þriðjudagur, maí 16, 2006

Vorhátið

Á laugardaginn var Vorhátíð í leikskólanum.
Það var búið að gera leikskólan rosa flottan. Það var "HOPPUKASTALI" og við á Drekadeild vorum rosalega dugleg að leika okkur í honum.
Svo vorum við öll kölluð inn sal og þá komu Solla og Halla úr Latibæ það var æðislegt. Solla sagði við mig að ég væri sætasti strákurinn sem hún hafði séð og ég sagði bara við hana að ég vissi það nú bara alveg...(egóið alveg í lagi!!!)

Solla og Halla spurðu líka mömmu hvort þær mættu eiga mig en hún mamma var nú ekki alveg til í að samþykkja það! En við létum bara mynd duga í þetta skipti......Er ég ekki flottur með Sollu og Höllu???

Þessi dagur var rosa skemmtilegur og ég skemmti mér rosa mikið. Held meira segja að mamma og pabbi hafi skemmt sér líka smá...hehehe

ps. Takk fyrir að baka gítaraköku amma Gróa.

Engin ummæli: