mánudagur, júní 26, 2006

sunnudagur, júní 25, 2006

Veikur

Jæja ég er sem sagt orðinn lasinn. Og það er bara saga til næsta bæjar þar sem ég hef ekki verið lasinn í rúmt ár. Ég ligg sem sagt núna með 40 stiga hita og læt mömmu mína alveg hafa fyrir mér. Það er líka bara allt í lagi þar sem ég er nú ekki oft lasinn... 7-9-13 ! En þrátt fyrir veikindin núna þá hefur helgin verið skemmtileg. Ég fór til pabba á fimmtudaginn og svo kom ég til mömmu á laugadaginn þar sem pabbi var að fara í hestaferð með Simma. Ég gisti upp í bústað með afa Magga og kom svo í bæinn í dag og fór í afmæli til Arnórs sem var haldið í Ævintýralandi í Kringlunni. Ég skemmti mér rosa mikið en svo þegar mamma sótti mig heima hjá Auðun þá var ég eitthvað laslegur að mamma fór með mig beint heim og mældi mig og viti menn ég var kominn með 40 stiga hita. Núna sem sagt sef ég eins og engill og mamma vonar bara að hitinn fari sem fyrst.

Innilega til hamingju með daginn Arnór og takk fyrir daginn.... Þinn vinur Marteinn.
Og takk fyrir daginn Auðun alltaf gaman að koma í heimsókn til þín.

laugardagur, júní 17, 2006

Gleðilega þjóðhátíð!

HÆ HÓ ÞAÐ ER KOMINN 17. JÚNÍ, HÆ HÓ ÞAÐ ER KOMINN 17.JÚNÍ....

Jæja gott fólk þá fóru flestir landsmenn í bæinn að sína sig og sjá aðra og vonandi að reyna að halda upp á þjóðhátíðardaginn okkar 17.júní.
Við mamma fórum með Láru frænku en hittum svo Tóta og börnin hans þannig við öll löppuðum saman í gegnum bæinn. Eftir að hafa suðað um snuð og blöðru var farið í smá göngutúr. Víð fórum og skoðum Brúðubílinn og svo fengu krakarnir að leika sér smá stund með því að hoppa í einum af hoppukastlunum (það er ekki hægt að segja að það hafi verið langur tími...) svo Hittum við fleira fólk, þar af meðal hittum við systir hans Tóta og son hennar og eftir það fórum við öll á pulsuvaginn og pulsuðu þau upp..hehehe
Eftir þetta ævintýri vor nú flestir þreytir (fullorna fólkið aðalega) þannig að við byrjuðum að ganga áleiðis að bílum okkar sem voru ofar á laugarveginum. Stoppuðum á leiðinni til að fá okkur smá hressingu, týndum Matta í smá stund en allt endaðu nú þetta vel...Krakkarnir fengu það sem þau vildu og við fullorða fólkið vorum bara líka mjög ánægð eftir allt saman....thí thí.

Hérna eru vinir mín og ég á 17. júní.......

Svo var farið heim til að horfa á leikinn....Sem við Ísendingar tókum með stællllllllllllllllllllllllll!!! Lára og Rynir komu svo til okkar Matta og við grilluðum og höfðum góða kvöld stund saman.

Æja gott fólk góða nótt...Sjáumst hress knús og kossar til Sonju frænku, Damien, Þorberg og Rob...við söknum ykkar rosa mikið...

fimmtudagur, júní 15, 2006

Hókus pókus (gullkorn)

Matti: Mamma mín af því að þú er svo góð mamma og ég elska þig svo mikið þá ætla ég að galdra fyrir þig peninga svo þú getur farið út í búð og keypt fyrir þig eitthvað fallegt.
Mamma: Matti minn vissir þú að þú ert yndislegasti drengur í heimi og mamma gæti ekki verið heppnari að eiga þig!
Matti: Já! Þú getur til dæmis farið og keypt þér rós eða eitthvað í matinn eða bara eitthvað fallegt.
(stuttu síðar afi og mamma að tala saman)
Afi: hvar fær hann þessar hugmyndir?
Mamma: Mjög góð spurning.
Afi: Þegar þú varst í gólfi áðan og í gær, þá ætlaði hann að galdra þig heim og svo okkur til Afriku.
Mamma: Þetta er greinilega það nýjasta hjá honum.

Eitt en ég búin að breyta nafninu mín ég heiti ekki lengur Matti sebrahestur heldur Matti jr.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Sætar stöllur!


Það vantaði þessa mynd úr afmælinu mínu. Þetta eru þær stöllur Kristín Sara, Sigrún og Anna María...

mánudagur, júní 05, 2006

Hvítasunnuhelgin.

Þessa helgi fórum við mamma á Mývatn. Það var reyndar bara ákveðið með mjög stuttum fyrirvara. Málið var að hún Ásdís vinkona hringdi í mömmu á föstudagskvöldið kl. 20:10 og sagði að það væri laust 2 sæti með 21:00 fluginu....(það var allt upp bókað) mamma sagði bara okey og henti föt í tösku og mig föt, við út í bíl og brunuðum út á völl. Við vorum komin 20:54, sem sagt rétt náðum flugin! Þetta var rosa gaman, mér fannt það allavegana. (Mamma smá stressuð).
Við þurftum að bíða smá stund á Akureyri en á lokum vorum við komin á Mývatn um miðnætti. Eftir góðan svefn þá vakti Elvar Goði mig og við vorum úti allann daginn þar sem það var bara geðveikt veður. Svo fórum við öll í lónið sem sagt ég, Elvar Goði, Anna Marie, Anna Lára, Ásdís, Raggi, Antti og Marge. Þegar við vorum búin í lóninu fórum við heim og grilluðum í góða veðrinu svo fóru mamma, Ásdís, Anna Lára og Marge eitthvað út á bæjar kránna...á meðna við strákarnir höfðum það gott heima.
Sunnudagurinn var mjög afslappandi og góður. Fórum í göngur og fótbolta. Svo fórum við mamma heim með 21:00 vélinni, eftir að við vorum öll búin að borða á Greifanum á Akureyri. Þannig að það má segja að ferðin norður hafi verið ævintýraleg og skemmtileg. Enda skemmti ég mér alltaf svo rosaleg vel í sveitinni hjá honum Elvari Goða.
TAKK FYRIR OKKUR..KNÚS OG KOSSAR...
Í dag höfðum við mamma það bara rólegt sváfum til 11:30 og svo kláruðum við að sitja saman LEGO dótið mitt. Svo um 3 þá kom pabbi gamli og sótti mig þar sem ég ætla að gista þar í kvöld.

GULLKORN
Fórum í sjoppu og keyptum okkur að drekka, ég fékk Malt og mamma sóda vatn.

Mamma: Matti má ég fá sopa af Maltinu þínu?
Matti: Mamma ert þú ekki með eitthvað að drekka?
Mamma: Jú en mig langar bara í ein sopa af Maltinu þínu er það ekki lagi?
Matti: Ef þér langar í Malt farðu þá bara og keyptu þér Malt!
Mamma: Bíddu nú við...ég keypti þetta Malt og mér finnst bara allt í lagi að þú gefir mér ein sopa......
Matti: Þú getur bara drukkið það sem þú keyptir handa þér!!
Mamma: MATTI!!
Matti: Hérna þá!!! (ekki sáttur) Mamma þegar ég á næst pening þá ætla ég að kaupa Malt bara handa mér og þú mátt ekki fá sopa þá.. Er það skilið!


sunnudagur, júní 04, 2006

Fleiri myndir!

Afmælisbarnið og mamma sín....rosa sæt saman!

Afmælisbarnið og pabbi sinn.....Rosa glaðir strákar!

Myndir úr afmælinu mínu!


Siggi,Hildur, Reynir og Lára
Ég að blása á 4 kerti mín....

ÉG og mamma.
Pabbi að hjálpa mér!
Matta amma og Ingibjörg.

Afmælistöffari!! (gjöfin frá bróðir mínum!!)


Spiderman kakan sem mamma bakaði! (dugleg!)

föstudagur, júní 02, 2006

Myndir


Það koma myndir inn á morgun af afmælinu mínu...

Góða nótt og takk fyrir mig.



Hérna er ein frá AFRIKU..AF SONU FRÆNKU, MÖMMU,DAMIEN, MÉR OG ÞORBERG.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Ég á afmæli í dag!

Í dag er afmælið mitt og ég er 4 ára! Þetta er búin að vera yndislega skemmtilegur dagur. Í morgun þá vakti pabbi okkur mömmu og ég fékk að opna einn pakka frá pabba mínum á blása á kerti. Svo keyrði pabbi minn mig í leikskólan og ég tók með mér ís og sleikjó fyrir deildina mína. Þegar mamma kom og sótt mig þá vorum við öll á drekadeild að borða ísinn okkar. Ágústa leikskólakennari sagði við mömmu að ég hefði verið rosalega duglegur að láta alla vita í morgun að ég ætti afmæli og látið alla kissa mig til hamingju með daginn. Þannig að þegar mömmur og pabbar komu með börnin sín í leikskólann í dag þá þurftu þau að kissa mig til hamingju með daginn...(mamma roðnaði bara og brosti, hvað átti hún að segja???).
Svo fórum við mamma heim til að gera allt tilbúið fyrir afmælisboðið mitt, ég fékk að opna pakka minn frá afa magga og líka frá mömmu á meðan mamma gerði allt tilbúið. Ég fékk rosa flott LEGO dót frá þeim.
Svo um kl. 5 komu gestirnir og ég fékk fullt af gjöfum. Ég var rosa spentur og vissi ekki hvort ég var að fara eða koma. Svo þegar allir voru komnir þá var kveikt á afmæliskertunum á spidermann kökunni sem mamma bakaði fyrir mig og ég fékk að blása sem reyndar gekk mis vel en gekk á endanum...thí thí.

Eins og heyra má þá var dagurinn rosalega skemmtilegur og ég fékk rosalega fallegar gjafir. Takk innilega fyrir mig Matta amma, Ingibjörg, Hildur, Harpa Sól, Siggi, Anna María, Sigrún, Kristín, Lára, Reynir, Gunna Frænka, Munda Frænka, Hólmar, Kæja, Pabbi, Mamma og Maggi afi. Og ekki má gleyma að ég meira segja fékk eina gjöf alla leið frá SVÍÞJÓÐ FRÁ BRÓÐIR MÍNUM....TAKK EGILL MINN! Ég sakna þín, sjáumst í sumar.