þriðjudagur, apríl 25, 2006

Orð dagsins!!

Um helgina fékk ég að gista hjá henni Möttu ömmu þar sem hún móðir mín fór í matarboð til Önnu Maríu vinkonu sinnar. Eins og alltaf var rosaleg gaman hjá mér og ömmu.
Ég vaknaði á undan ömmu (þrátt fyrir að hafa farið seint að sofa kvöldinu áður) fór svo inn til Ingibjargar og vakti hana með smá "öskri" he he ..... bara stríða henni smá....
Svo fórum við amma út að hjóla á nýja hjólinu mínu og þegar við vorum rétt kominn inn þá kom mamma með hádegis mat handa okkur (KFC) nammi namm. Þegar við vorum að borða sagði amma við mig að ég væri nú seigur strákur og hef ég nú ekki hætt að nota þetta orð síðan.

Eins og t.d í morgun þegar mamma fór með mig í leikskólan þá sagði hún við mig rosalega ertu duglegur að klæða þig úr fötunum sjálfur, já mamma ég er svo seigur strákur!

Orð dagsins er í boði ömmu Möttu!!

Engin ummæli: