miðvikudagur, júní 08, 2005

Uppeldi!!

Ég er mikið búin að vera að pæla í uppeldi. T.d. hvað er besta aðferðin til að hafa aga á barninu mínu. Ég byrjaði fyrst með að tala við hann og reyna útskýra hlutina fyrir honum, hvers vegna hann mætti ekki gera þetta eða hitt!! En mér fannst það svolítið skrítin aðferð þar sem barnið mitt var ekki nema 2 ára gamalt þegar ég var að byrja á þessari aðferð og ég myndi halda að 2 ára barn væri ekki með vitið til að hlusta bara á mann og sætta sig við eitthvað sem hann/hún einu sinni skilur ekki. Eftir miklar umhugsanir þá var mér bent á eina uppeldisbók sem heitir 1-2-3 og hún kom mér virkilega á óvart!! Sú aðferð gengur út á það að gefa barninu þínu 3 tækifæri til að hlíða þér, ef það gerir það ekki eftir þessu 3 tækifæri þá fer það inn í herb. sitt. Ég hef verðið að nota þetta núna í 3/4 mán og hún gengur bara vel! Auðvita kemur fyrir að hann bara ætlar ekki að hlíða mér en maður má ekki gefast upp!!
En svo komst ég að einu í gær þá vorum við í heimsókn hjá ömmu Möttu og Kalla afa og Matti minn vildi fara út að leika á pallinum, sem var í lagi. En eftir smá stund fór ég og kíkti á hann og viti menn! Hann var búin að fara inn í bílskúr og finna garðklippur og klippa öll blómin hjá ömmu sinni. Ég vissi nú ekki alveg hvernig ég ætti að bregðast við! Fyrst notaði ég 1-2-3 aðferðina til að ná athygli hans svo talaði ég lengi við hann og sagði honum að fara til ömmu sinnar og biðjast afsökunar sem hann og gerði. Svo í gærkvöldi þá lá ég upp í rúmi og var að hugsa aðeins um þetta atvik hjá honum Matta mínum og þá gerði ég mér grein fyrir því að það er ekki hægt að nota bara eina aðferð til að reyna aga barnið þitt og þú verður bara að finna það innra með þér hvað er best að gera! En nóg með UPPELDISFÆRÐINA!!
Hann Matti minn fór í Flatey um helgina með pabba sínum og bróðir sínum sem var mikið fjör!