Jæja ég er sem sagt orðinn lasinn. Og það er bara saga til næsta bæjar þar sem ég hef ekki verið lasinn í rúmt ár. Ég ligg sem sagt núna með 40 stiga hita og læt mömmu mína alveg hafa fyrir mér. Það er líka bara allt í lagi þar sem ég er nú ekki oft lasinn... 7-9-13 ! En þrátt fyrir veikindin núna þá hefur helgin verið skemmtileg. Ég fór til pabba á fimmtudaginn og svo kom ég til mömmu á laugadaginn þar sem pabbi var að fara í hestaferð með Simma. Ég gisti upp í bústað með afa Magga og kom svo í bæinn í dag og fór í afmæli til Arnórs sem var haldið í Ævintýralandi í Kringlunni. Ég skemmti mér rosa mikið en svo þegar mamma sótti mig heima hjá Auðun þá var ég eitthvað laslegur að mamma fór með mig beint heim og mældi mig og viti menn ég var kominn með 40 stiga hita. Núna sem sagt sef ég eins og engill og mamma vonar bara að hitinn fari sem fyrst.
Innilega til hamingju með daginn Arnór og takk fyrir daginn.... Þinn vinur Marteinn.
Og takk fyrir daginn Auðun alltaf gaman að koma í heimsókn til þín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli