föstudagur, desember 30, 2005

Ferðalagið!

Jæja gott fólk nú er komið að því loksins að ég Marteinn William Sebrahestur fæ að fara til Afriku með mömmu og afa. Nú ligg ég sofandi upp í rúminu hennar mömmu og hef það gott. Svo þegar ég vakna í fyrra málið þá byrjar ballið. Fyrst mun flugja til London og þar þurfum við að bíða í 7 tíma......(svo lítið langur tími en það verður örugglega allt í lagi, mamma reyndar smá stressuð) svo annað kvöld þá munum við flugja til Sunny South Africa.....GAMAN GAMAN.
Ég er búin að vera rosalega duglegur að æfi mig að segja nöfnin á frændum mín. Gengur reyndar mis vel en þetta kemur bara þegar ég er komin út.
Ég er búin að taka loforð af henni móður minni, sem er að það fyrsta sem við gerum er að fara á ströndina.....
Jæja gott fólk hafið það sem allra best á morgun og GLEÐILEGT NÝTT ÁR. Ég mun sjá ykkur eftir 25 daga.
Knús og kossar Marteinn

p.s.s Egill ég sakna þín nú þegar, hafðu það gott á Íslandi og sjáumst vonandi fljótlega.

miðvikudagur, desember 28, 2005

Ekki alveg nógu hress þessa daga!!

Ég var eitthvað rosalega þreyttur og lítill í mér í gær. Við mamma lágum upp í rúmi og vorum að tala saman þegar ég allt í einu fór að gráta. Og mamma spurði mig hvað væri nú að þá sagði ég: mamma! Hann pabbi skilar mér alltaf! (þá hefði Elli komið og sótt hann á leikskólan og komið svo með hann um 6.)
En eftir að mamma hringdi í pabbi og ég fékk að tala við hann og hann lofaði mér að ég gæti verið hjá honum í 2 daga þá leið mér strax betur.
Svo eru nú ekki nema 3 dagar þar til að við förum til Sunny South Africa....gaman gaman. Held reyndar að henni mömmu kvíði smá fyrir. En það á eftir að vera rosalega gaman hjá okkur.

Heyrumst bráðlega....Knús Marteinn Sebrahestur...

p.s Takk Hanna María fyrir sebrahestinn....hann er æðislegur.

mánudagur, desember 26, 2005

Jóladagur

Loksins eru jólin komin og reyndar alveg að verða búin. En ég nú samt alltaf duglegur að seLUgja við hana mömmu mína hvað ég elska hana mikið og hvað ég er stoltur af henni. Ekki það ég veit að hún er ekki minni stolt af mér og elskar mig alveg rosalega mikið. En nóg með ástarjátningar.
Ég kom til mömmu í dag eftir að hafa verið með pabbi og Egill hjá ömmu Gró og afa Villa á aðfangardagskvöld. Það var alveg rosalega gaman hjá okkur mikið að gera. Okkur tveimum fannst nú pakkarnir mjög skemmtilegir enda mjög fljótir að opna þá, þá meina ég alla pakkana! Var ennþá með mikið úthald eftir allt kvöldið og sofnaði ekki fyrr en um 1 eftir miðnæti.
Svo kom ég heim til mömmu minnar um hádegið. Egill og pabbi litu inn í smá heimsókn sem var alveg rosalega gaman. Við eru svo roslega sætir segir hún mamma mín. Þegar hann pabbi gamli var búin að borða ostatertu þá fór þeir Egill og hann upp í Borganes. En hann Egill vildi bara ekki fara frá okkur. Það var svo rosaleg gamana að leika sér. En svo á lokum náðum við honum út í bíl. Ekki það að hann mátti alveg vera áfram hjá okkur en veit ekki alveg hvað mamma hans myndi segja. Veit að hún var farin að sakna hans.
Þegar Egill og pabbi voru farnir þá fórum við mamma að opna nokkra pakka. Ég snerist alveg í hringi. Ég fékk svo flottar gafir. T.d. fékk ég bók frá Láru frænku, lego kall frá Önnu frænku, fiskaspil frá Möttu ömmu og Kalla afa (þau voru líka búin að leggja inn á reikninginn minn) svo fékk ég bíla frá Hólmari og kæju, flugvél frá mömmu og rosalega flottan kappastur bíl frá afa ( veit reyndar ekki hvor okkar er spentari yfir honum). Sem sagt ég fékk rosalega flotar gafair og mig langar að þakka þeim öllum sem gáfu mér svona fallega jóla gjöf: Takk innilega og ég kyssi ykkur við næsta tækifæri.
Það er mikið búið að vera gerast hjá mér þessa daga. Svefnin alveg farin í klessu og ég snýst bara í hringi og reyndar held að hún móðri mín sé farin að gera það saman. Sem betur fer, fer að styttast í ferðina til AFRICU.....þá vonandi getur mamma slakað á......Jæja ætla að fara að sofa núna búin að halda mömmu minni vakandi og kl. er að verða 3. GÓÐA NÓTT ELSKURNAR MÍNAR. TAKK INNILEGA FYRIR MIG OG SJÁUMST BRÁÐLEGA...ÉG ELSKA YKKUR.

föstudagur, desember 23, 2005

Þorláksmessa!

Ég var nú rosalega sætur í morgun þegar ég vaknaði (ekki það að ég er alltaf sætur), ég fór út í glugga og sá að jólasveininn var búin að sitja DVD disk með Latabæ. Ég var svo ánægður að ég hljóp til afa og sagði: afi,afi sjáðu hvað góði jólasvininn gaf mér. Svo fór ég til mömmu og sagði: elsku besta mamma sjáðu hvað ég fékk!!! (voða væminn).
Þar sem það er lokað í leikskólanum í dag þá fékk ég að fara með mömmu í vinunna þar til að hann pabbi minn og Egill komu og sóttu mig. Leið reyndar bara vel í vinunni hjá mömmu þar sem ég eignaðist nýjan vin hann "Reynir minn". Ég fékk að sitja hjá honum og við tveir vorum að leika okkur í tölvunni, rosa gaman.
Núna er ég farin til pabba og við ætlum að fara og finna jólatré í Goðheimana. Heyrumst vonandi fljótlega....GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR.
Knús Matti sebrahestur.

mánudagur, desember 19, 2005

Egill Orri komin heim!

Hann bróðir minn kom heim síðasta laugardag frá Svíþjóð. Þegar hann og pabbi komu á sunnudaginn og sóttu mig til að fara á jólaball í sunnudagskólanum var ég rosa glaður. Ég hljóp til hans og tók utan um hann og sagði: Egill minn ég er búin að sakna þín svo mikið.
Það var rosalega gaman hjá okkur þar til þegar við tveir og pabbi vorum að fara út og pabbi setti á mig trefil. Þá sagði ég:
Matti: "Pabbi" Þú ert að sitja trefil á mig eins og konur eru með!
Pabbi og Egill sprungu úr hlátri
Matti: Þetta er ekki fyndið ég er með trefil eins og kona! (grátandi)
Svo koma mamma og sótti mig, ég var fljótur að fara út í bíl þar sem ég var bara sár út í pabba og Egill.
Svona er þetta líf!

Bursta tennur.

Á föstudaginn fékk ég að sofa hjá Möttu ömmu sem er nú mikið sport fyrir mig. Þegar við amma fórum að sofa þá segi ég svona við hana ömmu mína,
Matti: Amma! ég þarf að bursta tennurnar mínar
Amma: En mamma gleymdi að sitja tannbursta þinn með!
Matti: Já en amma ef ég bursta ekki tennurnar þá detta tennurnar úr mér
Amma: Ja það er nú ekki gott, farðu til afa (sem var inn á baði) og hann hjálpar þér.
suttu síðar....aftur upp í rúmi.
Matti: Amma ekki gleyma segja bænirnar
Amma: Alveg rétt (bíður eftir að Matti byrjar að segja þær, ekki alveg viss hvaða bæn á að segja)
Matti: Amma byrjaðu!!!
Amma: Hvaða bæn á amma að segja?
Matti: Þessa sem ég og mamma sögðum í gær
Amma: (hugsar) Faðir vor....
Eftir bænina......ætlaði amma að fara sofa....ENNNN
Matti: Amma við erum ekki búin!
Amma: NÚ?
Matti: Já eftir að segja TAKK fyrir....
Amma: Ok... Takk fyrir....

Loksins sofnaði ég eftir þessa allt þetta....og amma bara uppgefin! :-)

föstudagur, desember 16, 2005

Jólagafir

Hvað langar mig í jólagjöf í ár?

1) Rafknúinn bíl
2) Spidermandót
3) Legodót
4) Galdrabókina
5) Latabæ DVD
6) Risaeðlu
7) Rafstýrðan bíl
8) Þyrlu
9) Flugvél (stóra)
10) Birta og Bárð
............................................og fullt meira. Ég skipti alltaf um skoðun þegar ég er að horfa á auglýsingarnar, vá það er til svo margt flott!!!

miðvikudagur, desember 14, 2005

Í skóinn!

Móðir mín er nú ekki rosalega ánægð með mig þessa daganna. En hún kannski hefur "smá" ástæðu til þess. Málið er á mánudagasmorguninn þegar við vöknuðum þá segir mamma við mig hvort ég vilji nú ekki vakna og sjá hvað jólasveininn hafi nú gefið mér í skóinn! (er ekki alltaf sá fljótasti á morgnanna og heldur ekki sá hressasti, þarf minn tíma). Jújú ég fer út í glugga en ég var bara als ekki sáttur! Jólasveininn gaf mér Lego Kall á hjólabretti og mig langaði bara als ekki í hann. Henti því honum í gólfið og sjálfum mér með og fór að væla yfir því að ég vildi þyrlu en ekki einhvern "KALL". (hvað varð um uppeldið????).
En allavegana þá tók hún mamma mín þessarri hegðunni minn ekki neitt rosalega vel og ég fékk alveg að vita af því.
Svo á næstu nótt þá svaf ég hjá honum pabba mín þar sem hún móðir mín var föst í útlöndum (Vestmanneyjum). Og þegar ég vaknaði þá kíkti ég í skóinn minn sem hann pabbi minn hafði búið til og viti menn ég fékk appelsínu og ég var svo rosalega ánægður með hana. Þegar hún mamma hringdi um morguninn þá spurðu hún mig ég hvað ég hefði nú fengið í skóinn, þá sagði ég við hana rosa glaður "mamma" ég fékk appelsínu.
Mamma: Ertu ekki glaður yfir því? (mjög hissa þar sem hún hélt að pabbi myndi sitja kartöflu, en pabbi gamli gaf mér 1 séns).
Matti: Jú alveg rosalega en mamma þetta er MATUR!!!

sunnudagur, desember 11, 2005

Snillingur!

Það er búið að vera mikið að gera hjá mér og mömmu minni þessa helgi. Á föstudaginn var kóský kvöld, sem mér finnst alltaf gaman af þar sem ég fæ alltaf eitthvað smá nammi og gos.
Á laugardeginum þá vöknuðu við mamma um 9 sem í mínum huga er að sofa út en reyndar held að hún móðir mín hafi alveg vilja að sofa lengur. En þar sem ég er mjög ákveðin drengur og á mjög erfitt að taka nei fyrir svar þá fór mamma með mér á fætur og við fórum út að leika okkur smá stund og svo fórum við í bíltúr til að kaupa "pipparkökuform" því að við ætluðum að fara baka pipparkökur(augljóslega). Sem gekk nú bara vel þar til að hún móðir mín var stoppuð af LÖGGUNNI!!! Já viti menn hún móðir mín var tekin fyrir ofhraðan akstur með mig í bílnum, ekki gott!
En það fór nú ekki eins illa og þið kannskið haldið því að ég er algjör snillingur!! Málið var þegar löggan stoppaði okkur fórum við inn í bílinn hjá löggunni sem mér fannst nú ekki leiðilegt, var reyndar eitthvað smeikur fyrst en það reddaðist nú þegar lögreglumaðurinn fór að tala við mig. Svo spurði hann mig hvað ég héti og ég sagði: Marteinn William Sebrahestur! (greinilega vissi lögreglumaðurinn hvað ég meinti því að hann sagðist heita maggi mörgæs, greinilega búin að sjá Madagascar myndina). Ekki leið á löngu að ég var bara búina að vingast við löggurnar tvær sem voru mjög skemmtilegar og góðar. Og reddaði mömmu frá því að fá sekt!! Ég er algjör SNILLINGUR!
Ég er samt duglegur núna að passa það að hún móðir mín keyri núna ekki of hratt. Ég reyndar helda að hún passi sig núna því að maggi mörgæs skammaði hana svolítið.
Ef þetta ævintýri fórum við mamma heim og bökuðum pipparkökur. Var reyndar alveg rosalega duglegur að skreyta eldhúsið af hveiti, mömmu til ánægju (NOT).
Svo kom hann pabbi minn og sótti mig þar sem hún amma Gróa átti afmæli (TIL HAMINGJU AMMA). Eftir að við fórum til hennar fórum við pabbi í Smáralindina og sáum Coca Cola lestina, sem var algjört æði.
Gisti svo hjá pabba og svo kom hún móðir mín og sótti mig og við fórum heim, föndruðum smá jólakort og svo fór ég snemma upp í rúma því að ég ætla að fá í skóinn þar sem hann stekkjastaur er að koma í bæinn......HVAÐ ÆTLI HANN GEFI MÉR NÚ Í SKÓINN???? Læt ykkur vita við fyrsta tækifæri...

Góða nótt allir og ég vona ykkar helgi hafi verið jafn skemmtileg og mín. Og munið að keyra ekki of hratt!

föstudagur, desember 09, 2005

Laga til eftir sig!!

Það er alltaf svo gaman að leika sér. Ég er búin að leggja stofuna hans afa undir allt dótið mitt og hún móðir mín er eitthvað að tjá sig um að ég þurfi nú að fara að laga til!! Þar sem Latibær er að fara að byrja. En það gengur bara als ekki vel hjá mér. Er að gera allt annað en að laga til.
Svo hjálpar ekki að það eru alltaf auglýsingar í sjónvarpinu að auglýsa dót úr dótabúðinni og mig langar í allt í "afmælisgjöf"....æji ég meina "jólagjöf"(á stundum til með að rugla þessu saman).
Jæja núna er hún móðir mín að "hóta" mér ef ég laga ekki til strax þá missi ég af "LATIBÆ"....Það er bannað!!!
Gullkorn:
Matti: "mamma" ef ég laga til núna þá verð ég svo þreytur þegar Latibær byrjar og það má ekki!
Mamma: Viltu þá ekki bara að fara að sofa núna!
Matti:NEI! Núna ertu bara grínast.

þriðjudagur, desember 06, 2005

Jólasögur og jólalög!

Nú er mikið að gera hjá mér í leikskólanum, það er verið að undirbúa jólin á fullu þar. Það er mikið sungið af jólalögum og sagt skemmtilegar jólasögur. Ég er alveg rosalega duglegur að segja svo mömmu minni allar sögurnar um hana Grýlu, Leppalúða og jólasveinanna 13.
Það fer nú ekki á milli mála að mér finnist gaman að syngja. Í gær fékk ég að fara með mömmu í búðina að versla í matinn og viti menn ég var bara með jólaskemmtun fyrir viðskiptavinina í búðinni. Keyrði mína litlu kerru um alla búð og söng öll jólalögin sem er búin að læra. Var líka duglegur að sjá til þess að hún móðir mín væri að hlusta á mig með því að segja alltaf "mamma" maður á alltaf að singa hátt og skírt til þess að Grýla og Leppalúði heyra í okkur!
En það voru ekki bara Grýla og Leppalúði sem heyrðu í mér heldur öll búðin, sem reyndar var bara allt í lagi! þar sem ég söng svo fallega!

Á miðvikudaginn fer ég með honum pabba mín og leikskólanum að ná í jólatréið fyrir Vinagerði. Það verður öruggleg mikið fjör. Svo á laugardaginn ætlum við mamma að baka pipparkökur og mála líka nokkrar í leiðinni. Það má segja að það sé mikið að gera hjá mér núna fyrir jólin.

Heyrumst bráðlega!

Gullkorn:
Þóra (leikskólastjóri): Marteinn viltu ekki pissa áður en þú ferð út að leika?
Marteinn: Nei nei, ég pissaði í morgun hjá henni mömmu gömlu!

Maggi afi: Marteinn viltu ekki bara fara með bílinn hennar mömmu þinnar inn í bílskúr?
Marteinn: "AFI" hvað ertu að bulla þú veist að ég kann ekki að keyra!!

Mamma: Matti minn nú skalt þú vara að sofa.
Marteinn: en mamma mín ég er orðin svo stór, sérðu það ekki??

Mamma: Matti minn viltu henda svalanum þínum í ruslið?
Marteinn: Nei, gerðu þú það!
Mamma: Marteinn gerðu það bara núna!
Marteinn: En þú náðir í hann fyrir mig getur þú ekki hent honum þá í ruslið?l