miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Amma....reddaði mömmu

Hún amma Oddný reddaði mömmu algjörlega rétt fyrir horn!

Mamma fékk sendingu í gær frá ömmu og henni voru:
Vetlingar fyrir hana
Smá kökur fyrir hana (að hún heldur)
Kaka fyrir mig og Hilmar

Svo spurði ég mömmu hvenær við ætluðum að baka...
Mamma sagði að við myndum gera það þegar hún væri búin í prófum...

Matti: ohhh en allt lagi þar sem amma sendi okkur smákökur þá sleppur þú rétt fyrir horn..

föstudagur, nóvember 21, 2008

Afmæli

Innilega til hamingju með daginn amma Tobba....
við söknum þín alveg rosalega mikið!!
Þá sérstaklega hún mamma mín....

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Nokkrar jólamyndir...











































Jólbarn ársins!!

Þrjóska...rennur í fjölskyldunni...

Ég er alveg að ganga frá mömmu minni!!!

Mamma: Matti minn komdu nú og við ætlum að klára að læra áður en þú ferð að leika þér...
Matti: æji mamma!!
Mamma: Matti minn svona er þetta bara þú ræður hvernig við förum að þessu..
Matti: OKEY það þýðir ekkert annað en þín leið....
Mamma: hahaaha
Matti: Já! Þú segir bara mín leið eða þín leið!!
Mamma: OG!
Matti: Það er alltaf bara þín leið....það er engin mín leið!
Mamma: (Bros og svo bara hlátur) hahahahhaha

Well it take´s one to know one!!

sunnudagur, nóvember 09, 2008

.....80´s myndir af Karin Thelmu og Ísak Óla

Erum við ekki flott?

Ísak Óli töffari...
Karin Thelma sætasta.


Kósý kvöld

Já við fjölskyldan höfðum góða fjölskyldu stund saman í kvöld... Mamma eldaði pizzu og svo fór ég í sturtu og náttföt og Hilmar tók sér pásu frá lærdómnum. Og svo sátum við öll saman í litla sæta sófanum okkar og horfðum á HORTON....Við skemmtum okkur alveg konuglega.

Ég mæli svo með að allir eigi góða stund með fjölskyldunni sinni allavegna 1 x í viku ef ekki oftar.

Þetta er allavegna besti tíminn okkar...

knús og góða nótt...


ps. Ég var svo heppin að gista hjá Benna bónda og Þórdísi í gærkveldi þar sem þau öll fóru á tónleika með Hvanndalsbræður....

Nokkrar myndir frá æfingu...

Mamma! Ég er flottastur....

Mitt lið ný búið að skora.....

Flotur! Ný búin að senda á markið...


miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Mamma er ....

... ekki allt í lagi? Ég er orðin svolítið þreyttur á þessu að þurfa alltaf að renna til hliðar þegar þú stoppar!! Hvenær ætlar þú að sitja nagladekkin undir bílinn ?
Mamma: ég er líka mjög þreytt á þessu Matti minn...
Matti: Já sæll! Ég er bara ekki að nenna þessu lengur mamma viltu laga þetta strax.

2 dögum síðar... dekk komin undir bílinn..

Matti: Já sæll Hilmar loksins gerðuru eitthvað í þessu....Núna getum við keyrt eins og men!

Hver er eigilega að stjórna þessu heimili við eða Matti????