Í dag fórum við mamma í bíltúr til Möttu ömmu og Kalla afa. Þau eru að byggja bústað upp í Skorradal. Hann er nátturlega ekki eðlilega flottur bústaður. Hann er alveg eins og kastali finnst mér allavegana. Það var alveg rosaleg gott veður og ég fékk að hjálpa afa mínum að mála og svo sátum við líka í sólinni og afi tók tímann hvað ég var lengi að hlaupa hringinn um bústinn, nýjasta metið var 19,59 sec. rosalega fljótur.....enda búin að fá súkkulaði!! Eftir að hafa verið í smá tíma hjá þeim fórum við mamma aftur í bæinn og fórum til Önnu vinkonu til skoða nýju börnin hennar(kisurnar hennar) algjörar dúllur. Þeir heita Pamela og Jennifer! (Bróðir hennar Önnu fékk heiðurinn að skíra þær ..... við skulum vona að hann sjái bara um að skíra þær en ekki börnin hennar ....hehehe
Svo kom Lára klára líka og við elduðum okkur góðan pasta rétt og ég lék mér við kisurnar á með mamma og þær gellurnar voru að tala um stráka og reyna að plana eithvað sumarfrí.....ekkert nýtt!!! hehehe en samt mest um mig...ég er nátturulega lang sætastur og skemmtilegastur...og naut þess að fá alla athyglina frá þeim þremum..eigilega öllum 5 (kisurnar líka).
Eftir að hafa verið hjá Önnu fórum við heim og ég var settur í bað og svo lásum við mamma nýju bókina mína og fórum svo bara snemma að sofa.....sem var nú bara gott þar sem við vorum bæði þreytt eftir góða og skemmtilega helgi.
ps. Sonja það er líka gott veður á Íslandi!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli