föstudagur, ágúst 11, 2006

Jæja gott fólk þá erum við mamma komin til Akureyri og það leggst bara vel í okkur. Ég byrjaði í leikskólanum KIÐAGIL á þriðjudeginum eftir verslunnarmannahelgina og það gengur svo rosaleg vel að mamma var bara send heim á öðrum degi heim (sem er vanalega gert á 4 degi) er ég ekki snillingur eða hvað!!!
Við erum nú ekki búin að vera ein í kotinu Anna og Sigrún hjálpuðu mömmu að flytja um verlsunnarmannahelgina og svo kom pabbi með mig á mánudeginum eftir hana og kom með restina af dótinu hennar mömmu...(hann er nú góður kallinn), svo kom Lára, Reynir og Þórir á miðvikudaginn eftir verslunnarmannahelgina og þau fara heim aftur á sunnudaginn. Ekki nóg með það þá komu Ásdís, Raggi, Jana, Elvar Goði og Anna Mary á miðvikudeginum í heimsókn og við fórum öll í sund og svo á Greifann á borða. Á fimmtudeginum þá komu Gummi, Þórveig, Ólafur Sveimar og Andrea Margrét við hjá okkur á leiðinni austur þannig að þá má segja að við erum búin að vera rosalega vinsæl.....(ekki vorum við svona vinsæl fyrir sunnan...hehehe).
Núna ligg ég á dýnu (mamma á eftir að kaupa sér sófa) fyrir framan sjónvarpið með Þórir að horfa á Pokémon 5, Lára og Reynir fóru niður á 3 hæð að heimsækja ömmu og afa (þau fengu íbúð í blokkinni minni í viku...ekki smá fyndið...)

Gullkorn:
(Blokkin okkar er 9 hæðir)
Matti: (er að horfa á myndina af Tobbu ömmu sem er hjá Guði) hvernær get ég farið og heimsótt Tobbu ömmu?
Mamma: Matti minn, mannstu það er ekki hægt hún er hjá Guði!
Matti: Jú núna get ég það lyftan okkar fer lengra upp en lyftan hjá magga afa!!! (bara 3 hæðir)
Mamma: ?????

Heyrumst bráðlega...knús og kossar Matti patti.

Engin ummæli: