mánudagur, maí 08, 2006

Sumar og sól

Þessi helgi er búin að vera alveg yndisleg. Við mamma fórum í góðan hjólreiðatúr/línuskautatúr um Grafarholtið alveg heila tvo tíma. Enda þegar við komum heim vorum við ekki lengi að fara upp í rúm og leggja okkur. Þegar við vöknuðum fórum við niðri bæ og ég fékk að velja mér bók í Mál og menningu og svo fórum við í Skífuna og ég fékk einnig að velja mér einn geysladisk.
Bókin sem ég valdi mér var Ice age 2 og geysladiskurinn var Vélmenni. Eftir að hafa gengið upp og niður laugarveginn fórum við mamma í búðina og keyptum okkur gott kjöt til að grilla og svo fórum við heim, grilluðum og borðum meira segja út á svölum því að það var svo gott veður. Þegar við vorum búin að borða og ganga frá öllu fór ég í bað og svo hringdi einmitt Sonja frænka í okkur og talaði ég heilmikið við hana og svo fór ég upp í rúm og fékk að horfa á Vélmenni myndina mína.
Þegar ég átti að fara að sofa sá ég til þess að þegar að myndin var búin að mamma væri líka upp í rúm þar sem klukkan var orðin 10 og ég vildi að hún segði mér draugasögu það er mikið "inn" hjá mér þessa daga.
Stuttu eftir söguna vorum við mamma steinsofnuð. Alltaf gott að hafa mömmu hjá mér!!!!

Engin ummæli: