sunnudagur, maí 28, 2006

Guðmundur Ólafasson

Hann Guðumundur Ólafsson guðpabbi minn er snillingur.....Hann komst inn fyrir XD í Fljótdalshérað.
Við mamma og afi erum rosaleg stolt af honum og óskum honum og fjölskyldu hans als hins best. Og eins gott að hann standi sig!!!! hehehe..
KNÚS OG KOSSAR TIL ÞÓRVIEGAR OG ANDREU OG ÓLA...fyrir allt og sjáumst hress og kát í sumar og haust...

love you...

fimmtudagur, maí 25, 2006

Flatey

Það er komið að frægu Flateyjar ferðinni miklu sem farinn er á hverju ári með pabba mínu og vinum hans. Ég mun segja ykkur alla söguna þegar ég kem til baka sem verður á sunnudaginn. Hafið þið það gott á meðan... Góða helgi.. Marteinn.

sunnudagur, maí 21, 2006

"TÓM STEYPA"

Jæja gott fólk þá er þessi helgi búin og ég er búin að gera rosa mikið!
Á föstudaginn fór ég í afmæli til Reynis. Þar fékk ég að leika mér með stóru strákunum í fótbolta það var ekki leiðilegt!!!!! Svo fór við Mamma og tókum spólu (DVD). Þegar ég var búin að horfa á myndina mína þá var ég rosalega duglegur og fór beint að sofa án þess að vera með nokkuð röfl....(Ég er ekki svona duglegur núna....ég get ekki alltaf verið algjör engill!!!)
Svo á laugardeginum þá fórum við mamma í Húsdýragarðinn í boði M12....það má segja að það hafi verið svolítið mikið af fólki en við skemmtum okkur mjög vel fyrir utan hvað mér var orðið kalt. Eftir 2 tíma í kuldanum þá fórum við mamma aðeins í Smáralindina þar sem mamma "þurfti" að kaupa sér bol sem hún var búin að sjá í Oasis. Ég var svo heppinn að í Vetragarðinum í Smáralindinni voru 3 hoppukastalar sem ég fór í en eftir 7 min. sem var tíminn sem ég mátti vera var runinn upp þá vildi ég bara ekki fara þá varð mamma smá reið og þurfti að telja (1,2,3) og það endaði ekki mjög vel!!! En nóg með það.
Í dag (sunnudag) höfum við mamma bara haft það rólegt við fórum í smá bíltúr og svo vorum við bara róleg heima. Fórum reyndar út að borða á A.S. og það var rosa gott við fengum okkur bæði fisk og þar sem ég var svo duglegur að borða allann fiskinn minn fékk ég smá ís í eftirrétt.
Nú er klukkan orðin 22:00 og ég er ekki sofnaður ennþá..(sem sagt ekki alltaf jafn duglegur að fara sofa, eins fram hefur komið)...ég sagði bara við mömmu mína,

Matti: mamma þetta er bara tóm steypa að ég þufi að fara sofa þar sem það er en bjart úti!!

Hvað getur maður sagt?


miðvikudagur, maí 17, 2006

Bland í poka af myndum!

ÁFRAM LATIBÆR




"ÍÞRÓTTARÁLFURINN MARTEINN
WILLIAM" (mættur og til í slaginn)


Ég er að sýna afa magga hvað ég sterkur og stór, vegna þess að ég borðaði allan matinn minn....duglegur strákur, finnst ykkur það ekki?


Þótt að ég sé nú oftast glaður og brosi mikið þá náði hún móðir mín þessari mynd af mér þegar ég var eitthvað ósáttur við hana því að hún vildi ekki leyfa mér að horfa meira á sjónvarpið....enda búin að horfa á 2 DVD. (þessar mömmur eru stundum svo leiðilegar!!!)




VOX KVÖLDIÐ MIKLA HENNAR MÖMMU!

Mamma, Anna og Lára fóru út að borða í tilefni afmæli þeirra 3 rosa fjör eins og sést á myndinni. Nema það vantar eitt jú mikið rétt það vantar mig MIG aðal persónuna...hehehe. Á meðan þær gellur voru að skemmta sér á VOX þá svaf ég eins og steinn hjá Möttu ömmu og hafði það bara mjög gott!! Þær ætla hafa víst eitthvað VOX kvöld á fimmtudaginn þegar Eurovision er og þá fæ ég að vera með gaman gaman....þá munu alvöru myndir koma.....bíðið bara og sjáið!!!

Jæja gott fólk hafið það sem allra best heyrumst sem fyrst "ÁFRAM SYLVÍA NÓTT"


þriðjudagur, maí 16, 2006

Vorhátið

Á laugardaginn var Vorhátíð í leikskólanum.
Það var búið að gera leikskólan rosa flottan. Það var "HOPPUKASTALI" og við á Drekadeild vorum rosalega dugleg að leika okkur í honum.
Svo vorum við öll kölluð inn sal og þá komu Solla og Halla úr Latibæ það var æðislegt. Solla sagði við mig að ég væri sætasti strákurinn sem hún hafði séð og ég sagði bara við hana að ég vissi það nú bara alveg...(egóið alveg í lagi!!!)

Solla og Halla spurðu líka mömmu hvort þær mættu eiga mig en hún mamma var nú ekki alveg til í að samþykkja það! En við létum bara mynd duga í þetta skipti......Er ég ekki flottur með Sollu og Höllu???

Þessi dagur var rosa skemmtilegur og ég skemmti mér rosa mikið. Held meira segja að mamma og pabbi hafi skemmt sér líka smá...hehehe

ps. Takk fyrir að baka gítaraköku amma Gróa.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Sumar og sól

Jæja gott fólk það hægt að segja að það sé búið að vera rosalega gott veður hérna hjá okkur. Það er meira segja gaman að hringja í Sonju frænku og stríða henni því að það bara kalt og leiðilegt veður hjá henni. (ekki gleyma því að Sonja frænka á heima í Suður Afríku!!!).
Í þessu yndislega veðri er ég búin að vera meira og minna bara úti.....enda brún og sætur (hef reyndar alltaf verið rosa sætur).


Ég er orðin frægur á AUSTURLANDI þar sem hann Guðmundur (Gummi) guðpabbbi minn setti mig í blaðið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Reyndar hef ég komið fyrir í Séð og Heyrt með honum pabba mínum en það er nú bara eitthvað slúður blað...hehehe

mánudagur, maí 08, 2006

MYNDIR















Myndir frá Afríku!...Þessi er tekin á Radisson og svo hin með "BESTU FRÆNDUM Í HEIMI"

Skorradalur og kisurnar hennar Önnu Maríu

Í dag fórum við mamma í bíltúr til Möttu ömmu og Kalla afa. Þau eru að byggja bústað upp í Skorradal. Hann er nátturlega ekki eðlilega flottur bústaður. Hann er alveg eins og kastali finnst mér allavegana. Það var alveg rosaleg gott veður og ég fékk að hjálpa afa mínum að mála og svo sátum við líka í sólinni og afi tók tímann hvað ég var lengi að hlaupa hringinn um bústinn, nýjasta metið var 19,59 sec. rosalega fljótur.....enda búin að fá súkkulaði!! Eftir að hafa verið í smá tíma hjá þeim fórum við mamma aftur í bæinn og fórum til Önnu vinkonu til skoða nýju börnin hennar(kisurnar hennar) algjörar dúllur. Þeir heita Pamela og Jennifer! (Bróðir hennar Önnu fékk heiðurinn að skíra þær ..... við skulum vona að hann sjái bara um að skíra þær en ekki börnin hennar ....hehehe
Svo kom Lára klára líka og við elduðum okkur góðan pasta rétt og ég lék mér við kisurnar á með mamma og þær gellurnar voru að tala um stráka og reyna að plana eithvað sumarfrí.....ekkert nýtt!!! hehehe en samt mest um mig...ég er nátturulega lang sætastur og skemmtilegastur...og naut þess að fá alla athyglina frá þeim þremum..eigilega öllum 5 (kisurnar líka).
Eftir að hafa verið hjá Önnu fórum við heim og ég var settur í bað og svo lásum við mamma nýju bókina mína og fórum svo bara snemma að sofa.....sem var nú bara gott þar sem við vorum bæði þreytt eftir góða og skemmtilega helgi.

ps. Sonja það er líka gott veður á Íslandi!!!

Sumar og sól

Þessi helgi er búin að vera alveg yndisleg. Við mamma fórum í góðan hjólreiðatúr/línuskautatúr um Grafarholtið alveg heila tvo tíma. Enda þegar við komum heim vorum við ekki lengi að fara upp í rúm og leggja okkur. Þegar við vöknuðum fórum við niðri bæ og ég fékk að velja mér bók í Mál og menningu og svo fórum við í Skífuna og ég fékk einnig að velja mér einn geysladisk.
Bókin sem ég valdi mér var Ice age 2 og geysladiskurinn var Vélmenni. Eftir að hafa gengið upp og niður laugarveginn fórum við mamma í búðina og keyptum okkur gott kjöt til að grilla og svo fórum við heim, grilluðum og borðum meira segja út á svölum því að það var svo gott veður. Þegar við vorum búin að borða og ganga frá öllu fór ég í bað og svo hringdi einmitt Sonja frænka í okkur og talaði ég heilmikið við hana og svo fór ég upp í rúm og fékk að horfa á Vélmenni myndina mína.
Þegar ég átti að fara að sofa sá ég til þess að þegar að myndin var búin að mamma væri líka upp í rúm þar sem klukkan var orðin 10 og ég vildi að hún segði mér draugasögu það er mikið "inn" hjá mér þessa daga.
Stuttu eftir söguna vorum við mamma steinsofnuð. Alltaf gott að hafa mömmu hjá mér!!!!