fimmtudagur, desember 27, 2007

KVEÐJA

GLEÐILEGA HÁTÍÐ OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

FRÁ MÉR, MÖMMU OG HILMARI.

VIÐ VONUM AÐ ÞIÐ EIGIÐ EFTIR AÐ HAFA ALVEG YNDISLEGT NÝTT ÁR 2008. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR SEM FLEST Á AKUREYRI Í VETUR OG VOR..ALLIR VELKOMNIR...

NÝÁRSKVEÐJA
MATTI OG FJÖLSKYLDA....

miðvikudagur, desember 19, 2007

Sími....

Ég og Hilmar erum komin í sveitina til ömmu og afa, það er alveg yndislegt! Svo yndislegt að ég hef bara ekki tíma fyrir hana móður mína sem er ein í bænum að vinna....(allir að vorkenna mömmu). Hún er 2 búin að reyna að tala við mig en ég er bara upptekin mamma mín okey!!

(Hilmar er að tala við mömmu í símanum og svo vil mamma fá að tala við mig....en)
Hilmar: Matti, Matti komdu og talaðu eins við hana móður þína...
Matti: (sem kemur og stendur svo mjög svo pirraður fyrir framan hann og segir...) Sko Hilmar sérðu ekki að ég er upptekin með henni ömmu minn....
Hilmar og mamma (sem er hinum megin á línunni): geta ekki annað en hlegið og amma líka....
........dregurinn er bara upptekin!!

Svo reyndar í gærkvöldi þegar mamma hringdi þá svara ég og þá var ég nú rosalega duglegur að tala við mömmu.....NEMA eftir smá stund þá segi ég við hana "mamma" þú ert eiginlega að trufla mig....Mamma segir nú? Já ég er búin að tala svo lengi við þig að ég er orðin bara þreyttur!! (HVAÐ ER ÞETTA MEÐ SÍMA OG SÉRSTAKLEGA HJÁ STRÁKUM).

Ég er nú alveg kostulegur og kem öllum alltaf eitthvað á óvart! Það er líka svo gaman að sjá fólk brosa og hlægja!...

mánudagur, desember 17, 2007

Jæja gott fólk.... nú erum við komin suður eftir góða önn fyrir norðan. Mamma búin með prófin og Hilmar líka (reyndar hann löngu búin, hann er í einhverju sem heitir LOTU kerfi...) og núna erum við fjölskyldan í jólafrí hjá afa Magga.

Mamma er reyndar aðeins að vinna hjá VISA...okey VALITOR......á meðan ætlum við Hilmar aðeins að skella okkur til ömmu Oddný og Úlla afa fyrir norðan á Krossnesi.. Það á eftir að vera svo yndislegt...

Helgin hjá mér var nú yndisleg...fór til pabba og fékk að fara á JÓLABALL....

Heyrumst bráðlega, þegar ég kem til baka frá Krossnesi.

mánudagur, desember 10, 2007

Smá kveðja....

Mamma ertu ekki verða búin í þessum prófum..... Þau taka bara svo langan tíma...Þetta er bara alveg óþolandi...(gæti ekki verið meira sammála honum)...

Mér finnst að við foreldrar sem eru með börn og erum í skóla ættuma að fá jólaorlof....hehe svo getum eytt góðum tíma með börnunum okkar...EN er ekki alveg að sjá það gerast á næstu stefnu skrá á ALÞINGI.....

Sjáumst nú bara eftir 4 dag...við kom suður á fimmtudaginn...


Knús og jólakoss
Matti patti sebrahestur..

Jólaball.


Ég að singja með Englakórnum mínum....


Ég að fá hangikjöt hjá jólasveininum...

Fór á jólaball með Hilmari um helgina...mamma var að læra....(ekki alveg búin að fyrirgefa henni) en það var rosa fjör. Svo þegar við komum til baka ég og Hilmar þá fórum við öll á skauta....og viti menn ég er snillingur þótt að ég sé að fara í fyrsta skiptið...

Ég var svo heppin að fá jóladagatal frá ömmu Oddný um hvenær jólasveinarnir koma þannig að ég er alveg með það á hreynu...Takk amma...þú ert yndisleg.
Það er alltaf svo mikið að gera hjá mér ,,,,, um helgina þá bauð Benni bóndi mig að gista á laugardaginn...og það er náttulega það besta í heimi...

Svo í dag höfðum við fjölskyldan bara rosa kósý og rólegt fyrir utan það að mamma fór upp í skóla að læra....læra og lærra.........hún er búin að lofa mér að þetta er búið á miðvikudaginn...eins gott fyrir hana, ef ekki þá fær hún ekki í skóinn....bara duglegir krakkar!!

miðvikudagur, desember 05, 2007

Ræðumaður ársins 2007


Er ég ekki sætur....Ég er lang flottastur.

mánudagur, desember 03, 2007

Hvað er langt til jóla....

Stærðfræði er alltaf skemmtileg en hvað gerir maður þegar maður hefur ekki nóg af puttum til að reikna með???

Takk fyrir góða viku og helgi Egill og fjölskyld...það er alltaf jafn yndislegt að koma til ykkar en líka að koma heim.

Sjáumst eftir 2 vikur......

Til hamingju með afmælið Þorbergur frændi og innilega til hamingju með bikarinn Damien....þú ert algjör snillingur...

knús Jólabarnið á Akureyri.

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Afmælisbarn dagsins er amma Tobba...


Fyrir 60 árum fæddist amma mín og var hún skírð Þorbjörg Möller. Ég ef reyndar aldrei hitt hana en það sem móðir mín hefur sagt mér af henni þá veit ég að hún var hún einstök og ljúf kona.
Ég veit að hefði elskað hana alveg rosaleg mikið .... einnig tala ég við hana mjög oft. Stundum held ég að hún stjórni veðrinu og finnst hún oft vera að stríða mér. Einnig held ég að ef ég findi lyftu sem fer nógu hátt upp þá gæti ég heimsókt hana, en það verður að bíða.

Elsku amma Tobba til hamingju með 60 ára afmælið þitt. Ég veit að þú ert að njóta dagsins uppi hjá Guði. Við söknum þín alveg rosalega mikið...(allavegna mamma).


þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Ótrúlegustu svör

Síðasta föstudag þá fór ég og Elvar vinur minn út að leika, sem er nú ekkert nýtt. Nema í þetta skipti þá var mamma og Hilmar búin að banna mér að fara neðar í götuna og leika mér þar. Sem ég sagðist að ég myndi nú ekki gera....(einmitt).
Eftir svona 2 tíma þá vildi mamma að Hilmar færi að athuga með mig þar sem hún var nú ekki búin að heyra í mér í smá tíma.. Og viti men Hilmar fann okkur neðar í götuni sem við máttum ekki fara. Þegar ég var spurður hvers vegna að ég hlýddi ekki þá kom bara svar strax: Hilmar ég fauk hingað...(okey það var vindur úti en hann var upp á móti!!) Hilmar hlóg svo mikið að hann stein gelymdi því að skamma mig. Ég er nú alveg ótrúlegur! Mamma spurði mig svo hvort ég ætlaði að halda mér við þessa sögu og þá sagði nú bara mamma, skiluru ekki hvað Kári er sterkur!!

Svo í nótt þá voru Hilmar og mamma ekki sofnuð og ég kom fram og sagði að ég þirfti að fá mýkri kodda. Erum við að tala um prins eða hvað.. Minn maður gekk bara inn í okkar herbergi og náði sér í nýjan og betri kodda...Skv. honum.

Mamma og Hilmar hlógu svo mikið á eftir að ég kom aftur fram og sagði að þau mætti nú alveg hafa lægra þar sem ég væri nú að reyna að sofna hér!! Afsakið hlé!!

föstudagur, nóvember 16, 2007

Spilakvöld

Við hjónin og Matti okkar fórum og keyptum spil fyrir fjölskylduna.. Það fysta sem var gert þegar komið var heim var að spila.

Þetta er allt að koma hjá mér með tapsárina...(hvar skildi ég fá hana...mömmu?? eða pabba???)

Matti: Mamma þetta er allt í lagi þótt að þú ert síðust...það er alveg í lagi að tapa...það er bara gott stundum..
Mamma: Já það er allt í lagi Matti minn......

....en svo fór illa mamma vann og minn maður var nú ekki alveg sáttur...en þetta kemur!!

ps. Takk fyrir geðveika daga maggi afi...þú ert lang bestur. OG ekki má gleyma ORA fiskibollurnar...

mánudagur, nóvember 12, 2007

Ég og Hilmar erum að baka rabbabarabæ...nammi nammi...svo ætla ég að skella mér suður eina ferðina en. En í þetta skipti er Maggi afi að bjóða mér í 2 daga.


gaman gaman.
love you

Stórt hjarta...

Helgin:
Kósý kvöld á föstudeginu....
Laugardagsköldið þá voru mamma og Hilmar að læra...gaman gaman NOTTT
Svo á sunnudeginum þá fórum við Hilmar í bíó á með mamma svaf...I wonder why....hehe
Svo þurfti Hilmar að fara upp í skóla að læra, hann þarf að skil 45 %verkefni um ég veit hvað marga dóma...shit það er erfitt að læra vera lögfræðingur...en ég Marteinn William ætla mér að vera eins og Hilmar...EN svo aftur á mót þá þegar við fór í bíó það auðvitað langaði mig að vera BÍÓ maður eins og hann pabbi minn...það skiptir ekki máli hvort að hann ætti bíóið eða ekki...Ég ætla er bara vera "THE MOVIE MAN"...... (eins og pabbi gamli)....
Mamma er að verða svolítið "abró" þar sem Hilmar þurfti að fara upp í skóla að læra í gær og var nokkuð lengi...og það eina sem Matti vildi bara Hilmar..( er hann að gleyma mér) en svo lagaðis það allt saman í nótt þegar hann kom til mín og sagði: elsku besta mamma mín viltu lúlla hjá mér ég svo hræddur....og viti menn það virkaði....ég er svo mikill SUKKKKKKKKer...hehe

Eins og þið vitið þá erum við ein stór hamingjusöm fjölskylda.....og það er svo yndislegt hvað samband okkar við Elvar og Sigrúnu gengur vel....Enda á ég líka tvær fjölskyldur, ég er svo ríkur..(TVÆR YNDISLEGAR FJÖLSKYLDUR)

Jæja gott fólk ég vona að þið hafið alveg yndislega helgi eins og ég...LOVE you ALLLLLL

ps. Takk fyrir að vera öll svo yndislega, þar af meðals Ingibjörg, Bylgja, Ásdís, Raggi og auðvitað fjölskylda okkar...
Svo má ekki gleyma vinunum í REYKJAVÍK.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Brandari

Matti: mamma má ég segja þér brandara?
Mamma: Já ástin mín, svo förum við að sofa...
Matti: allt í lagi
Matti:

"Það voru einu sinni epli og appelsína að labba...labbi labbi labbi...
Svo komu þau að vatni og eplið datt út í og þá sagði appelsínan:
fljótur fljótur skerðu þig í báta...."

Það er alveg hægt að segja að gömlu góðu fimmaura brandaranir geta ennþá látið mann hlæja... hehe

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Ég er snillingur..

Ég fór í hljóðpróf í leikskólanum (það er próf til að athuga hvernig ég mun standa mig í lestri og skilningi þegar ég verð eldri). Ég þessu prófi eru 7 stig og það er mjög eðlilegt að krakkar á mínu aldri ná ekki alveg 2 stig mjög vel......en viti menn "minn maður fór í gegnum öll 7 stigin eins og hetja".

Er ég ekki duglegur :-)

þriðjudagur, október 30, 2007

Allt hvít!

Já gott fólk það er allt hvít hérna á norðurlandinu. Og það er bara geðveikt....
Ég fór út að sleða áðan með vini mínum Róbert og það var mikið fjör.

Núna styttist í það að ég geti farið á skíði....COOL.

sunnudagur, október 28, 2007

Pokémon

Elvar Goði var hjá okkur um helgina. Við erum mjög góðir saman, enda snerist öll helgin okkar um Pokémon.....(váaaaaaaaaaá hvað litlir strákar geta stundað þetta og leikið sér).
Á föstudagskvöldið þá fengum við að leigja mynd og viti menn þeir völdu Pokémon (2 myndir)....þannig að það má segja að þeir voru settir yfir helgina.

Takk fyrir helgina Elvar Goði og öll spilin... sjáumst bráðlega.

mánudagur, október 22, 2007

ALEXSANDER BJARKI...SKARPARI EN SKÓLAKRAKKI

Alexsander geðveik auglýsing af þér í blöðunum. Ég er búin að klippa hana út og sitja hana upp á ísskáp. Og trúðu mér hver sem kemur í heimsókn fær að vita hver þú ert og hvað þú er ROSA KLÁR.... :-)

Hlakkar til að sjá þig í sjónvarpinu....

knús Matti patti...

ps. Bið að heilsa mömmu og pabba.

pss. ALLIR AÐ HORFA Á "ERTU SKARPARI EN SKÓLAKRAKKI"

Leikskólinn á ný

Jæja það var nú ekki svo auðvelt að vakna í morgun. Mamma fór fyrst í sjúkraþjálfun og svo þegar hún kom til baka kl. 8:45 þá voru við Hilmar bara ennþá sofandi. Mömmu leist nú ekkert á það og byrjaði að vekja okkur með látum....hún getur nú verið stundum erfið þegar hún gerir það.... En svo hringdi síminn hans Hilmar þá var það Jón vinur hans að reka á eftir honum því að þeir þurftu að fara gera verkefni (dæma í einhverju dómsmáli....voða gaman) þannig að við Hilmar fórum strax fætur og Mamma fór að læra og við í skólan..

Bara eins og venjulegur virkur dagur í okkar fjölskyldu... hehe

Ný uppþvottavél....

Vá þið trúið þessu ekki við vorum að fá alveg geðveika uppþvotturnarvél...(brúðkaupsgjöf) En málið er að mamma og Hilmar kunna bara ekkert á hana...(þau nenna bara ekki að lesa leiðbenningar....aular!! )

Ég kom heim í dag eftir að vera hjá pabba mínum...eins og alltaf rosa fjör. Mamma og Hilmar fóru austur til Ásdísar og höfðu kósý kvöld þar....þar til að mamma fékk bráðarofnæmi.....og mígreni....hún er nú bara algjört klikkhaus...hehe. En annar held ég að allir höfðu rosaleg góða helgi og við eigum eftir að eiga nóg af þeim.

Mér gengur alveg rosaleg vel að æfa mig að skrifa enda finnst mér þetta mjög gaman.

Jæja ætla núna að fara sofa ....réttar sagt hún móðir mín...skóli á morgun...

Knús og kossar
Matti patti

ps. Takk Bylgja mín fyrir að passa mig í smá tíma og gefa mér pizzu, það var geðveikt....ég hefði bara fengið eitthvað leiðilegt hjá mömmu og Hilmari...Þú ert lang best...

miðvikudagur, október 17, 2007

Leikhúsferð

Mamma pantaði 4 miða á ÓVITANA, 23 EÐA 25 nóv. man það ekki alveg. Ég ætla að bjóða bróðir mínum Egill Orra.
Það verður vonandi alveg rosa fjör....(alveg örugglega þegar það kemur að okkur tveimur!!).

Svo er ég ennnnnnnnnn og aftur að fara til Reykjavíkur, í þetta skipti til tannlæknis (ekki gaman) en þetta er eitthvað sem við verðum að gera svo segir mamma og pabbi!!!

Heyrumst bráðlega....já alveg rétt ég get skirfað nafnið mitt og fullt af nýjum stöfum...ég er svo duglegur!!!

mánudagur, október 15, 2007

Afmælisbörn mánaðarins

Elsku besta frænka mín hún Sonja átti afmæli 8.10.2007 og svo 14.10.2007 átti Hanna María afmæli æsku vinkona hennar mömmu. Viti menn hún er komin á 40´s aldurinn..hehe







Pabbi og sonja systir Lára, Mamma og Hanna María (afmælið hennar Hönnu í fyrra)

Elsku Hanna innilega til hamingju með 30 ára afmælið ég veit að mamma skemmti sér alveg rosaleg vel boðinu þínu, leiðilegt að Hilmar okkar þurfti að vera heima. Það er svo að fá í bakið...(núna er hann bara skakki túrninn í Píza....hehe) Það mætti halda að hann væri kominn á 40´s aldurinn!!

Ég skarp hins vegar til pabba og Sigrúnar um helgina voða gaman eins og alltaf. Ætla að vera svo eitthvað heima næstu daga....það má alveg segja að ég sé búin að vera á miklu flakki í allt sumar og haust!!!

fimmtudagur, september 27, 2007

Amma Oddný Afmæli....



Innilega til hamingju með 50 ára daginn

ELSKU amma ODDNÝ.




Sjáumst hress og kát á eftir.....með allar gjafirnar og myndirnar sem ég málaði fyrir þig.


ps. Maggi afi hlakkar til að sjá þig þegar þú kemur heim mánudaginn.


Knús og koss...

mánudagur, september 24, 2007

FLAKKK OG AFTUR FLAKKKK

Þessi helgi er búin að vera meira flakkið. Við komum suður á fimmtudaginn og þá vildi ég auðvitað fara strax til pabba og Sigrúnu en kom svo aftur heim til afa seinna um kvöldið. Á fimmtudeginum þá var ég eitthvað með mömmu og Hilmari og þegar pabbi bauð mér að koma þá hafði ég bara engan áhuga...ég er stundum svolítið skrítinn. (bara dekraður lítilllllllll strákur). En eftir að pabbi og Egill Orri höfðu hringt 3 þá gaf eftir fór sem ég sé í dag svo innilega ekki eftir. Við fórum í afmæli í skólanum hjá bróðir mínum og svo fórum við upp í borgó og fengum að gera allt klikkað þar....held reyndar að það verði nú aðeins að fara að taka til í þessari hegðun okkar!!!! EN HVAÐ VEIT ÉG....

Í gær var Lúkas Ingi Rúnarsson skírður, Innilega til hamingju með daginn. Þú varst eins og engill. Og einnig voru bræður þínir það líka. Mamma og pabbi ykkar eru alveg rosa rík að eiga ykkur.. Ég vona að dagurinn hafi verið yndislegur og góður (þú skiptir bara gallanum ef þú heldur að þú notir hann ekki)....

Svo kom litli pjakkur heim og allir fóru að sofa....og stein sváfu fram til morguns þarf til að mamma þufti að fara til læknis......sem var ekki gaman því að núna þurfum við að hanga í borginni í viku í eftirliti.... BUT THAT´S LIVE.....DON´T WORRY BE HAPPY.....

fimmtudagur, september 13, 2007

Mikið að gera....

Komin í stóru borgina...okey hún er stór fyrir mér! Og það er allt búið að breytast, sem sagt plönin. Egill Orri kemur ekki til okkar heldur fer ég suður til pabba (ég sem sagt fékk að velja og auðvitað valdi ég pabba minn!). Svo í gær fékk ég óvænta heimsókn í leikskólan en þá kom pabbi að sækja mig, ekkert smá gaman. Pabbi var eitthvað vinna í bíóinu hérna á Akureyri og ég fékk að fara með honum þangað og leika mér og gera allt vitlaust. hehehe

Svo þegar Hilmar sótti mig kl 8 þá var ég nú ansi þreyttur ég borðaði og fór svo upp í sófa og sagðist ætla horfa á Simpsons en ég náði því nú ekki, ég náði bara upp í sófa. Það tók mig sem sagt bara eitt augnarblik að sofna ég var svo þreyttur eftir daginn!

















Þessi mynd er frá því að ég var
lasinn um daginn!

mánudagur, september 10, 2007

1 dagur í viðbót

Það er svo gaman í sveitinni að við ætlum að vera þangað til á morgun. Sem mér leiðist nú ekki. Ég er búin að fara með Úlla afa á traktornum og gá hvort allt sé í lagi með kindurnar og svo fórum við út á Melar til að hjálpa þeim að smala smá ...... Á meðan þurfti mamma að vera heima að læra og taka eitt próf!!!
Það er búið að vera svo mikið af fólki hérna um helgina að ég gat varla talið það....en það var rosa gaman. Mig minnir að það hafi verið svona 25 manns og allir í heimsókn hjá ömmu Oddný og afa Úlla.. Váaaaaaaaaaaa hvað þau eru vinsæl. En í dag eru það bara við heimilsfólkið og það er bara mjög gott.
Heyrumst á morgun þegar ég er komin heim í borgina.....okey næstum því stóru borgina...Akureyri.

AFI(maggi) ..... ekki gleyma að kaupa bíl handa mér í Krít..

ps. Vitið þið hvað Egill bróðir kemur næstu helgi..það á eftir að vera rosa fjör..!

sunnudagur, september 09, 2007

Hvað ætlar þú ekki að vera..

Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?

Bíó maður eins og pabbi, bóndi, fara skóla að læra að lesa og skirfa og reikna og svo líka vera körfuboltahétja......

Váááá alt þetta já....manstu ég get allt! Svo vil ég líka vera góður eins og Hilmar...

Réttirnar

Jæja eftir aða hafa liggið heima i viku með með mikinn hita þá fékk ég að fara í réttirnar með mömmu og Hilmari. Við fórum heim á Krossnes. Þeir sem vita ekki hvar það er mæli ég með því að þið leitið það upp..(mamma var ekki einu sinni fyrst).. Þetta tók sinn tima að koma okkur þangað en á endanum komust við og við tók okkur heil stór fjölskylda. Það var alveg yndislegt. Ég fékk að sofa hjá ömmu og afa (vildi ekki sjá að sofa í herbergiu hjá mömmu og Hilmari). Og svo strax á laguardagsmorguinin þá fórum við í leitir og smalamennsku. Reyndar fór Árni Geir frændi og og nokkkrir aðrir í leytir svo fór Hilmar og aðrir og svo fórum við. Þetta var algjört ævintýrir!!!! Fyrst var ég nú smá smeikur við þær en svo lagaðist það mjög fljót og fór bara á bak á þeim með hjálp Eyfa og Hilmars. Það má alveg segja að þetta var dagur í lífi mínu sem ég mun seint gleyma!!!

Í dag fórm við bara seint á fætur enda alltir þreyttir og svo fórum við í sund, nema að þessi laug er bara ekki neitt eðilega laug hún er bara við sjóinn sem er bara algjör perla. Eins og allur þess staður er!! Við eigum efitir að koma aftur hingað næsta haust......og næsta og næsta.

En núna ligg ég stein sofandi með ömmu Oddný upp í rúmi við vorum bæði orðn svo rosalega þreytt.....
TAKK ALLIR FYRIR YNDISLEGAN DAG....SJÁMST HRESS OG KÁT NÆST.

miðvikudagur, september 05, 2007

Hjóladagurinn mikli.......

Í morgun vaknaði ég kl. 6:58 rosa spenntur þar sem það var hjóladagur í leikskólanum. En svo gerðist það leiðlega að ég fékk mitt fyrsta astma-kast og eftir það var ég komin með smá hita þannig að mamma sagði við mig að leggjast niður og slaka aðeins á þar til að hún væri búin í fyrsta tímanum sínum, þá kæmi hún heim og myndi sjá hvernig ég væri og hvort ég gæti farið þá í leikskólan þar sem mig langði svo roslega að fara, minna má nú vera hvað ég var spenntur(fæ bara astma kast af spenningi). En þegar mamma kom heim eftir 1 1/2 þá var ég stein sofandi og með 39 stiga hita þannig að ég var ekki á leiðinni í skólan á hjóladaginn mikla.

En núna er kl. að verða 4 og mér líður miklu betur, veit reyndar að LÖGGAN ætlar að koma í heimsókn á morgun kl. 10 þannig að ég geri allt til að ná þessu úr mér hvað sem þetta er!!! Reyndar sagði Snjólaug leikskólaskólastjóri við mömmu ef ég kæmi ekki morgun hvort það væri ekki allvegana í lagi að ég kæmi kl. 10 bara til að hitta löggurnar þar sem ég er búin að bíða eftir þeim alla vikuna....Hún er svo yndisleg við mig!!

Ætla að leggja mig núna með mömmu...heyrumst bráðlega..knús Matti patti.

Bros myndir!














Ingibjörg okkar yndislega fallega og "SÖNGHÓPURINN" sæti....
(BROSSSSSSSSSSSSSSSSA) hehehe














Helga mín þetta verður allt í lagi...OKEY Sonja mín..
Og svo BROooooossa... Góðar systurnar!

þriðjudagur, september 04, 2007

Svefn.....mamma það eru óhljóð hérna

Þessa dagana gengur ekkert neitt rosalega vel að svæfa mig....Já þið eru að lesa rétt.....ég þessi engill sem fer alltaf að sofa kl. 8 er ekkert að sofna núna kl. 8 heldur bara þegar mér þóknast ef svo má orða það!
T.d í kvöld þá notaði ég allt....fyrst var það ég var hræddur svo var ég svo þyrstur svo bara langaði mig ekki fara sofa og mamma var leiðileg........en svo eftir var það vindurinn já okey ég skal alveg viðurkenna það það er búið að blása mikið á okkur núna en váááá.....Ég vissi ekki að hann hafði þennan leikaraskap í sér!!! Ég sem hélt að hann væri svo saklaus...einmitt!
Núna liggur minn upp í okkar rúmi stein sofandi og sáttur þar sem hann gat séð mig á með ég var að læra við eldhúsborðið þar sem Hilmar var ekki heima. Hann lá upp í rúmi og vældi yfir því að það væru óhljóð í húsinu....Hann var sko enga veginn sáttur og ég átti að gera allt til að koma í veg fyrir þessi óhljóð.. Sem ég og gerði!!!

Það sem maður geriri fyrir börnin sín! Góða nótt ástin mín...þú ert nú meiri kjáninn!!

mánudagur, september 03, 2007

Hvar er HILMAR????

Smá brúðargrín........















Hilmar hvað ertu að gera???
Matti minn ég held að HANN sé að leyta að sokkabandinu...sem Kristján frændi fékk!
jÁ ALVEG RÉTT ÞETTA STELPU RUGL...HEHE
úPPS Sunna frænka greip brúðarvöndinn hennar mömmu hún átti nú ekki alveg von á þvÍÍÍ!! hehe

sunnudagur, september 02, 2007

Ein en myndin....


Helena frænka og ég.....orðin smá þreyttur!

2. Mynd

Ég er flottastur!!

1 mynd

Gleði stund..........................

smá fréttir

Nýjustu frétti!!!

BRÚÐKAUP ÁRSINS!!!!!
AFI MAGGI BÚIN Í GEYSLUM, FÉKK AÐ FARA TIL KRÍT!
BRÓÐIR MINN ER BYRJAÐUR Í SKÓLA....VÁAAAA HVAÐ ÉG ER STOLLLLLLTUR AF HONUM.... INNILEGA TIL HAMINGJU EGILL ORRI...
VIÐ ERUM FLUTT Í NÝJA ÍBÚÐ....

MYNDIR Í NÆSTA PÓSTI...
MAMMA ALVEG AÐ SOFNA.....BARA EITT! Séra Hjálmar veit sko alveg hvernig á að kynna man!!!! MARTEINN WILLIMA ELVARSON SEBRAHESTUR....GEFUR HÉR MEÐ MÓÐUR SÍNA!!!! HEHEHEHEHE

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Það er svo gott að vera byrjaður aftur í leikskólanum og komin aftur í rútinu mína. En ég verð bara í viku í leikskólanum og í þessari rútinu sem allir tala um (mamma aðalalega hehe) þá fer ég aftur í frí....sem er nú reyndar ekki slæmt í þetta sinn.

Sko fyrst kemur amma Oddný og afi Úlli til okkar á morgun svo á sunnudaginn þá kemur Sonja frænka alla leið frá Afriku og verður hjá okkur þar til að við förum öll suður líklegast á þriðjudaginn..OG ÞÁ BYRJAR BALLIÐ ..... MAMMA HELDUR REYNDAR AÐ ÉG SÉ EKKI ALVEG AÐ GERA MÉR GREIN FYRIR HVAÐ ER AÐ GERAST ....EÐA JÚ ÉG VEIT AÐ ÉG Á AÐ FARA Í JAKKA FÖT OG VERA MEÐ BINDI EINS OG AFI EN AÐ MAMMA SKULI VERA GIFTA SIG....ÞAÐ ER EITTHVAÐ SKRÍTIÐ. EN ÞETTA KEMUR ALLT Í LJÓS.

Ég reyndar sagði við Heiðu leikskólakennara að ég myndi nú ekki sjá hana í næstu viku þar sem ég væri svo upptekin við að passa hana mömmu mína að hún myndi nú mæta á réttum tíma í kirkjuna!! Þannig að hann er eitthvað að spá í þessu...EN HVAÐ MUN AÐ GERA AF SÉR!!!(HUGSAR MAMMA MEÐ BROS Á VÖR)......

Jæja heyrumst um helgina...þegar amma, afi og Sonja frænka er komin....

ps. Vildi láta ykkur vita að afi Maggi er allur að hressast. Þið sem þekkið hann þið vitið hversu þrjóskur hann er að hann mun aldrei gefast upp...hehe

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Home Sweet Home

Ég er komin heim.....og vitið þið hvað ég var alveg heil 2 ár hjá pabba gamla...hehe
Heyrumst bráðlega...það er svo mikið aðgera hjá okkur...

Knús og kossar

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Mamma saknar þín.....

Smá skilaboð til Matta!

Hæ hæ Matti minn, ég veit það er alveg nóg að gera hjá þér en ég er farin sakna þín mjög mikið. Sjáumst hress og kát á miðvikudaginn.

Saknaðar kveðjur
frá móður þinni
og Hilmari........

p.s Knúsaðu Egill Orra frá okkur

þriðjudagur, júlí 31, 2007

Myndir 2










Í sveitinni (Dalvík)






Í sveitinni (Dalvík)







Egill Orri í mömmu og Hilmars
herbergi!









Ég í mínu herbergi!

Myndir 1













GAMLIR STRÁKAR!!

Egill: Hilmar hvernær ætlið þið Helga að flytja suður?
Hilmar: Ekki alveg strax
Egill: Nú??
Hilmar: Við ætlum að klára námið okkar
Egill: EN þegar þið komið suður þá getið þið búið heima hjá okkur!
Matti: NEIIII
Egill: Víst, það hafa 5 mans búið hjá okkur
Matti: það er ekki pláss fyrir mömmu....
Egill: Nú??
Matti: Sko hann pabbi minn elskar ekki lengur Mömmu....(en það er samt pláss fyrir Hilmar)
Egill: Já hann elskar núna mömmu....
Hilmar: Já strákar mínir....( hlær með sjálfum sér )

Þeir hafa þetta nú alveg á hreinu þessir strákar....

Þessir tveir gamlir kallar voru hjá okkur um helgina og það má alveg segja að þeir séu eins og gamlir kallar......að hlusta á þá er alveg kostulegt.
Það var mikið gert um helgina. Við fórum í sveitina (Auðbrekku) svo fórum við til Dalvíkur og einnig höfðum við það bara rosa kósý heima....

Reyndar á sunnudagskvöldið þegar við vorum að bíða eftir pabba og Sigrúnu þá vorum við svolítið þreytir og pirraðir gátum þess vegna ekki alveg verið sammála um (eins og oft sem áður) um hvaða mynd við ætluðum að horfa á þannig að ég fór inn í mitt herbergi að horfa á eina mynd og Egill inn í mömmu og Hilmars herbergi og horfði á aðra mynd...við erum yndislegir...FINNST YKKUR EKKI???

mánudagur, júlí 16, 2007

RRRRRRRRRRRRRRRRRRrrrrrr

Það má alveg segja að hérna á norðurlandi sé verið að hæfa "R" hjá mér... Það er reyndar alveg rosalega fyndið að hlusta á mig...

Við fórum suður um helgina þar sem Maggi afi átti afmæli 13.júlý og viti menn hann er bara orðin 70 ára.

Innilega til hamingju með afmælið elsku AFI minn...

Ég vona að þú njótir rrrisa rrrræsis rrrrottunrnar sem ég skaut fyrir þig... !!!

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Maginn minn

Matti: Hilmar veistu hvað?
Hilmar: Hvað?
Matti:Veistu hvað maginn minn var að segja?
Hilmar: Hvað var maginn þinn að segja?
Matti: Að hann væri svangur!
Hilmar: Já ég er að fara út í búð að kaupa í matinn....elda svo.
Matti: Hvað getur maginn minn fengið á meðan þú ert út í búð???

mánudagur, júlí 09, 2007

ÁFRAM KR....KA...NEI KR!!

Áfram KR, áfram KR (klapp klapp) áfram KA æji nei ég meinti áfram KR....hehe átti til með að ruglast þar sem ég var á KA vellinum en var að horfa á KR spila. Reynir hennar Láru okkar var að keppa á N1 mótinu og liðið hans var í 2 sæti....INNILEGA TIL HAMINGJU...ÞIÐ ERU LANG BESTIR...ÁFRAM KR...

NOKKRAR MYNDIR FRÁ HELGINNI:

Reynir og ég (flottir strákar)


Reynir í marki....


Reynir og ég eftir að KR vann!!


Svo fundu mamma og Lára sæta brúðarmeyjukjóla fyrir brúðkaupið....Lára tók nokkrar stellingar fyrir mömmu...sem gerist nú ekki oft!!

Lára sæta....

mánudagur, júlí 02, 2007

Egill á afmæli í dag........

Í dag á bróðir minn afmæli .......

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU BESTI STÓRIR BRÓRÐIR.




ÞINN BRÓÐIR MARTEINN WILLIAM

miðvikudagur, júní 27, 2007

Sumarmyndir

















Nokkrar myndir frá vorinu 2007. Vorihátið í leikskólanum og þegar ég byrjaði að hjóla án hjálpardekkja.
OG svo ein mynd af mömmu og Ingibjögur..











Elvar vinur minn....







Ég og Elvar vinur minn sem á heima ámóti mér....Við erum
límdir smana....en það má stundum taka okkur í sundur...
hehehe báðir mjög þrjósir..heh

þriðjudagur, júní 26, 2007

Ferðafélagar

Við mamma erum greinilega mjög lík!! hehe

Litla fjölskyldan fór sem sagt suður en og aftur um helgina. Á leiðinni suður vorum við mamma ekki alveg að þola þessa löööööööööööööngu ferð. Þegar við vorum að nálgast leiðarenda sagði ég við Hilmar: þetta er ljótur bíll og leiðilegur. Ég er búin að vera hérna í viku!!! Og mamma var bara alveg sammála mér..
Hilmar gat nú ekki annað en hlegið að okkur!!!! Og sagði bara að hann myndi senda okkur með flugi næst við værum ekki skemmtilegir ferðafélagar..hehehe

föstudagur, júní 22, 2007

Næturbrölt...

Stundum get ég verið svolítið fyndinn strákur. Sérstaklega á nóttinni!!
Í nótt þá ákveðaði ég að fara smá göngutúr og vakti mömmu og Hilmar, sagði við mömmu að ég vildi ekki sofa í mínu rúmi en hún mamma mætti alveg sofa þar. Mamma sagði við mig að við gætum ekki öll sofið í rúminu þeirra. Þá sagði ég bara: Mamma þú getur bara farið í mitt rúm og ég sef bara hérna hjá Hilmari!!
Fór svo bara upp í og stein sofnaði...geri aðrir betur! Vitið hvar mamma endaði, auðvitað í mínu rúmi....hehehe

fimmtudagur, júní 14, 2007

Sund og Leikskólinn

Í gær fórum við mamma í sund og það má alveg segja að ég hafi haldið upp fjörinu í klefanum þegar við vorum að fara heim. Það voru þrjár stelpur á sama stað og við vorum og þær hlógu og hlógu allan tíman.....af mér meðan ég var að tala við mömmu mína...ég samt tók ekkert eftir því ég var svo upptekin af sjálfum mér.

Svo í morgun þegar við fórum í leikskólan þá ákveðaði mamma að spyrja stelpurnar á deildinni hvernig gengi hjá mér þar sem ég er nú ný byrjaður á Engjarós. Jú þær eru alveg rosalega ánægðar með mig. Ég bara blómstra og rosa duglegur og góður. Reyndar kom upp eitt dæmi í fyrra dag en ég skil núna alveg hvað ég gerði rangt......sko!!!
Ég í mínu sakleysi var að úti að leika mér og þurfi að pissa en ég bara sá ekki tilgang að hlaupa hringinn þar sem við vorum hinum megin við leikskólan, ákveðaði ég að pissa bara í grasið. Eins og maður gerir í sveitinni! En það er víst ekki alveg leyfilegt á leikskólanum....úppps!! Ég sagði bara að ég og Egill bróðir hefðum gert svona um helgina og pabbi hafi sagt þetta hafi verið í lagi...hvað er hagt að segja við því???hehe
En svo skildi að þetta er bara leyfilegt í sveitinni og þegar maður er í útileigu...

laugardagur, júní 09, 2007

Nýr meðlimur

ELKSU HANNA MARÍA, RÚNAR, ALEXSANDER OG ISMALE.
INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ NYJA MEÐLIMINN
HANN ER YNDILESLEGUR.....ÞIÐ ERU SVO RÍK..
KNÚS OG KOSSAR TIL YKKAR ALLRA...

LOVES AND HUGSES
HELGA , HILMAR OG MATTI PATTI

miðvikudagur, júní 06, 2007

Veður

Ég verð nú bara að segja ykkur...það er alveg geðveikt veður hérna á Akureyri!! Í dag er t.d 19 stiga hiti og SÓL....og það er búið að vera svoleiðis alla vikuna...ekki leiðilegt. Ogggggg það á að vera svoleiðis um helgina líka! Ég mæli með því að allir komi til Akureyrar um helgina!!

Takk Matta amma, Kalli afi, Ingibjög og Elvar fyrir hlaupahjólið...knús og kossar!

GULLKORN!

Matti og Hilmar að keyra í bílnum!
Matti: Hilmar ég veit um kærustupar í leikskólanum.
Hilmar: Nú! Hver eru það?
Matti: Ég og ein stelpa.
Hilmar: jæja ...hvað heitir hún?
Matti: Ég veit það ekki....það skiptir svo sem ekki miklu máli hún er hvort sem er að fara að hætta og er að fara í Giljaskóla....
Matti: Þannig að þetta er bara búið!!

sunnudagur, júní 03, 2007

Afmælishelgi

Það sem gerðist um helgina:
Afi maggi kom í heimsókn og var alla helgina!
Ásdís, Raggi, Elvar Goði og Anna Mary komu á föstudaginn í grill og afmælisköku.....
Ég og Elvar Goði
Anna, Elvar, Ég og Afi.
Laugardaginn fór ég, Hilmar og afi í Skagafjörðinn til Kristjáns bónda...

Ég í sveitinni...
Í dag var smá pylsuveisla...Benni og co. komu, Kristín frænka og co. komu einnig. Og ekki má gleyma Bylgju minni...Takk fyrir skyrtertuna...hún var geðveik.


Kristín frænka, Ég og Davíð Orri
Svo vil ég þakka öllum fyrir pakkana sem ég fékk.....knús og kossar!


Góða nótt!

p.s Til hamingju með daginn Ásdís okkar..02.júni...knús og kossar.

miðvikudagur, maí 30, 2007

Útskrift 25.05.2007

Matta amma og útskriftarstelpan okkar Ingibjörg


ELSKU INGIBJÖG OKKAR
INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ÚTSKRIFTINA ÞÍNA..
VIÐ ERUM ALVEG ROSALEGA STOLLT AF ÞÉR...

SÖKNUM ÞÍN MJÖG MIKIÐ
ÁFRMA INGIBJÖG...



KNÚS MATTI PATTI, HELGA OG HILMAR

Afmæli


Komin heim eftir gott frí með pabba of fjölskyldu. Það var rosa gaman eins og alltaf. Mömmu bara brá þegar hún sá mig, ég er orðin svo stór og ljóshærður að hún var nú ekki bara viss hvort þetta var ég eða einhver annar.....hehe.


Þessa dagana er ég bara að æfa mig fyrir næsta EUROVISON ég ætla sko að singja Eirik aftur nema á mínum forsendum...ég er rosa flottur þið ættuð bar sjá mig.


Svo styttist í það að ég verði 5 ára (ekki það í mínum huga er ég orðin 5 ára en alltaf gaman að eiga afmæli..fullt af gjöfum.) Ég er svo heppin að afi Maggi ætlar að koma til okkar og vera hjá okkur yfir helgina, váaaaaaaa hvað það verður gaman.


Bara svo þið vitið þá er öllum boðið sunnudaginn 3.júní kl.12, Klettastíg 2g...



Sendi ykkur myndir og sögur eftir helgi...Sakna ykkar mikið .... knús og kossar


Matti stóri.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Sá sanni Kóngulóstrákurinn..

Jæja gott fólk við erum öll komin heim eftir mikið flakk í bæinn og til útlanda. Ég reyndar fer eina ferð í viðbót, er að fara með pabba og fjölskyldu til Flatey. Mig hlakkar mikið til!

Mamma skrap til London með Önnu vinkonu sinni og ég held að þær hafa misst sig aðeins í verslunum..hehe en ég græddi smá á þessarri verslunnarferð þeirra..hehe

Ég til dæmis fékk rosalegan flottan SPIDER MAN búning...sjáið þið bara sjálf!!



Góða nótt...

mánudagur, maí 07, 2007

Ferðalag eftir ferðalag...

En og aftur er ég farinn suður...als ekki miskilja mig mér finnst þetta alltaf jafn gaman að fara í flugvél og hitta pabba minn, Sigrúnu mína og BESTA BRÓÐIR Í HEIMI hann Egill minn. Og meira segja pabbi flaug með mér í þetta sinn, hann var á einhverjum fundi hérna fyrir norðan.

Ég sem sagt verð núna fyrir sunnan þar til á fimmtudag og þá fer ég norður en ekki norður á Akureyri heldur á Hólmavík (reyndar lengra en það).....það mikið búið að verið að ræða þetta hvort ég sé að fara vestur eða norður..Hilmar segir alltaf norður þegar hann er að fara heim en mömmu finnst þetta vera vestur en ég held að Hilmar minn vita þetta betur en mamma þar sem mamma hefur nú aldrei verið góð í landafræði..hehe.

Ég er sem sagt að fara heimsækja mömmu og pabba Hilmars. Og vitið þið hvað??? Það á að gefa mér lamb og meira segja það svart...það er nú ekki margir sem geta sagt að þeir eigi lamb. Svo um helgina munu mamma og Hilmar koma og hitta mig.


Mamma klárar prófin sín á föstudaginn.....þetta er búið að vera langt og erfitt tímabil hjá mömmu en ég er búin að vera alveg rosalega duglur að hjálpa henni í gegnum og ekki má gleyma Hilmari..
Jæja heyrumst bráðlega.....læt ykkur vita hvernig þetta ferðalag fór hjá mér...

ps. Mamma gangi þér vel í prófunum...

sunnudagur, apríl 29, 2007

20 stiga hiti á AKUREYRI..

Viti menn þessi helgi er búin að vera alveg geðveik. Ég er bara búin að vera í stuttbuxum og úti að leika mér. Ég man nú ekki eftir því að hafa geta gert það svona snemma í Reykjavík áður en ég er allavegana rosaleg ánægður.

Mamma og ég fórum til Ásdísar á laugardaginn og gistum eina nótt. Mamma var á hótelinu að læra á meðan ég var að leika við Elvar Goða og Önnu. Málið var að mamma er að vara í 6 próf núna í næstu viku þannig að það er nóg að gera hjá henni en hún vildi endilega koma í Mývantssvetina til að skipta um umhverfi og svo að ég gæti leikið mér.
Eins og alltaf var tekið rosalega vel á móti okkur og hugsað vel um okkur. Enda er alltaf gott að koma til Ásdísar og Ragga. (alveg einstök hjón....)

Svo komum við heim í dag á Akureyri og þar var 21 stiga hiti og mamma þurfti því miður að fara að læra en ég og Hilmar fórum út í Zorro leik og svo út að hjóla...

Mér er farið að hlakka til að fara til pabba gamla og Sigrúnar... um næstu helgi, það má alveg segja að ég sé mjög heppin drengur og fullt af fólki elskar mig. ..... Hlakkar til að sjá ykkur!!

Mamma fór í foreldraviðtal í síðustu viku og viti menn ég stend mig bara mjög vel. Fóstrunar eru mjög ánægðar með mig og svo ánægðar að ég er að fara á stóru deildina..
Mér gengur svo vel að læra stafnina og er meira segja farinn að pæla í stærðfræði...(snillingur!!)

Afi Maggi kemur eftir 2 vikur þegar mamma er búin í prófum þá verður rosa gaman, hlakkar mikið til að sýna honum alla nýju vinina mína og svo er hann búin að lofa mér að fara í sund.

Jæja eins og þið heyrið þá gengur alveg rosalega vel. Ég er rosa sáttur og hlakka bara mikið til þar til nýr dagur kemur á Akureyri.

Koss og knús frá Mömmu og Hilmari... sjáumst hress bráðum....

mánudagur, apríl 16, 2007

Myndir og fréttir..

Nú erum við komin heim aftur (norður) og mér fannst mjög gaman að fara aftur í leikskólan eftir 1 1/2 viku frí. Veðrið hérna er orðið svo gott að ég er bara endalaust úti að hjóla og svo er ég búin að kynnast nýjum krökkum. Ég held að ég get sagt að þessi flutningur í íbúðina hans Hilmars (Klettastíg)voru þau bestu. Hérna get ég verið úti alveg eins og vill (þar til að mamma kallar á mig) það eru fullt af krökkum hérna á mínum aldri og svo er meira segja ein stelpa sem heitir Magnea sem er 4 að verða 5 22. júní og hún á heima hliðin á mér. Svo er það Elvar vinur minn og Guðmundur sem eiga heima í næsta húsi, sem segt fullt af vinum....

Það var nóg að gera hjá mér um helgina... Ég var svo heppin að mamma og Hilmar gáfu mér Playstation 2 og hef ég verið að leika mér smá í því. Svo á laugardeginum komu Bergvin, Anna, Ísak og Karen í heimsókn og þau gistu öll hjá okkur. Það var rosa mikið fjör á bænum. Við vorum rosalega dugleg að vera úti að leika okkur og sofnuðum öll snemma um kvöldið....en það má líka alveg segja að við vöknum snemma...(klukkan 7 ) mömmu og Hilmari til mikilar skemmtunar..... Á sunnudagskvöldið sofnaði ég mjög hratt enda mjög þreyttur eftir langa og skemmtilega helgi.

Hérna koma nokkar myndir frá því um páskana og svo af okkur 4 sofandi.....Það vantar mynd af Karen en hún svaf hjá mömmu.

Matti sæti..

Matti sæti Matti og fjarstýriðibíllinn hans sem Hilmar gaf honum.


Bergvin og Ísak

Ég og Anna...(maður byrjar snemma...hehe)