þriðjudagur, október 30, 2007

Allt hvít!

Já gott fólk það er allt hvít hérna á norðurlandinu. Og það er bara geðveikt....
Ég fór út að sleða áðan með vini mínum Róbert og það var mikið fjör.

Núna styttist í það að ég geti farið á skíði....COOL.

sunnudagur, október 28, 2007

Pokémon

Elvar Goði var hjá okkur um helgina. Við erum mjög góðir saman, enda snerist öll helgin okkar um Pokémon.....(váaaaaaaaaaá hvað litlir strákar geta stundað þetta og leikið sér).
Á föstudagskvöldið þá fengum við að leigja mynd og viti menn þeir völdu Pokémon (2 myndir)....þannig að það má segja að þeir voru settir yfir helgina.

Takk fyrir helgina Elvar Goði og öll spilin... sjáumst bráðlega.

mánudagur, október 22, 2007

ALEXSANDER BJARKI...SKARPARI EN SKÓLAKRAKKI

Alexsander geðveik auglýsing af þér í blöðunum. Ég er búin að klippa hana út og sitja hana upp á ísskáp. Og trúðu mér hver sem kemur í heimsókn fær að vita hver þú ert og hvað þú er ROSA KLÁR.... :-)

Hlakkar til að sjá þig í sjónvarpinu....

knús Matti patti...

ps. Bið að heilsa mömmu og pabba.

pss. ALLIR AÐ HORFA Á "ERTU SKARPARI EN SKÓLAKRAKKI"

Leikskólinn á ný

Jæja það var nú ekki svo auðvelt að vakna í morgun. Mamma fór fyrst í sjúkraþjálfun og svo þegar hún kom til baka kl. 8:45 þá voru við Hilmar bara ennþá sofandi. Mömmu leist nú ekkert á það og byrjaði að vekja okkur með látum....hún getur nú verið stundum erfið þegar hún gerir það.... En svo hringdi síminn hans Hilmar þá var það Jón vinur hans að reka á eftir honum því að þeir þurftu að fara gera verkefni (dæma í einhverju dómsmáli....voða gaman) þannig að við Hilmar fórum strax fætur og Mamma fór að læra og við í skólan..

Bara eins og venjulegur virkur dagur í okkar fjölskyldu... hehe

Ný uppþvottavél....

Vá þið trúið þessu ekki við vorum að fá alveg geðveika uppþvotturnarvél...(brúðkaupsgjöf) En málið er að mamma og Hilmar kunna bara ekkert á hana...(þau nenna bara ekki að lesa leiðbenningar....aular!! )

Ég kom heim í dag eftir að vera hjá pabba mínum...eins og alltaf rosa fjör. Mamma og Hilmar fóru austur til Ásdísar og höfðu kósý kvöld þar....þar til að mamma fékk bráðarofnæmi.....og mígreni....hún er nú bara algjört klikkhaus...hehe. En annar held ég að allir höfðu rosaleg góða helgi og við eigum eftir að eiga nóg af þeim.

Mér gengur alveg rosaleg vel að æfa mig að skrifa enda finnst mér þetta mjög gaman.

Jæja ætla núna að fara sofa ....réttar sagt hún móðir mín...skóli á morgun...

Knús og kossar
Matti patti

ps. Takk Bylgja mín fyrir að passa mig í smá tíma og gefa mér pizzu, það var geðveikt....ég hefði bara fengið eitthvað leiðilegt hjá mömmu og Hilmari...Þú ert lang best...

miðvikudagur, október 17, 2007

Leikhúsferð

Mamma pantaði 4 miða á ÓVITANA, 23 EÐA 25 nóv. man það ekki alveg. Ég ætla að bjóða bróðir mínum Egill Orra.
Það verður vonandi alveg rosa fjör....(alveg örugglega þegar það kemur að okkur tveimur!!).

Svo er ég ennnnnnnnnn og aftur að fara til Reykjavíkur, í þetta skipti til tannlæknis (ekki gaman) en þetta er eitthvað sem við verðum að gera svo segir mamma og pabbi!!!

Heyrumst bráðlega....já alveg rétt ég get skirfað nafnið mitt og fullt af nýjum stöfum...ég er svo duglegur!!!

mánudagur, október 15, 2007

Afmælisbörn mánaðarins

Elsku besta frænka mín hún Sonja átti afmæli 8.10.2007 og svo 14.10.2007 átti Hanna María afmæli æsku vinkona hennar mömmu. Viti menn hún er komin á 40´s aldurinn..hehe







Pabbi og sonja systir Lára, Mamma og Hanna María (afmælið hennar Hönnu í fyrra)

Elsku Hanna innilega til hamingju með 30 ára afmælið ég veit að mamma skemmti sér alveg rosaleg vel boðinu þínu, leiðilegt að Hilmar okkar þurfti að vera heima. Það er svo að fá í bakið...(núna er hann bara skakki túrninn í Píza....hehe) Það mætti halda að hann væri kominn á 40´s aldurinn!!

Ég skarp hins vegar til pabba og Sigrúnar um helgina voða gaman eins og alltaf. Ætla að vera svo eitthvað heima næstu daga....það má alveg segja að ég sé búin að vera á miklu flakki í allt sumar og haust!!!