fimmtudagur, apríl 20, 2006

Mjög gott ímyndunarafl!

Þessa dagana getum við mamma aðeins sofið lengur út heldur en vanalega sem er nú rosalega gott. Og þar sem ég þarf nú ekki að vakna í stressi þá vakna ég alltaf mjög hress og kátur og mjjjjjjjjjjjjjög málglaður!
"THE STORY OF THE DAY"
Matti:Mamma! Ég og Kalli afi sáum svona "KALL"( Lego-kall sem hann fékk gefins frá Möttu ömmu og Kalla afa þegar þau komu heim frá París) í PARÍS og hann var vondur við Kalla afa.
Mamma: Nú!! Hann má það ekki.
Matti: Ég veit..Það var ekki ég sem var vondur bara "KALLINN". Veistu hvað ég gerði? Ég kom á "Eldbílnum" mínum og sprautaði eld á hann (sem sagt "KALLINN") og hann datt út í sjóinn og þá kom hákarl og skammaði hann. En svo var "KALLINN" góður aftur þannig að Maggi afi veiddi hann upp úr sjónum.
Mamma: Jaa hérna....
Matti: Já þannig að þetta var bara allti í lagi.

Eins og Þóra leikskólastjóri myndi segja: Hann Matti okkar er með "MJÖG" gott ímyndunarafl. Og mjög góður að segja sögur.

ps. Kalli afi hjálpar studum líka til!!! (hehehe)

Engin ummæli: