miðvikudagur, maí 30, 2007

Útskrift 25.05.2007

Matta amma og útskriftarstelpan okkar Ingibjörg


ELSKU INGIBJÖG OKKAR
INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ÚTSKRIFTINA ÞÍNA..
VIÐ ERUM ALVEG ROSALEGA STOLLT AF ÞÉR...

SÖKNUM ÞÍN MJÖG MIKIÐ
ÁFRMA INGIBJÖG...



KNÚS MATTI PATTI, HELGA OG HILMAR

Afmæli


Komin heim eftir gott frí með pabba of fjölskyldu. Það var rosa gaman eins og alltaf. Mömmu bara brá þegar hún sá mig, ég er orðin svo stór og ljóshærður að hún var nú ekki bara viss hvort þetta var ég eða einhver annar.....hehe.


Þessa dagana er ég bara að æfa mig fyrir næsta EUROVISON ég ætla sko að singja Eirik aftur nema á mínum forsendum...ég er rosa flottur þið ættuð bar sjá mig.


Svo styttist í það að ég verði 5 ára (ekki það í mínum huga er ég orðin 5 ára en alltaf gaman að eiga afmæli..fullt af gjöfum.) Ég er svo heppin að afi Maggi ætlar að koma til okkar og vera hjá okkur yfir helgina, váaaaaaaa hvað það verður gaman.


Bara svo þið vitið þá er öllum boðið sunnudaginn 3.júní kl.12, Klettastíg 2g...



Sendi ykkur myndir og sögur eftir helgi...Sakna ykkar mikið .... knús og kossar


Matti stóri.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Sá sanni Kóngulóstrákurinn..

Jæja gott fólk við erum öll komin heim eftir mikið flakk í bæinn og til útlanda. Ég reyndar fer eina ferð í viðbót, er að fara með pabba og fjölskyldu til Flatey. Mig hlakkar mikið til!

Mamma skrap til London með Önnu vinkonu sinni og ég held að þær hafa misst sig aðeins í verslunum..hehe en ég græddi smá á þessarri verslunnarferð þeirra..hehe

Ég til dæmis fékk rosalegan flottan SPIDER MAN búning...sjáið þið bara sjálf!!



Góða nótt...

mánudagur, maí 07, 2007

Ferðalag eftir ferðalag...

En og aftur er ég farinn suður...als ekki miskilja mig mér finnst þetta alltaf jafn gaman að fara í flugvél og hitta pabba minn, Sigrúnu mína og BESTA BRÓÐIR Í HEIMI hann Egill minn. Og meira segja pabbi flaug með mér í þetta sinn, hann var á einhverjum fundi hérna fyrir norðan.

Ég sem sagt verð núna fyrir sunnan þar til á fimmtudag og þá fer ég norður en ekki norður á Akureyri heldur á Hólmavík (reyndar lengra en það).....það mikið búið að verið að ræða þetta hvort ég sé að fara vestur eða norður..Hilmar segir alltaf norður þegar hann er að fara heim en mömmu finnst þetta vera vestur en ég held að Hilmar minn vita þetta betur en mamma þar sem mamma hefur nú aldrei verið góð í landafræði..hehe.

Ég er sem sagt að fara heimsækja mömmu og pabba Hilmars. Og vitið þið hvað??? Það á að gefa mér lamb og meira segja það svart...það er nú ekki margir sem geta sagt að þeir eigi lamb. Svo um helgina munu mamma og Hilmar koma og hitta mig.


Mamma klárar prófin sín á föstudaginn.....þetta er búið að vera langt og erfitt tímabil hjá mömmu en ég er búin að vera alveg rosalega duglur að hjálpa henni í gegnum og ekki má gleyma Hilmari..
Jæja heyrumst bráðlega.....læt ykkur vita hvernig þetta ferðalag fór hjá mér...

ps. Mamma gangi þér vel í prófunum...