mömmu og krökkunum sem eru með henni í hópavinnu og horfði á DVD mynd og sagði ekki orð á meðan. Mamma var líka ekki neitt smá stolt af mér, ég er svo þægur og góður strákur!
sunnudagur, október 22, 2006
Engar fréttir góðar fréttir
Svo fékk ég að vera aðeins lengur í bænum hjá pabba þar sem við bræður vorum nú ekki alveg til í að skiljast eftir einn dag, flaug svo norður aftur með Jóa bónda sem mér fannst nú ekki leiðilegt.
Svo síðustu helgi var ég umkringdur kvennfólki...Fyrst koma Hanna María (vinkona mömmu) og hún gaf mér Spider man náttföt, sem ég var nú alveg að fíla mig í...Á föstudeginum kom svo Lára vinkona mömmu og þá hafði ég 3 konur til að snúast í kringum mig...ekki leiðilegt.
Á laugardagskvöldið fóru mamma og vinkonur hennar út að borða þar sem Hanna María átti afmæli og þá bættust 2 í viðbót og plús Ingbjörg barnapía...Ég var orðin svo ringlaður á öllum þessum stelpum að ég sagðist bara eiga þær allar sem kærustur nema að mamma mín væri bara mamma mín...
Um þessa helgi fór ég svo í Mývatnsveitina til Ragga og Ásdísar. Sem er nú alltaf bara eintóm gleði.... Raggi kom og sótti mig á stóra jeppanum á föstudaginn og svo kom mamma á laugardaginn og var að vinna um kvöldið og svo fórum við heim í dag (sunnudag)...Nú ligg ég steinsofandi upp í rúmi og alveg búinn eftir yndislega helgi...
sunnudagur, október 01, 2006
THE PIZZA MAN....
Við mamma fórum á Karíus og Baktus í boði VISA síðast laugardag. Það var rosalega gaman. Takk innilega fyrir að bjóða okkur Leifur Steinn, sjáumst í einn kaffibolla þegar þú kemur norður.
Pabbi minn kom norður um helgina það er eins og alltaf rosa gaman. Við fórum í bíó, mat til Jóa vin hans pabba, kíktum á Mývatn og höfðum það bara mjög gott á meðan mamma reyndi að vera " mjög " dugleg að læra....
Ligg núna í fanginu hjá mömmu alveg búin á því eftir helgina .... Góða nótt og ég elska ykkur öll...Koss og knús Matti patti (THE PIZZA MAN)
laugardagur, september 16, 2006
Vitið þið hvað.....?
Ég og mamma erum sem sagt fyrir sunnan núna og mamma var í klippingu þegar hún fékk þetta skemmtilega símtal frá mér að ég væri nú bara að hjóla án þess að nota hjálpardekk. Mamma er svo stolt af mér að hún er búin að hringja í alla og láta vita af þessum stór tíðindum!! HEHE
TAKK PABBI fyrir að gefa mér tíma þinn til að kenna mér að hjóla án hjálpardekkja. Þessi ferð suður á eftir að vera skemmtileg og ævintýraleg fyrir okkur mömmu.
Framhald eftir helgi....(Mamma lofar að vera duglegri að skrifa og sitja in nýjar myndir)
mánudagur, september 04, 2006
Allt gengur eins í sögu hérna hjá okkur mömmu. Ég er búin að eignast góðan vin sem heitir Smári og við erum búnir að vera límdir saman síðan vinabönd mynduðust hjá okkur.
Svo má ekki gleyma Ingibjörgu en hún er svo dugleg að passa mig þegar mamma þarf að skreppa út eða læra niðri í skóla. Ingibjörg er í miklu uppáháldi hjá mér. Einnig er ég líka duglegur að bræða hjörtu vina hennar mömmu...það vilja bara allir eiga mig!! (thí thí)
Í morgun þá var hjóladagur í leikskólanum og "LÖGGUMAÐURINN" kom og fór yfir hjólin og gaf okkur límiða. Ég er búin að vera úti að hjóla síðan að leikskólinn var lokaður með Smára í ca.2 tíma núna, ég á eftir að steinsofna í kvöld!
Um helgina ætlum við á Mývatn, mamma ætlar að hjálpa Ásdísi og Ragga og ég ætla að leika mér við Elvar Goða.
Heyrumst bráðlega..
sunnudagur, ágúst 20, 2006
Sól og sumar fyrir Norðan
Við erum búin að eyða allri helginni á Mývatni í rosalegum hita og með góðum félagskap.
Fórum í smá ferðalag á laugardaginn hér eru myndir:
föstudagur, ágúst 11, 2006
Við erum nú ekki búin að vera ein í kotinu Anna og Sigrún hjálpuðu mömmu að flytja um verlsunnarmannahelgina og svo kom pabbi með mig á mánudeginum eftir hana og kom með restina af dótinu hennar mömmu...(hann er nú góður kallinn), svo kom Lára, Reynir og Þórir á miðvikudaginn eftir verslunnarmannahelgina og þau fara heim aftur á sunnudaginn. Ekki nóg með það þá komu Ásdís, Raggi, Jana, Elvar Goði og Anna Mary á miðvikudeginum í heimsókn og við fórum öll í sund og svo á Greifann á borða. Á fimmtudeginum þá komu Gummi, Þórveig, Ólafur Sveimar og Andrea Margrét við hjá okkur á leiðinni austur þannig að þá má segja að við erum búin að vera rosalega vinsæl.....(ekki vorum við svona vinsæl fyrir sunnan...hehehe).
Núna ligg ég á dýnu (mamma á eftir að kaupa sér sófa) fyrir framan sjónvarpið með Þórir að horfa á Pokémon 5, Lára og Reynir fóru niður á 3 hæð að heimsækja ömmu og afa (þau fengu íbúð í blokkinni minni í viku...ekki smá fyndið...)
Gullkorn:
(Blokkin okkar er 9 hæðir)
Matti: (er að horfa á myndina af Tobbu ömmu sem er hjá Guði) hvernær get ég farið og heimsótt Tobbu ömmu?
Mamma: Matti minn, mannstu það er ekki hægt hún er hjá Guði!
Matti: Jú núna get ég það lyftan okkar fer lengra upp en lyftan hjá magga afa!!! (bara 3 hæðir)
Mamma: ?????
Heyrumst bráðlega...knús og kossar Matti patti.
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Hver vill passa mig næst???
* Komin til mömmu eftir að vera í fríi hjá pabba gamla.
* Passa kisurnar hennar Önnu vinkonu mömmu
* Fór á vorhátíð í Hafnarfirði með Kristínu Söru og Sigrúnu mömmu hennar (Forest Gump heiti ég...thí thí)
* Fór í útileigu með þeim líka í Húsafell í eina nótt....rosa gaman
* Fór í afmæli til VILLA afa....TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN.
* Svo fórum við Egill bróðir og mamma í bíó að sjá "OVER THE HEDGE" það var rosa gaman hjá okkur. Fórum svo heim aðeins til Önnu vinkonu mömmu að leika við kisurnar...
* Svo fór ég til MÖTTU ömmu því hún ætlaði að passa mig í 2 daga þar sem mamma gamla þurfti að vinna. Við fórum upp í bústað og ég einnig lék mér við Auðun og Arnór.
* Svo í dag þá er hann afi MAGGI að passa mig og vitið hvað??? Hann tók mig í hádegismat á HÓTEL SÖGU þar hitti ég alla gömlu kallana... svo fórum við í sund og svo bara heim að bíða eftir mamma sé búin að vinna.
Það má segja að það sé búið að vera mikið að gera hjá mér þessa síðustu daga, vonandi fer þetta nú allt að róast hjá mér þegar mamma fer í frí. Reyndar þá förum við að undirbúa flutning okkar norður. Mér er farið hlakka mikið til en held reyndar að mömmu kvíði smá fyrir...en þetta verður bara ævintýri hjá okkur...
Heyrumst bráðlega...
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Mikið að gera...
