fimmtudagur, september 27, 2007

Amma Oddný Afmæli....



Innilega til hamingju með 50 ára daginn

ELSKU amma ODDNÝ.




Sjáumst hress og kát á eftir.....með allar gjafirnar og myndirnar sem ég málaði fyrir þig.


ps. Maggi afi hlakkar til að sjá þig þegar þú kemur heim mánudaginn.


Knús og koss...

mánudagur, september 24, 2007

FLAKKK OG AFTUR FLAKKKK

Þessi helgi er búin að vera meira flakkið. Við komum suður á fimmtudaginn og þá vildi ég auðvitað fara strax til pabba og Sigrúnu en kom svo aftur heim til afa seinna um kvöldið. Á fimmtudeginum þá var ég eitthvað með mömmu og Hilmari og þegar pabbi bauð mér að koma þá hafði ég bara engan áhuga...ég er stundum svolítið skrítinn. (bara dekraður lítilllllllll strákur). En eftir að pabbi og Egill Orri höfðu hringt 3 þá gaf eftir fór sem ég sé í dag svo innilega ekki eftir. Við fórum í afmæli í skólanum hjá bróðir mínum og svo fórum við upp í borgó og fengum að gera allt klikkað þar....held reyndar að það verði nú aðeins að fara að taka til í þessari hegðun okkar!!!! EN HVAÐ VEIT ÉG....

Í gær var Lúkas Ingi Rúnarsson skírður, Innilega til hamingju með daginn. Þú varst eins og engill. Og einnig voru bræður þínir það líka. Mamma og pabbi ykkar eru alveg rosa rík að eiga ykkur.. Ég vona að dagurinn hafi verið yndislegur og góður (þú skiptir bara gallanum ef þú heldur að þú notir hann ekki)....

Svo kom litli pjakkur heim og allir fóru að sofa....og stein sváfu fram til morguns þarf til að mamma þufti að fara til læknis......sem var ekki gaman því að núna þurfum við að hanga í borginni í viku í eftirliti.... BUT THAT´S LIVE.....DON´T WORRY BE HAPPY.....

fimmtudagur, september 13, 2007

Mikið að gera....

Komin í stóru borgina...okey hún er stór fyrir mér! Og það er allt búið að breytast, sem sagt plönin. Egill Orri kemur ekki til okkar heldur fer ég suður til pabba (ég sem sagt fékk að velja og auðvitað valdi ég pabba minn!). Svo í gær fékk ég óvænta heimsókn í leikskólan en þá kom pabbi að sækja mig, ekkert smá gaman. Pabbi var eitthvað vinna í bíóinu hérna á Akureyri og ég fékk að fara með honum þangað og leika mér og gera allt vitlaust. hehehe

Svo þegar Hilmar sótti mig kl 8 þá var ég nú ansi þreyttur ég borðaði og fór svo upp í sófa og sagðist ætla horfa á Simpsons en ég náði því nú ekki, ég náði bara upp í sófa. Það tók mig sem sagt bara eitt augnarblik að sofna ég var svo þreyttur eftir daginn!

















Þessi mynd er frá því að ég var
lasinn um daginn!

mánudagur, september 10, 2007

1 dagur í viðbót

Það er svo gaman í sveitinni að við ætlum að vera þangað til á morgun. Sem mér leiðist nú ekki. Ég er búin að fara með Úlla afa á traktornum og gá hvort allt sé í lagi með kindurnar og svo fórum við út á Melar til að hjálpa þeim að smala smá ...... Á meðan þurfti mamma að vera heima að læra og taka eitt próf!!!
Það er búið að vera svo mikið af fólki hérna um helgina að ég gat varla talið það....en það var rosa gaman. Mig minnir að það hafi verið svona 25 manns og allir í heimsókn hjá ömmu Oddný og afa Úlla.. Váaaaaaaaaaaa hvað þau eru vinsæl. En í dag eru það bara við heimilsfólkið og það er bara mjög gott.
Heyrumst á morgun þegar ég er komin heim í borgina.....okey næstum því stóru borgina...Akureyri.

AFI(maggi) ..... ekki gleyma að kaupa bíl handa mér í Krít..

ps. Vitið þið hvað Egill bróðir kemur næstu helgi..það á eftir að vera rosa fjör..!

sunnudagur, september 09, 2007

Hvað ætlar þú ekki að vera..

Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?

Bíó maður eins og pabbi, bóndi, fara skóla að læra að lesa og skirfa og reikna og svo líka vera körfuboltahétja......

Váááá alt þetta já....manstu ég get allt! Svo vil ég líka vera góður eins og Hilmar...

Réttirnar

Jæja eftir aða hafa liggið heima i viku með með mikinn hita þá fékk ég að fara í réttirnar með mömmu og Hilmari. Við fórum heim á Krossnes. Þeir sem vita ekki hvar það er mæli ég með því að þið leitið það upp..(mamma var ekki einu sinni fyrst).. Þetta tók sinn tima að koma okkur þangað en á endanum komust við og við tók okkur heil stór fjölskylda. Það var alveg yndislegt. Ég fékk að sofa hjá ömmu og afa (vildi ekki sjá að sofa í herbergiu hjá mömmu og Hilmari). Og svo strax á laguardagsmorguinin þá fórum við í leitir og smalamennsku. Reyndar fór Árni Geir frændi og og nokkkrir aðrir í leytir svo fór Hilmar og aðrir og svo fórum við. Þetta var algjört ævintýrir!!!! Fyrst var ég nú smá smeikur við þær en svo lagaðist það mjög fljót og fór bara á bak á þeim með hjálp Eyfa og Hilmars. Það má alveg segja að þetta var dagur í lífi mínu sem ég mun seint gleyma!!!

Í dag fórm við bara seint á fætur enda alltir þreyttir og svo fórum við í sund, nema að þessi laug er bara ekki neitt eðilega laug hún er bara við sjóinn sem er bara algjör perla. Eins og allur þess staður er!! Við eigum efitir að koma aftur hingað næsta haust......og næsta og næsta.

En núna ligg ég stein sofandi með ömmu Oddný upp í rúmi við vorum bæði orðn svo rosalega þreytt.....
TAKK ALLIR FYRIR YNDISLEGAN DAG....SJÁMST HRESS OG KÁT NÆST.

miðvikudagur, september 05, 2007

Hjóladagurinn mikli.......

Í morgun vaknaði ég kl. 6:58 rosa spenntur þar sem það var hjóladagur í leikskólanum. En svo gerðist það leiðlega að ég fékk mitt fyrsta astma-kast og eftir það var ég komin með smá hita þannig að mamma sagði við mig að leggjast niður og slaka aðeins á þar til að hún væri búin í fyrsta tímanum sínum, þá kæmi hún heim og myndi sjá hvernig ég væri og hvort ég gæti farið þá í leikskólan þar sem mig langði svo roslega að fara, minna má nú vera hvað ég var spenntur(fæ bara astma kast af spenningi). En þegar mamma kom heim eftir 1 1/2 þá var ég stein sofandi og með 39 stiga hita þannig að ég var ekki á leiðinni í skólan á hjóladaginn mikla.

En núna er kl. að verða 4 og mér líður miklu betur, veit reyndar að LÖGGAN ætlar að koma í heimsókn á morgun kl. 10 þannig að ég geri allt til að ná þessu úr mér hvað sem þetta er!!! Reyndar sagði Snjólaug leikskólaskólastjóri við mömmu ef ég kæmi ekki morgun hvort það væri ekki allvegana í lagi að ég kæmi kl. 10 bara til að hitta löggurnar þar sem ég er búin að bíða eftir þeim alla vikuna....Hún er svo yndisleg við mig!!

Ætla að leggja mig núna með mömmu...heyrumst bráðlega..knús Matti patti.

Bros myndir!














Ingibjörg okkar yndislega fallega og "SÖNGHÓPURINN" sæti....
(BROSSSSSSSSSSSSSSSSA) hehehe














Helga mín þetta verður allt í lagi...OKEY Sonja mín..
Og svo BROooooossa... Góðar systurnar!

þriðjudagur, september 04, 2007

Svefn.....mamma það eru óhljóð hérna

Þessa dagana gengur ekkert neitt rosalega vel að svæfa mig....Já þið eru að lesa rétt.....ég þessi engill sem fer alltaf að sofa kl. 8 er ekkert að sofna núna kl. 8 heldur bara þegar mér þóknast ef svo má orða það!
T.d í kvöld þá notaði ég allt....fyrst var það ég var hræddur svo var ég svo þyrstur svo bara langaði mig ekki fara sofa og mamma var leiðileg........en svo eftir var það vindurinn já okey ég skal alveg viðurkenna það það er búið að blása mikið á okkur núna en váááá.....Ég vissi ekki að hann hafði þennan leikaraskap í sér!!! Ég sem hélt að hann væri svo saklaus...einmitt!
Núna liggur minn upp í okkar rúmi stein sofandi og sáttur þar sem hann gat séð mig á með ég var að læra við eldhúsborðið þar sem Hilmar var ekki heima. Hann lá upp í rúmi og vældi yfir því að það væru óhljóð í húsinu....Hann var sko enga veginn sáttur og ég átti að gera allt til að koma í veg fyrir þessi óhljóð.. Sem ég og gerði!!!

Það sem maður geriri fyrir börnin sín! Góða nótt ástin mín...þú ert nú meiri kjáninn!!

mánudagur, september 03, 2007

Hvar er HILMAR????

Smá brúðargrín........















Hilmar hvað ertu að gera???
Matti minn ég held að HANN sé að leyta að sokkabandinu...sem Kristján frændi fékk!
jÁ ALVEG RÉTT ÞETTA STELPU RUGL...HEHE
úPPS Sunna frænka greip brúðarvöndinn hennar mömmu hún átti nú ekki alveg von á þvÍÍÍ!! hehe

sunnudagur, september 02, 2007

Ein en myndin....


Helena frænka og ég.....orðin smá þreyttur!

2. Mynd

Ég er flottastur!!

1 mynd

Gleði stund..........................

smá fréttir

Nýjustu frétti!!!

BRÚÐKAUP ÁRSINS!!!!!
AFI MAGGI BÚIN Í GEYSLUM, FÉKK AÐ FARA TIL KRÍT!
BRÓÐIR MINN ER BYRJAÐUR Í SKÓLA....VÁAAAA HVAÐ ÉG ER STOLLLLLLTUR AF HONUM.... INNILEGA TIL HAMINGJU EGILL ORRI...
VIÐ ERUM FLUTT Í NÝJA ÍBÚÐ....

MYNDIR Í NÆSTA PÓSTI...
MAMMA ALVEG AÐ SOFNA.....BARA EITT! Séra Hjálmar veit sko alveg hvernig á að kynna man!!!! MARTEINN WILLIMA ELVARSON SEBRAHESTUR....GEFUR HÉR MEÐ MÓÐUR SÍNA!!!! HEHEHEHEHE