Um helgina kom Elvar Goði í heimsókn og gisti hjá mér sem var mikið sport. Hann kom á laugardeginum og við fórum þá að renna okkur á sleðunum okkar upp í Víkurskarði svo þegar við komum heim eldaði mamma hamborgara handa okkur og eftir það var horft á nýjustu Latibæa myndina....(ég var svo heppinn að mamma gaf mér hana fyrir að vera svo duglegur í vikunni að sofa í mínu rúmi og taka alltaf til í herberginu mínu!!...svona næstum því alltaf!!!)
Á sunnudeginum fórum við í bíó að sjá "SKÓARSTRÍÐ" og var það mjög gaman. Svo var farið heim og þar lékum við okkur þar til amma Elvars kom og sótti hann.
Takk fyrir yndislega helgi Elvar Goði...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli