fimmtudagur, desember 27, 2007

KVEÐJA

GLEÐILEGA HÁTÍÐ OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

FRÁ MÉR, MÖMMU OG HILMARI.

VIÐ VONUM AÐ ÞIÐ EIGIÐ EFTIR AÐ HAFA ALVEG YNDISLEGT NÝTT ÁR 2008. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR SEM FLEST Á AKUREYRI Í VETUR OG VOR..ALLIR VELKOMNIR...

NÝÁRSKVEÐJA
MATTI OG FJÖLSKYLDA....

miðvikudagur, desember 19, 2007

Sími....

Ég og Hilmar erum komin í sveitina til ömmu og afa, það er alveg yndislegt! Svo yndislegt að ég hef bara ekki tíma fyrir hana móður mína sem er ein í bænum að vinna....(allir að vorkenna mömmu). Hún er 2 búin að reyna að tala við mig en ég er bara upptekin mamma mín okey!!

(Hilmar er að tala við mömmu í símanum og svo vil mamma fá að tala við mig....en)
Hilmar: Matti, Matti komdu og talaðu eins við hana móður þína...
Matti: (sem kemur og stendur svo mjög svo pirraður fyrir framan hann og segir...) Sko Hilmar sérðu ekki að ég er upptekin með henni ömmu minn....
Hilmar og mamma (sem er hinum megin á línunni): geta ekki annað en hlegið og amma líka....
........dregurinn er bara upptekin!!

Svo reyndar í gærkvöldi þegar mamma hringdi þá svara ég og þá var ég nú rosalega duglegur að tala við mömmu.....NEMA eftir smá stund þá segi ég við hana "mamma" þú ert eiginlega að trufla mig....Mamma segir nú? Já ég er búin að tala svo lengi við þig að ég er orðin bara þreyttur!! (HVAÐ ER ÞETTA MEÐ SÍMA OG SÉRSTAKLEGA HJÁ STRÁKUM).

Ég er nú alveg kostulegur og kem öllum alltaf eitthvað á óvart! Það er líka svo gaman að sjá fólk brosa og hlægja!...

mánudagur, desember 17, 2007

Jæja gott fólk.... nú erum við komin suður eftir góða önn fyrir norðan. Mamma búin með prófin og Hilmar líka (reyndar hann löngu búin, hann er í einhverju sem heitir LOTU kerfi...) og núna erum við fjölskyldan í jólafrí hjá afa Magga.

Mamma er reyndar aðeins að vinna hjá VISA...okey VALITOR......á meðan ætlum við Hilmar aðeins að skella okkur til ömmu Oddný og Úlla afa fyrir norðan á Krossnesi.. Það á eftir að vera svo yndislegt...

Helgin hjá mér var nú yndisleg...fór til pabba og fékk að fara á JÓLABALL....

Heyrumst bráðlega, þegar ég kem til baka frá Krossnesi.

mánudagur, desember 10, 2007

Smá kveðja....

Mamma ertu ekki verða búin í þessum prófum..... Þau taka bara svo langan tíma...Þetta er bara alveg óþolandi...(gæti ekki verið meira sammála honum)...

Mér finnst að við foreldrar sem eru með börn og erum í skóla ættuma að fá jólaorlof....hehe svo getum eytt góðum tíma með börnunum okkar...EN er ekki alveg að sjá það gerast á næstu stefnu skrá á ALÞINGI.....

Sjáumst nú bara eftir 4 dag...við kom suður á fimmtudaginn...


Knús og jólakoss
Matti patti sebrahestur..

Jólaball.


Ég að singja með Englakórnum mínum....


Ég að fá hangikjöt hjá jólasveininum...

Fór á jólaball með Hilmari um helgina...mamma var að læra....(ekki alveg búin að fyrirgefa henni) en það var rosa fjör. Svo þegar við komum til baka ég og Hilmar þá fórum við öll á skauta....og viti menn ég er snillingur þótt að ég sé að fara í fyrsta skiptið...

Ég var svo heppin að fá jóladagatal frá ömmu Oddný um hvenær jólasveinarnir koma þannig að ég er alveg með það á hreynu...Takk amma...þú ert yndisleg.
Það er alltaf svo mikið að gera hjá mér ,,,,, um helgina þá bauð Benni bóndi mig að gista á laugardaginn...og það er náttulega það besta í heimi...

Svo í dag höfðum við fjölskyldan bara rosa kósý og rólegt fyrir utan það að mamma fór upp í skóla að læra....læra og lærra.........hún er búin að lofa mér að þetta er búið á miðvikudaginn...eins gott fyrir hana, ef ekki þá fær hún ekki í skóinn....bara duglegir krakkar!!

miðvikudagur, desember 05, 2007

Ræðumaður ársins 2007


Er ég ekki sætur....Ég er lang flottastur.

mánudagur, desember 03, 2007

Hvað er langt til jóla....

Stærðfræði er alltaf skemmtileg en hvað gerir maður þegar maður hefur ekki nóg af puttum til að reikna með???

Takk fyrir góða viku og helgi Egill og fjölskyld...það er alltaf jafn yndislegt að koma til ykkar en líka að koma heim.

Sjáumst eftir 2 vikur......

Til hamingju með afmælið Þorbergur frændi og innilega til hamingju með bikarinn Damien....þú ert algjör snillingur...

knús Jólabarnið á Akureyri.