miðvikudagur, desember 06, 2006

Breyting hjá Matta

Það eru nú miklar breytingar í kringum mig. Ég er sem sagt fyrir sunnan núna þar sem hún móðir mín er að reyna við að komast í gegnum jólaprófin sín svo kemur hún suður 14 des. Og ætlum við þá að gera margt skemmtilegt fram að jólum. Við ætlum að reyna að gera þessi jóla eins jólaleg og hægt er, sem sagt halda í gömlu hefðirnar sem hafa verið í fjöldkyldunni okkar (hennar mömmu) og búa til nýjar hefðir með okkar litlu fjölskyldu.

En þessar breytingar sem eru að gerst núna eru þær að Egill bróðir og Sigrún mamma hans eru að flytja inn til pabba gamla og verður það rosa breyting fyrir alla en alveg örugglega bara mjög góð breyting. Sem sagt Egill bróðir er loksins að koma heim frá Svíþjóð og þarf ég því ekki lengur að sakna hans svona rosaleg mikið. Ég var rétt í þessu að útskýra fyrir mömmu í símann að núna myndu Egill og Sigrún búa hjá pabba, ég var nú eitthvað að velta þessu fyrir mig en þá sagði mamma við mig: er það bara ekki í góðu lagi ástin mín því þá þarftu núna ekki lengur að fara alla leið til Svíþjóðar að heimsækja þau. Eftir smá umhugsun þá fannst mér þetta bara ekki svo slæm hugmynd og hélt því bara áfram að tala við mömmu og spurði bara hvernig henni gekki í prófinu sem hún var í um morguninn. Og einnig lét ég hana vita að hún mæti alveg kaupa 2 bíla þegar hún kæmi suður, ein svartan og ein rauðan. Og ekki má gleyma að ég sagði við hana að hún væri besta og fallegast mamma í heimi...(stundum get ég verið svo væmin..mömmu leiðist það nú ekki)...

Sendi ykkur nýjar myndir bráðlega þar sem Matti var að skreyta fyrsta jólatréið okkar hérna fyrir norðan...

Engin ummæli: