sunnudagur, desember 28, 2008

Komin suður .....

Föstudaginn síðasta kom pabbi á móti Hilmari til að ná í mig. Við sem sagt vorum á Krossnesi hjá ömmu Oddný og Úlla afa.
Við lögðum snemma á stað ég og Hilmar og eftir nokkrar holur, grjót-hrun og hálku....
Var mér nú ekki alveg farið að lítast á þetta!!

Lét líka Hilmar alveg vita það:
(framundan bara hálkublettur....mjög stór fyrir svona lítinn dreng.)
Matti: Hilmar ég vill ekki deyja ég er of ungur til að deyja!!

(Bílinn búin að hristast mikið eftir miklar holur og annað sem fylgir þessum yndislega vegi.... (frá Krossnesi og að Hólmavík)..
Matti: Hilmar! Ég vildi að pabbi eða afi Úlli væru að keyra! Hann Úlli afi er svo duglegur að keyra í snjó...

En ég komst að lokum á Hólmavík og var mjög ánægur að hitta pabba gamla....
Jólamyndir koma inn á morgun...
Knús Matti patti...

laugardagur, desember 20, 2008

Mig langar bara að ósk ykkur öllum gleðileg jól og farsælt komandi ár og vonandi mun 2009 verða ykkur alveg eins og þið óskið ykkur..... Knús og kossar mín fjölskylda...
KOMIN NORÐUR ALLT GEKK VEL... BIÐ AÐ HEILSA ÖLLUM... "PABBI ÞÚ VEÐUR BARA KOMA NÆST TIL AÐ SJÁ UM HVAÐ ÞETTA SNÝST...HEHE)...MÉR LÍÐUR ALLAVEGNA MJÖG VEL.!!


SVO LANGAR MIG AÐ ÓSKA BENNA OG FJÖLSKYLDU SAMÚÐARKVEÐJU VEGNA MÓÐUR BENN... EN HÚN FÓR TIL HIMMNA Í Á FIMMTUDAGINN. GUÐ BLESSI YKKUR ÖLL.

föstudagur, desember 19, 2008

Reykjavík

Jæja komin í Reykjavík eftir að hafa það yndislegt á Akureyri.... Og núna er ég búin að vera hjá pabba, Sigrúnu og stóra bróðir.. Svo kom ég í Bólstaðarhlíðina til að hitta ömmu og afa (frá Krossnesi)... 
Og viti menn ég ætla að fara með þeim norður á morgun. Sem verður nú ekki leiðilegt.  Þar sem amma er nú alltaf svo rosalega góð við mig og hefur alla þolimæðina í heimi... Svo má nú ekki gleyma honum afa mínum, hann er líka rosa góður við mig. 
Svo verðir ég svo heppin að Árni frændi ætlar að koma líka....
Mamma og Hilmar koma í næstu viku þar sem Hilmar þarf aðeins vinna.

Búin að vera rosalega dugleg þannig að ég hef bara alltaf fengið í skóinn og er alltaf jafn ánægður sem þeir hafa gefið mér....

Jæja heyrumst um jólin .. knús Matti patti jólasveinn...

laugardagur, desember 13, 2008

Komin í jólafrí

Jæja gott fólk ég er komin í jólafrí.....(aðeins fyrr en aðrir krakkar í bekknum).
Mamma og Hilmar eru búin í prófum þannig að við ætlum að koma okkur suður og svo á Strandirnar til ömmu og afa.....ég get ekki beðið.

Ég var reyndar svo rosalega heppin um helgina, Sigrún (vinkona hennar mömmu) og dóttir hennar Kristín Sara komu til okkar. Þeir ætla að vera hjá okkur um helgina og hafa það kósý....

Í gær fórum við í sund og svo var kósý kvöld. Ingibjörg (barnapía) kom og passaði okkur þar sem mamma, Sigrún og Ingibjörg fóru út að borða. Okkur leiddist nú ekki!

Svo í dag fór Sigrún með okkur 2 á skíði. Við vorum alveg rosalega dugleg.

Í kvöld ætlum við öll bara að hafa það kósý, spila og fá okkur eitthvað gott að borða. Á morgun fer ég svo með þeim mæðgum suður og þar mun hann pabbi minn sækja mig. Ég er nefnilega að fara á jólaball með honum og fjölsk.

Þannig að það má segja að það sé nóg að gera hjá mér!! Ég er svo rosalega heppin.

knús og heyrumst