Ég meira segja bauð alla aðra fram til að tala við hana því að ég er svo upptekin. Þar að segja þegar við Egill bróðir fórum til mömmu í vinunna áður en við fórum norður þá sagði mamma við mig að ég mætti nú alveg hringja í sig en ég var nú fljótur að svara því og segja bara að pabbi eða Ásdís eða Elvar Goði eða bara Raggi gætu gert það þar sem ég væri bara svo upptekin.... (mamma stóð bara orðlaus eftir en brosti samt bara yfir þessu þar sem hún sá hvað var nú gaman hjá okkur bræðrum).
föstudagur, júlí 07, 2006
Bestu bræður í heimi!
Ef við erum ekki að brjótast inn í bílskúrinn hans pabba þá erum við skreyta jólatré í júlí...Ég held að engum muni leiðast að passa okkur báða!!!
Heyrumst bráðlega....knús og kossar Matti patti jr.
sunnudagur, júlí 02, 2006
Afmælisbarn dagsins er.........
Innilega til hamingju með daginn elsku Egill minn.
Vonandi verður dagurinn þinn skemmtilegur.
Þinn litli bróðir Matti patti jr.
mánudagur, júní 26, 2006
sunnudagur, júní 25, 2006
Veikur
Innilega til hamingju með daginn Arnór og takk fyrir daginn.... Þinn vinur Marteinn.
Og takk fyrir daginn Auðun alltaf gaman að koma í heimsókn til þín.
laugardagur, júní 17, 2006
Gleðilega þjóðhátíð!
Jæja gott fólk þá fóru flestir landsmenn í bæinn að sína sig og sjá aðra og vonandi að reyna að halda upp á þjóðhátíðardaginn okkar 17.júní.
Við mamma fórum með Láru frænku en hittum svo Tóta og börnin hans þannig við öll löppuðum saman í gegnum bæinn. Eftir að hafa suðað um snuð og blöðru var farið í smá göngutúr. Víð fórum og skoðum Brúðubílinn og svo fengu krakarnir að leika sér smá stund með því að hoppa í einum af hoppukastlunum (það er ekki hægt að segja að það hafi verið langur tími...) svo Hittum við fleira fólk, þar af meðal hittum við systir hans Tóta og son hennar og eftir það fórum við öll á pulsuvaginn og pulsuðu þau upp..hehehe
Eftir þetta ævintýri vor nú flestir þreytir (fullorna fólkið aðalega) þannig að við byrjuðum að ganga áleiðis að bílum okkar sem voru ofar á laugarveginum. Stoppuðum á leiðinni til að fá okkur smá hressingu, týndum Matta í smá stund en allt endaðu nú þetta vel...Krakkarnir fengu það sem þau vildu og við fullorða fólkið vorum bara líka mjög ánægð eftir allt saman....thí thí.
Hérna eru vinir mín og ég á 17. júní.......
Svo var farið heim til að horfa á leikinn....Sem við Ísendingar tókum með stællllllllllllllllllllllllll!!! Lára og Rynir komu svo til okkar Matta og við grilluðum og höfðum góða kvöld stund saman.
Æja gott fólk góða nótt...Sjáumst hress knús og kossar til Sonju frænku, Damien, Þorberg og Rob...við söknum ykkar rosa mikið...
fimmtudagur, júní 15, 2006
Hókus pókus (gullkorn)
Mamma: Matti minn vissir þú að þú ert yndislegasti drengur í heimi og mamma gæti ekki verið heppnari að eiga þig!
Matti: Já! Þú getur til dæmis farið og keypt þér rós eða eitthvað í matinn eða bara eitthvað fallegt.
(stuttu síðar afi og mamma að tala saman)
Afi: hvar fær hann þessar hugmyndir?
Mamma: Mjög góð spurning.
Afi: Þegar þú varst í gólfi áðan og í gær, þá ætlaði hann að galdra þig heim og svo okkur til Afriku.
Mamma: Þetta er greinilega það nýjasta hjá honum.
Eitt en ég búin að breyta nafninu mín ég heiti ekki lengur Matti sebrahestur heldur Matti jr.
