þriðjudagur, janúar 30, 2007

Þjónusta...Takk fyrir.

Eins og flestir vita þá er ég búinn vera lasinn og búin að hanga inni í 3 daga. (mér og mömmu til mikillar skemmtunnar,,,,,,,NOT).

Þar sem ég hef ekki oft verið veikur þá dekraði mamma mjög mikið við mig....held reyndar að það hafi aðeins stigið mér til höfuðs.

Sem dæmi þá var ég að fara sofa í gær og ég lá upp í rúminu mínu og þá heyrist allt í einu í mér:

Matti: MAMMA!!
Mamma: Já ástin mín..
Matti: Viltu koma með teppið mitt!!
Mamma:
Matti: Eða þarf ég að ná í það SJÁLFUR!!... (mjög hneykslaður).




sunnudagur, janúar 28, 2007

Veikur

Viti menn ég vaknaði í nótt með 39,9 stiga hita....og það hefur bara ekki gerst í langan tíma (marga, marga mánuði). Mér líður reyndar miklu betur núna. En er samt með mikinn hita.

Ætla að halda áfram að slaka á heyrumst fljótlega þegar ég er orðinn hressari....


miðvikudagur, janúar 24, 2007

Gullkorn

Matartími og mamma að mata mig því að ég svo þreyttur eftir langan dag í leikskólanum. (Ég er mjög erfiður að sögn mömmu)

Matti: Mamma af hverju ertu svona erfið við mig?
Mamma: bíddu hvað meinaru?
Matti: Þú ert búin að vera svo erfið við mig í dag!
Mamma: NÚ??
Matti: Já ég veit bara ekki hvað ég á að gera við þig....
Mamma: Nei þetta er stundum svo erfitt.

Eftir smá þögn

Mamma: Matti minn...stundum ert þú líka erfiður við mig
Matti: Nei getur ekki verið
Mamma: Nú?
Matti: Því að ég elska þig svo mikið

HVAÐ ER HÆGT AÐ SEGJA VIÐ ÞESSU???

sunnudagur, janúar 21, 2007

Engar fréttir góðar fréttir!!!

Það er svo sem ekki mikið að frétta af mér þessa dagana...er reyndar núna í Reykjavík hjá pabba gamla og það er örugglega nóg að gera hjá okkur.

Heyri betur í ykkur þegar ég kem heim!!(norður)

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Skíðakennsla...


.....vitiði hvað, ég fór í mína fyrstu skíðakennslu í dag og ég var rosalega duglegur. Ég lærði fyrst að ganga á skíðunum bara venjulega, svo á hlið upp brekku og svo kom erfiðasti parturinn.....það var að læra að stopppppppppppppa! ( að fara í PIZZU ). Það gekk bara mjög vel hjá mér miðað við að þetta er nú bara í annað sinn sem ég hef farið á skíðin mín. En mamma mín var mjög stolt af mér og kennarinn (Linda) sagði að ég gæti alveg farið sjálfur um helgina í brekkuna "Töfrateppið" því að ég gæti alveg stoppað sjálfur og ég væri svo snöggur að læra á þetta!!!

Ég þarf bara að vera duglegur að æfa mig....þá kemur þetta allt saman.
"Þolinmæði þrautir vinnur allar"..... eitthvað sem við mæðginin könnumst við!!!hehehe

mánudagur, janúar 08, 2007

Fyrstu skíðin mín...

Vitið hvað ég var að fá fyrstu skíðin mín dag....og maður sem seldi mömmu skíðinn er besti vinur minn!!
Við mamma ætlum upp í fjall á morgun og prófa þau það verður gaman að sjá hvernig það mun ganga.......

Hérna kemur mynd af mér og nýju skíðunum...


sunnudagur, janúar 07, 2007

Smá slys í leikskólanum!!!

Ég og Smári vinur minn vorum aðeins að leika okkur úti!!
(það var smá hálka)
Guðbjörg leikskólakennarinn minn
sagði að ég hafi verið rosalega
duglegur, var bara mjög
yfirvegaður eins og hún orðaði það!!
Ég er svo sterkur og duglegur strákur.............

Bestu frænkur í heimi!

Gunna frænka, mamma, ég og Munda frænka.

Myndir...frá því við bræðurnir vorum að baka!





miðvikudagur, janúar 03, 2007

Fyrsti dagurinn minn á leikskólanum eftir gott frí og á nýja árinu.

1. Það gekk illa að vakna....mjög þreyttur.
2. Mjög glaður að það var snjór úti.
3. Meira glaður yfir því að 3 fóstrur komu og tóku hressilega á móti mér, knúsuðu mig og kisstu. (satt að segja held ég að mamma hafi verið smá abbó).
4. Hámark gleðinnar í morgun var þegar krakkarnir á deildinni komu og spurðu mig hvar ég væri búin að vera, þau væru búin að saka mín svo!
5. Rosa gaman í dag hafði mikið frá að segja enda gerðist mikið í borginni stóru!! (var smá spenntur en vonandi róast ég með vikunni Guðbjörg mín....hehehe).
6. Rosa gaman á leiðinni heim á sleðanum mínum....
7. Horfði á barnatíman....næstum því sofnaður.
8. Borðaði mjög vel enda var saltfiskur í matinn sem mér finnst svo góður
9. Mamma las eina bók handa mér, pabbi hringdi var smá leiður yfir því að geta ekki farið til hans en það jafnaði sig fljótt....
10. Var sofnaður kl. 8:14

Góða nótt!

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Nýtt ár

GLEÐILEGT NÝTT ÁR DÚLLURNAR OKKAR.....
OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA!
PS. VERIÐ ÞIÐ GÓÐ VIÐ HVORT ANNAÐ....HLUTIRNIR GANGA MIKLU BETUR ÞANNIG!