fimmtudagur, janúar 28, 2010

ÍSBIRNIR

MATTI: Hilmar !!!!!

HILMAR: Já Matti min....

MATTI: HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞESSA ÍSBIRNI....GETA ÞEIR EKKI BARA VERIÐ HEIMA HJÁ SÉR!!!

ÞETTA ER NÚ ALVEG SNILDAR DREGUR SEM VIÐ HILMAR EIGUM...HANN GEFUR OKKUR ALVEG ÓTRÚLEGA MIKIÐ.

Hilmar heyrði aðeins í honum í dag eftir fótboltaæfingu og drengur var bara snar óður...
Hilmar ég þoli ekki þegar strákarnir eru að tekla mann... Hilmar getur þú ekki bara hoppað yfir þá??? Þú ert ekki að skilja mig Hilmar þeir eru tekla hina strákana en ekki mig....( við skulum hafa það á hreinu að það þorir enginn að tekla mig!! )

Það er nú ekki annað hægt en brosa að þessu drengi okkar.....Hann er búin að þroskast svo. Rosa duglegur í skólanum og auðvitað bestur í fótboltanum.....

föstudagur, janúar 22, 2010

Forseti hvað....

.....ég er uppteknari en forsetinn sjálfur. Ef ég er ekki í skólanum, fótboltanum, hjá Loga, Gunnari, Kára, Veróniku eða Hákon þá er ég heima hjá mér sem gerist nú afar sjaldan...hehe mér finnst nú reyndar allt gaman að vera bara heima og fá að sjá mömmu og Hilmar læra og fá að leika mér í tölvunni...

Svo má ekki gleyma kósý kvöldin okkar þau eru alltaf jafn skemmtileg held reyndar að mamma verður væmnari með hverju kósý kvöldi.....thí thí..

En annarrs er allt gott að frétta, mér gengur rosaleg vel í skólanum og finnst mjög gaman. Og það skiptir öllu. Mamma er byrjuð í nýrri deild sem tekur smá tíma frá okkur en ég veit að hún er að gera góða hluti fyrir fólk sem þarf á þess halda.

Heyrumst fljótlega
Elska ykkur
og munið að BROSA (eins og amma Tobba sagði) það gefur svo mikið ekki bara fyrir þig heldur einnig fyrir á sem sjá brosið þitt!!!...

sunnudagur, janúar 10, 2010

Á einni viku er búið að vera nóg að gera... þetta nýja ár 2010

Jæja skólinn er byrjaður og allt er komið á sinn vana-gang....Ég er samt nú ennþá að reyna að gera sofnað á réttum tíma á kvöldin og vanka á réttum tíma á morgnanna...En það kemur.

Um helgin fór ég til pabba og co. Við fór í smá ferðalag...við skelltum okkur austur fyrir fjall og inn í Þórsmörk sem mér fannst nú ekki leiðilegt.

Svo núna í vikunni þá byrjar ballið í heimalærdómi, bæði hjá mömmu, Hilmari og mér....eins og alltaf nóg að gera.

En helsu fréttirnar voru þær að afi og Rúna fóru í gær morgun og þurftu að nauðlenda í GANA. Eftir mikið stress og áhyggjur hjá mömmu (gömulu) þá eru þau farin aftur upp í loftið og verða komin til Sonju í kvöld. Þetta var víst ekkert grín enda leið mömmu mjög illa en allt reddaðist allt á endanum....

Jæja heyrumst fljótlega...knús Matti patti...

föstudagur, janúar 01, 2010

Gleðilegt nýtt ár 2010


Elsku vinir og ættingjar

Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár og

meigi allar ykkar óskir rætast.

Knús Marteinn og fjölskylda