þriðjudagur, júní 06, 2006
Sætar stöllur!
mánudagur, júní 05, 2006
Hvítasunnuhelgin.
Við þurftum að bíða smá stund á Akureyri en á lokum vorum við komin á Mývatn um miðnætti. Eftir góðan svefn þá vakti Elvar Goði mig og við vorum úti allann daginn þar sem það var bara geðveikt veður. Svo fórum við öll í lónið sem sagt ég, Elvar Goði, Anna Marie, Anna Lára, Ásdís, Raggi, Antti og Marge. Þegar við vorum búin í lóninu fórum við heim og grilluðum í góða veðrinu svo fóru mamma, Ásdís, Anna Lára og Marge eitthvað út á bæjar kránna...á meðna við strákarnir höfðum það gott heima.
Sunnudagurinn var mjög afslappandi og góður. Fórum í göngur og fótbolta. Svo fórum við mamma heim með 21:00 vélinni, eftir að við vorum öll búin að borða á Greifanum á Akureyri. Þannig að það má segja að ferðin norður hafi verið ævintýraleg og skemmtileg. Enda skemmti ég mér alltaf svo rosaleg vel í sveitinni hjá honum Elvari Goða.
TAKK FYRIR OKKUR..KNÚS OG KOSSAR...
Í dag höfðum við mamma það bara rólegt sváfum til 11:30 og svo kláruðum við að sitja saman LEGO dótið mitt. Svo um 3 þá kom pabbi gamli og sótti mig þar sem ég ætla að gista þar í kvöld.
GULLKORN
Fórum í sjoppu og keyptum okkur að drekka, ég fékk Malt og mamma sóda vatn.
Mamma: Matti má ég fá sopa af Maltinu þínu?
Matti: Mamma ert þú ekki með eitthvað að drekka?
Mamma: Jú en mig langar bara í ein sopa af Maltinu þínu er það ekki lagi?
Matti: Ef þér langar í Malt farðu þá bara og keyptu þér Malt!
Mamma: Bíddu nú við...ég keypti þetta Malt og mér finnst bara allt í lagi að þú gefir mér ein sopa......
Matti: Þú getur bara drukkið það sem þú keyptir handa þér!!
Mamma: MATTI!!
Matti: Hérna þá!!! (ekki sáttur) Mamma þegar ég á næst pening þá ætla ég að kaupa Malt bara handa mér og þú mátt ekki fá sopa þá.. Er það skilið!
sunnudagur, júní 04, 2006
Myndir úr afmælinu mínu!
föstudagur, júní 02, 2006
Myndir
fimmtudagur, júní 01, 2006
Ég á afmæli í dag!
Svo fórum við mamma heim til að gera allt tilbúið fyrir afmælisboðið mitt, ég fékk að opna pakka minn frá afa magga og líka frá mömmu á meðan mamma gerði allt tilbúið. Ég fékk rosa flott LEGO dót frá þeim.
Svo um kl. 5 komu gestirnir og ég fékk fullt af gjöfum. Ég var rosa spentur og vissi ekki hvort ég var að fara eða koma. Svo þegar allir voru komnir þá var kveikt á afmæliskertunum á spidermann kökunni sem mamma bakaði fyrir mig og ég fékk að blása sem reyndar gekk mis vel en gekk á endanum...thí thí.
Eins og heyra má þá var dagurinn rosalega skemmtilegur og ég fékk rosalega fallegar gjafir. Takk innilega fyrir mig Matta amma, Ingibjörg, Hildur, Harpa Sól, Siggi, Anna María, Sigrún, Kristín, Lára, Reynir, Gunna Frænka, Munda Frænka, Hólmar, Kæja, Pabbi, Mamma og Maggi afi. Og ekki má gleyma að ég meira segja fékk eina gjöf alla leið frá SVÍÞJÓÐ FRÁ BRÓÐIR MÍNUM....TAKK EGILL MINN! Ég sakna þín, sjáumst í sumar.
sunnudagur, maí 28, 2006
Guðmundur Ólafasson
Við mamma og afi erum rosaleg stolt af honum og óskum honum og fjölskyldu hans als hins best. Og eins gott að hann standi sig!!!! hehehe..
KNÚS OG KOSSAR TIL ÞÓRVIEGAR OG ANDREU OG ÓLA...fyrir allt og sjáumst hress og kát í sumar og haust...
love you...
fimmtudagur, maí 25, 2006
Flatey
sunnudagur, maí 21, 2006
"TÓM STEYPA"
Á föstudaginn fór ég í afmæli til Reynis. Þar fékk ég að leika mér með stóru strákunum í fótbolta það var ekki leiðilegt!!!!! Svo fór við Mamma og tókum spólu (DVD). Þegar ég var búin að horfa á myndina mína þá var ég rosalega duglegur og fór beint að sofa án þess að vera með nokkuð röfl....(Ég er ekki svona duglegur núna....ég get ekki alltaf verið algjör engill!!!)
Svo á laugardeginum þá fórum við mamma í Húsdýragarðinn í boði M12....það má segja að það hafi verið svolítið mikið af fólki en við skemmtum okkur mjög vel fyrir utan hvað mér var orðið kalt. Eftir 2 tíma í kuldanum þá fórum við mamma aðeins í Smáralindina þar sem mamma "þurfti" að kaupa sér bol sem hún var búin að sjá í Oasis. Ég var svo heppinn að í Vetragarðinum í Smáralindinni voru 3 hoppukastalar sem ég fór í en eftir 7 min. sem var tíminn sem ég mátti vera var runinn upp þá vildi ég bara ekki fara þá varð mamma smá reið og þurfti að telja (1,2,3) og það endaði ekki mjög vel!!! En nóg með það.
Í dag (sunnudag) höfum við mamma bara haft það rólegt við fórum í smá bíltúr og svo vorum við bara róleg heima. Fórum reyndar út að borða á A.S. og það var rosa gott við fengum okkur bæði fisk og þar sem ég var svo duglegur að borða allann fiskinn minn fékk ég smá ís í eftirrétt.
Nú er klukkan orðin 22:00 og ég er ekki sofnaður ennþá..(sem sagt ekki alltaf jafn duglegur að fara sofa, eins fram hefur komið)...ég sagði bara við mömmu mína,
Matti: mamma þetta er bara tóm steypa að ég þufi að fara sofa þar sem það er en bjart úti!!
Hvað getur maður sagt?
miðvikudagur, maí 17, 2006
Bland í poka af myndum!
"ÍÞRÓTTARÁLFURINN MARTEINN
WILLIAM" (mættur og til í slaginn)
Ég er að sýna afa magga hvað ég sterkur og stór, vegna þess að ég borðaði allan matinn minn....duglegur strákur, finnst ykkur það ekki?
Þótt að ég sé nú oftast glaður og brosi mikið þá náði hún móðir mín þessari mynd af mér þegar ég var eitthvað ósáttur við hana því að hún vildi ekki leyfa mér að horfa meira á sjónvarpið....enda búin að horfa á 2 DVD. (þessar mömmur eru stundum svo leiðilegar!!!)
VOX KVÖLDIÐ MIKLA HENNAR MÖMMU!
Mamma, Anna og Lára fóru út að borða í tilefni afmæli þeirra 3 rosa fjör eins og sést á myndinni. Nema það vantar eitt jú mikið rétt það vantar mig MIG aðal persónuna...hehehe. Á meðan þær gellur voru að skemmta sér á VOX þá svaf ég eins og steinn hjá Möttu ömmu og hafði það bara mjög gott!! Þær ætla hafa víst eitthvað VOX kvöld á fimmtudaginn þegar Eurovision er og þá fæ ég að vera með gaman gaman....þá munu alvöru myndir koma.....bíðið bara og sjáið!!!
Jæja gott fólk hafið það sem allra best heyrumst sem fyrst "ÁFRAM SYLVÍA NÓTT"
þriðjudagur, maí 16, 2006
Vorhátið
Það var búið að gera leikskólan rosa flottan. Það var "HOPPUKASTALI" og við á Drekadeild vorum rosalega dugleg að leika okkur í honum.
Svo vorum við öll kölluð inn sal og þá komu Solla og Halla úr Latibæ það var æðislegt. Solla sagði við mig að ég væri sætasti strákurinn sem hún hafði séð og ég sagði bara við hana að ég vissi það nú bara alveg...(egóið alveg í lagi!!!)
Solla og Halla spurðu líka mömmu hvort þær mættu eiga mig en hún mamma var nú ekki alveg til í að samþykkja það! En við létum bara mynd duga í þetta skipti......Er ég ekki flottur með Sollu og Höllu???
Þessi dagur var rosa skemmtilegur og ég skemmti mér rosa mikið. Held meira segja að mamma og pabbi hafi skemmt sér líka smá...hehehe
ps. Takk fyrir að baka gítaraköku amma Gróa.
miðvikudagur, maí 10, 2006
Sumar og sól
Í þessu yndislega veðri er ég búin að vera meira og minna bara úti.....enda brún og sætur (hef reyndar alltaf verið rosa sætur).
Ég er orðin frægur á AUSTURLANDI þar sem hann Guðmundur (Gummi) guðpabbbi minn setti mig í blaðið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Reyndar hef ég komið fyrir í Séð og Heyrt með honum pabba mínum en það er nú bara eitthvað slúður blað...hehehe
mánudagur, maí 08, 2006
Skorradalur og kisurnar hennar Önnu Maríu
Svo kom Lára klára líka og við elduðum okkur góðan pasta rétt og ég lék mér við kisurnar á með mamma og þær gellurnar voru að tala um stráka og reyna að plana eithvað sumarfrí.....ekkert nýtt!!! hehehe en samt mest um mig...ég er nátturulega lang sætastur og skemmtilegastur...og naut þess að fá alla athyglina frá þeim þremum..eigilega öllum 5 (kisurnar líka).
Eftir að hafa verið hjá Önnu fórum við heim og ég var settur í bað og svo lásum við mamma nýju bókina mína og fórum svo bara snemma að sofa.....sem var nú bara gott þar sem við vorum bæði þreytt eftir góða og skemmtilega helgi.
ps. Sonja það er líka gott veður á Íslandi!!!
Sumar og sól
Bókin sem ég valdi mér var Ice age 2 og geysladiskurinn var Vélmenni. Eftir að hafa gengið upp og niður laugarveginn fórum við mamma í búðina og keyptum okkur gott kjöt til að grilla og svo fórum við heim, grilluðum og borðum meira segja út á svölum því að það var svo gott veður. Þegar við vorum búin að borða og ganga frá öllu fór ég í bað og svo hringdi einmitt Sonja frænka í okkur og talaði ég heilmikið við hana og svo fór ég upp í rúm og fékk að horfa á Vélmenni myndina mína.
Þegar ég átti að fara að sofa sá ég til þess að þegar að myndin var búin að mamma væri líka upp í rúm þar sem klukkan var orðin 10 og ég vildi að hún segði mér draugasögu það er mikið "inn" hjá mér þessa daga.
Stuttu eftir söguna vorum við mamma steinsofnuð. Alltaf gott að hafa mömmu hjá mér!!!!
föstudagur, apríl 28, 2006
Bílinn hans afa....zzzzzz
Hvað ætlar hún mamma nota þetta með Latibæ lengi, til að fá mig til að gera hluti???
Eftir Latibæ fórum við mamma út að hjóla..við fórum stóran hring um Grafarholtið. Þegar við komum heim var mamma alveg viss um að ég væri orðin þreyttur þar sem klukkan var að ganga 8 en það var komin svo mikil orka í mig að ég var ekki á leiðinni upp í rúm. Eftir að hafa leikið við afa og farið í feluleik með mömmu fórum við mamma upp í rúm og lásum bókina Palli var einn í heiminum. Þegar koma átti að segja bænirnar sagði ég bara við mömmu mína að hún skildi sjáum um að segja þær í kvöld þar sem ég væri alveg búin á því og ætlaði bara að hlusta í þetta skipti.
Góða nótt elskurnar mínar..... Hafið yndislega helgi....verð í bandi eftir helgi þar sem ég verð hjá pabba um helgina!
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Orð dagsins!!
Ég vaknaði á undan ömmu (þrátt fyrir að hafa farið seint að sofa kvöldinu áður) fór svo inn til Ingibjargar og vakti hana með smá "öskri" he he ..... bara stríða henni smá....
Svo fórum við amma út að hjóla á nýja hjólinu mínu og þegar við vorum rétt kominn inn þá kom mamma með hádegis mat handa okkur (KFC) nammi namm. Þegar við vorum að borða sagði amma við mig að ég væri nú seigur strákur og hef ég nú ekki hætt að nota þetta orð síðan.
Eins og t.d í morgun þegar mamma fór með mig í leikskólan þá sagði hún við mig rosalega ertu duglegur að klæða þig úr fötunum sjálfur, já mamma ég er svo seigur strákur!
Orð dagsins er í boði ömmu Möttu!!
fimmtudagur, apríl 20, 2006
GLEÐILEGT SUMAR!
Sjáið þið hvað hann afi Maggi gaf mér í sumargjöf!
Hann gaf mér hjól rosa flott "TREK" hjól sem hann og mamma keyptu í Erninum. Mamma gaf mér hjálminn og lásinn svo enginn gæti tekið hjólið mitt.
Í morgun þegar í fór með mömmu niður í hjólageymslu var ég alveg orðlaus ég vissi ekki alveg hvað ég átti að segja....sem gerist nú ekki oft!! hehe..
Þegar við komum upp aftur til afa hljóp ég til hans og knúsaði og lét hann alveg vita að hann væri "BESTI" afi í heimi.
Þegar ég var búin að horfa smá á barnatíman og borða morgunmat(með hjálminn á hausnum) fórum við mamma í hjólreiðartúr.
Við fórum út í bakarí og keyptum okkur eitthvað til að borða út í sólinni.
Svo stoppuðum við á róló og þar fengum við okkur smá í gogginn og ég fékk að leika mér og mamma sólaði sig í sólinni þegar hún lét sjá sig.....ef hægt er segja það!
Þetta sumar byrjar vel og vonandi verður það bara ennþá betra því lengar sem líður á það!
GLEÐLEGT SUMAR ALLIR OG NJÓTIÐ DAGSINS OG SJÁUMST HRESS OG KÁT Í SUMAR....KNÚS OG KOSSAR MATTI PATTI SEBRAHESTUR.
Mjög gott ímyndunarafl!
"THE STORY OF THE DAY"
Matti:Mamma! Ég og Kalli afi sáum svona "KALL"( Lego-kall sem hann fékk gefins frá Möttu ömmu og Kalla afa þegar þau komu heim frá París) í PARÍS og hann var vondur við Kalla afa.
Mamma: Nú!! Hann má það ekki.
Matti: Ég veit..Það var ekki ég sem var vondur bara "KALLINN". Veistu hvað ég gerði? Ég kom á "Eldbílnum" mínum og sprautaði eld á hann (sem sagt "KALLINN") og hann datt út í sjóinn og þá kom hákarl og skammaði hann. En svo var "KALLINN" góður aftur þannig að Maggi afi veiddi hann upp úr sjónum.
Mamma: Jaa hérna....
Matti: Já þannig að þetta var bara allti í lagi.
Eins og Þóra leikskólastjóri myndi segja: Hann Matti okkar er með "MJÖG" gott ímyndunarafl. Og mjög góður að segja sögur.
ps. Kalli afi hjálpar studum líka til!!! (hehehe)
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Bað tími!
Matti: Mamma ég er bara svo ógeðslega (Silvía Nótt "góðan dag") flottur í sturtu að ég þarf að vera lengur...
Mamma: (BROSIR) Smá stund í viðbót...
Matti: Takk elsku besta mamma.
Mamma: Þú ert alveg kostulegur.
Matti: Ég veit það og brosir
Það er alveg hægt að segja það að sjálstraustið sé í lagi hjá manni!!
ps. Takk fyrir ógeðslega flotta kallinn Matta amma og Kalli afi.