laugardagur, september 16, 2006

Vitið þið hvað.....?

....... ÉG MARTEINN WILLIAM LÆRÐI Í DAG AÐ HJÓLA ÁN ÞESS AÐ NOTA HJÁLPARDEKK!!! Ég er algjör snillingur!
Ég og mamma erum sem sagt fyrir sunnan núna og mamma var í klippingu þegar hún fékk þetta skemmtilega símtal frá mér að ég væri nú bara að hjóla án þess að nota hjálpardekk. Mamma er svo stolt af mér að hún er búin að hringja í alla og láta vita af þessum stór tíðindum!! HEHE
TAKK PABBI fyrir að gefa mér tíma þinn til að kenna mér að hjóla án hjálpardekkja. Þessi ferð suður á eftir að vera skemmtileg og ævintýraleg fyrir okkur mömmu.

Framhald eftir helgi....(Mamma lofar að vera duglegri að skrifa og sitja in nýjar myndir)

mánudagur, september 04, 2006

Ég fór suður um þar síðustu helgi til pabba fékk þá góða og langa helgi með honum og Egill bróðir. Sem var rosa gaman! Kom svo aftur heim norður með flugvélinni og var svo stoltur því að ég fékk að fara "einn" sem sagt engin mamma og enginn pabbi en það var flugfreyja sem passaði mig. Flugfreyjan sagði að ég væri alveg einstakur strákur og hún væri alveg til í eiga mig en mamma var nú ekki alveg á því en vissa það að ég væri einstakur!!

Allt gengur eins í sögu hérna hjá okkur mömmu. Ég er búin að eignast góðan vin sem heitir Smári og við erum búnir að vera límdir saman síðan vinabönd mynduðust hjá okkur.
Svo má ekki gleyma Ingibjörgu en hún er svo dugleg að passa mig þegar mamma þarf að skreppa út eða læra niðri í skóla. Ingibjörg er í miklu uppáháldi hjá mér. Einnig er ég líka duglegur að bræða hjörtu vina hennar mömmu...það vilja bara allir eiga mig!! (thí thí)

Í morgun þá var hjóladagur í leikskólanum og "LÖGGUMAÐURINN" kom og fór yfir hjólin og gaf okkur límiða. Ég er búin að vera úti að hjóla síðan að leikskólinn var lokaður með Smára í ca.2 tíma núna, ég á eftir að steinsofna í kvöld!

Um helgina ætlum við á Mývatn, mamma ætlar að hjálpa Ásdísi og Ragga og ég ætla að leika mér við Elvar Goða.

Heyrumst bráðlega..