Núna er allt eins og það á að vera!
Mamma er komin suður eftir að hafa verið að taka jólaprófin og viti menn hún er búin að fá úr tveimur áföngum og það er hægt að segja að hún hafi staðið sig mjög vel í þeim..(hún er allavegana mjög ánægð).
Þegar pabbi kom með mig heim til Magga afa og mamma sá mig þá öskarði hún úr gleði hún var búin að sakana mín svo rosalega mikið. Og í dag er laugardagur og við höfum verið límd saman ég og mamma. (mömmu finnst það nú ekki leiðilegt að hafa besta strákinn sinn hjá sér.)
Í gær þá kom Egill bróðir í heimsókn til okkar og við vorum rosa góðir......jaaaaaaa þar til að við fengum smá sykur þá fórum við aðeins að hressast!! hehe Við bökuðum piparkökur og held reyndar að honum bróðir mínum hafi fundist deigið svolítið gott, mamma var alltaf að segja við hann að hann myndi fá í magann en.....hann var nú bara sáttur við það þar sem hann er með svo stóran og sterkan maga!! Svo fannst mömmu smá fyndið hvað Egill bróðir reyndi allt til að fá mig heim til pabba okkar en ég lét bara ekkert eftir, mig langaði bara að vera heima hjá mömmu. Egill reyndi að nota tölvuleiki sem hann ætlaði að kenna mér á en ég sagði bara við hann að hann gæti kennt mér á það næst en þá var hann ekki til í það. Þá sagði ég bara Egill minn! Leyfðu mér aðeins að hugsa málið... Við erum nú alveg kostulegir.......enda hló mamma mikið af okkur.
Ég var svo sniðugur að ég ákvað að setja afa skó út í glugga (því hann er stærstur) en þegar afi ætlaði út þá fann hann ekki skóinn sinn og það var svona smá fyndiðið! Þurfti því að skila skónum til baka og tók því bara næst stærsta skóinn í staðinn!!!
Jæja ætla að fara til pabba gamla...er að fara á jólaball.
Heyrumst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli