mánudagur, janúar 14, 2008

2008

Árið 2008...starx byrjar það vel!
Við komum öll norður 3. jan. Og ég fór í leikskólan 4 jan. sem var rosa gaman.
5.jan fór ég í afmæli hjá Jóel vinum mínum
10. jan fór ég, mamma og Hilmar til Ásdísar og Ragga. Okkur var boðið á snjósleða og svo í lónið...sem var nú ekki leiðilegt. Enda fékk ég að prófa nýja sleðan hans Elvars Goða....váaaaaaaaa þetta var so COOOOOOOOOOLLL. (Ég var smá spenntur þegar við komum inn að mamma hafði ekki undan að klæða mig úr þar sem ég var að pissa í mig....þannig að það bara var smá slys...mér var alveg sama ....!)
Svo um síðustu helgi þá fór ég suður til pabba og co. Og alltaf sama fjörið þar. Skemmti mér mjög vel!

Þetta er það sem komið er af árinu...læt ykkur vita þegar ég er búin að gera eitthvað fleira...

Heyrumst...AFI maggi hvenær fæ ég að koma til þín... Hilmar vildi ekki senda mig með kassa til þín....!!! (póstinum)











( Ég og Hilmar fórum norður (strandirnar) rétt fyrir jól og ég fann kassa og mig langaði að fara ofan í hann, Hilmar spurði mig hvert ég vildi fara og ég sagði án þess að hika....: Suður - Afríku til Sonju frænku og fjölskyldu)......Reyndar var Hilmar ekki alveg á því að senda mig...!!

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Heimferð

Hilmar og Matti að keyra norðru í gær:

Matti: Hilmar ég ætla að giftast Margréti! (í leikskólanum)
Hilmar: Þú ert fljótur í því!
Matti: samt ætla ég líka til að giftast Ásdísi!! ( líka í leikskólanum)
Hilmar(leiðrétta strax!!): Matti minn það er ekki hægt að giftast nema 1 stelpu/konu!
Matti: Okey...þá held ég að ég giftist Margréti því að hún kissir mig oftast!!!
Mamma hugsar með sér!!: gott að vita hvað strákar hugsa um giftingar!! thí thí thí



Matti í snjónum áður en við fórum suður fyrir jól!



Bestu bræður í heimi!!


Gamlárskvöld....