þriðjudagur, júní 30, 2009

En aumur en tannlæknirinn minn sagði bara við mömmu að þetta væri nú besti tíminn til lendi í árekstrum með tennurnar (barnatennurnar)....Bara vera dugleg að halda þeim hreinum og passa þær vel.

Á morgun fer ég til pabbi og gisti eina nótt þar sem pabbi ætlar að fara í hestaferð....Þannig í staðinn fæ ég að fara með Hilmari á strandirnar og hafa það geðveikt hjá ömmu Oddný og Úlla afa.....

Mánudagur...

Í dag var hringt í mömmu upp í vinnu sagt henni frá því að ég hafði slasast aðeins. Við vorum sem sagt að hoppa yfir lækinn í laugardalnum þegar ég og Tómas vinur minn skullum saman í loftinu og bamm duttum báðir niður. Þegar Mikki kennari koma og sjá þetta lá ég alblóðugur og framtönin mín laus. Í fyrstu heldu þeir að þetta var fullornis tönnin mín en svo var það ekki sem betur fer.
Svo þegar mamma sótti mig þá sagði ég við mömmu og Hilmar...jæja við þrufum ekki að hafa áhyggur að tönnunum mínu yfir því hvað þær eru lengi að losna....ég sé bara um að skella mér í hann Tómas!!

Svo reyndar í morgun var minn maður mikið bólgin og blár allur en var alveg á því að fara í TBR þar sem á að fara í sund í dag.
Eftir miklar umræður við mig og þá í TBR var ákveðið að leyfa mér að vera og þeir myndu bara hringja ef eitthvað kæmi upp á....

Þrjóskur nei...ég getur ekki verið!!! Hvað finnst ykkur??

sunnudagur, júní 28, 2009

Fótbolti og fótboltamappa...

....þessa dagana hefur líf mitt snúist um fótboltamöppuna mína.. Ég lenti í því að hún var stolin af mér í skólanum. Og þrátt fyrir að Börkur reyndi að gera eitthvað í málunum..fékk amma Gróa nóg lét skólastjóran vita að hún væri ekki ánægð með þetta!!! (Amma gó gó)... En mappan mín er en ófundin...

En í gær fékk ég nýja (og síðustu möppuna mína)!! Hún mamma gamla keypti nýja möppu og tvö pakka. Ég var svo glaður að ég er búin að vera rosa stilltur alla helgina. Við mamma skeltum okkur til afa gamla og Rúnu upp í bústað í gær og skemmtum okkur rosa vel. Fengum spítur fyirr kofan minn, fórum að veiða og svo í heita pottin.

Við komum heim svo um kvöldmatarleytið þar sem Hilmar okkar var veikur heima og gáfum honum að borða svo horðum við á Star Wars...(nýju myndina)... Vá hvað mamma veit ekkert í þessu... ég þurfti að útskýra myndina fyrir hana...þessi ljósaka hún mamma mín...hehe

Í dag höfðum við öll rólegan dag...sáfum öll til hádegis og svo um 4 ákveðaði Hilmar að skella sér út og taka mig til Gumma upp í bústað.... Fór ég þar í heitapottinn og skemmti mér konuglega!!

Svo á morgun byrjar vika 2 í TBR....Það er svo gaman þar!!
Heyrumst flótlega..knús og kossar Matti patti

þriðjudagur, júní 23, 2009

Myndir úr sveitinni.........

Afi og ég í læknaleik með litla lambið mitt...
Ég á sundnámskeiði í sveitinni...kafa eftir steinum
Afi ég og Vala á veiðum....

Afi og ég tilbúnir í veiðarnar.....

miðvikudagur, júní 17, 2009

Krossnes

Egill Andri og ég Matti patti er ég ekki flottur!!

Jæja gott fólk það er búið að vera mikið að gera hjá eins ALLTAF!!
Skólinn er búinn og allt gekk mjög vel í honum. Ég er sem sagt mjög ánægður að vera komin til Reykjavíkur.
Ég var svo heppin að amma Systa bauð mér að koma til sín í rúma viku það er búið að vera mikið ævintýri. Það er nú alltaf eitthvað að gerast í sveitinni. Egill Andir var líka og stelpurnar frá Hofsósi þannig að ég hafði fullt af krökkum að leika við.

Egill Andri og ég "VEIÐIMENNIRNIR"
Við Egill Andri og Úlli afi fórum og veiddum einn minnk sem var búin að vera trufla kindurnar hans afa. Svo fórum við sund og hjálpuðum ömmu og afa við sveitastörfin og einnig vorum við duglegir að hjálpa Hilmari í sundlauginni. Hilmar og strákarnir í sveitinni voru að gera sundlaugina á Krossnesi voða fína. Þannig að ég mæli með því að allir sem eiga leið hjá á Ströndunum skelli sér í laugina...
Svo í dag var 17 júní...... sem er nú alltaf gaman nema í þetta skipti fékk ég að upplifa hann í sveitinni. Sem var nú ekki leiðiegt..... Ég til dæmis var svo rosalega duglegur í hlaupinu að ég vann og fékk verðlaunapening og svo annan fyrir pokahlaup... Þannig að ég á núna 2 verðlaunapeninga....Og er mjög stoltur af því!!
Mamma: (í símanum) Hæ ástin mín...var ekki gaman í dag?
Matti: Jú hú....
Mamma: amma sagði að þú hefðir hlupið alveg ótrúlega hratt..
Matti: já jú nei....eða sko ég eigilega vara tók þetta með stæl og hjólp á undan öllum...og hinum voru bara eins og sniglar!! Ég var lang fyrstur!
Matti: Mamma þú veit það ég er bestur!
Mamma: (voða stolt) og segir já ég veit það ástin mín þú ert bestur og voða duglegur.
Núna eru við Hilmar, Árni Geir og Egill Andri á leiðinni heim til Reykjavíkur... Mömmu til mikillar gleði. Ekki það ég fer til pabba og verð hjá honum fram á sunnudag en svo fær mamma að hafa mig alveg óskiptan í 2 vikur....jíppý fyrir mig og mömmu og Hilmar..
Sitji inn tvær myndir sem amma tók af mér.
Hafið þið öll yndislegan dag og Gleðlegan 17. júní!!
Ykkar Marteinn

þriðjudagur, júní 02, 2009

7 ára í dag.... og sauðburður

.... trúið þið þessu að litli pjakkurinn minn sé orðin 7 ára. Við fjölskyldan skelltum okkur á strandirnar og nutum góða stunda með vinum og ættingjum. Í gær var stórt afmælisboð 25 mans og svo eldaði mamma rosa flottan hádegismat í dag. Ég var sem sagt dekraður frá a til ö.



Ég fékk fullt af flottum pökkum, boga, vantspyssur, playstation dick, fótbotla pakka (svolitið marga) og heilar 7.500 kr......

Ég sem sagt er voða ríkur. Ég eignaðist líka svo mörg lömp...





Góða nótt allir.... ég þakka fyrir alla gjafirnar og sjáumst hress og kát í sumar