Í dag er afmælið mitt og ég er 4 ára! Þetta er búin að vera yndislega skemmtilegur dagur. Í morgun þá vakti pabbi okkur mömmu og ég fékk að opna einn pakka frá pabba mínum á blása á kerti. Svo keyrði pabbi minn mig í leikskólan og ég tók með mér ís og sleikjó fyrir deildina mína. Þegar mamma kom og sótt mig þá vorum við öll á drekadeild að borða ísinn okkar. Ágústa leikskólakennari sagði við mömmu að ég hefði verið rosalega duglegur að láta alla vita í morgun að ég ætti afmæli og látið alla kissa mig til hamingju með daginn. Þannig að þegar mömmur og pabbar komu með börnin sín í leikskólann í dag þá þurftu þau að kissa mig til hamingju með daginn...(mamma roðnaði bara og brosti, hvað átti hún að segja???).
Svo fórum við mamma heim til að gera allt tilbúið fyrir afmælisboðið mitt, ég fékk að opna pakka minn frá afa magga og líka frá mömmu á meðan mamma gerði allt tilbúið. Ég fékk rosa flott LEGO dót frá þeim.
Svo um kl. 5 komu gestirnir og ég fékk fullt af gjöfum. Ég var rosa spentur og vissi ekki hvort ég var að fara eða koma. Svo þegar allir voru komnir þá var kveikt á afmæliskertunum á spidermann kökunni sem mamma bakaði fyrir mig og ég fékk að blása sem reyndar gekk mis vel en gekk á endanum...thí thí.
Eins og heyra má þá var dagurinn rosalega skemmtilegur og ég fékk rosalega fallegar gjafir. Takk innilega fyrir mig Matta amma, Ingibjörg, Hildur, Harpa Sól, Siggi, Anna María, Sigrún, Kristín, Lára, Reynir, Gunna Frænka, Munda Frænka, Hólmar, Kæja, Pabbi, Mamma og Maggi afi. Og ekki má gleyma að ég meira segja fékk eina gjöf alla leið frá SVÍÞJÓÐ FRÁ BRÓÐIR MÍNUM....TAKK EGILL MINN! Ég sakna þín, sjáumst í sumar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli