föstudagur, apríl 28, 2006

Bílinn hans afa....zzzzzz

Í dag þá sótti afi mig í leikskólan og svo mömmu hjá Heklu bílaumboðinu þar sem bílinn okkar mömmu þurfti að fara í viðgerð. Við vorum ekki komin fram hjá Nings þegar ég var sofnaður. Og ekki er það í fyrsta skiptið sem ég sofna í bílnum hans afa . Reyndar sofna ég alltaf þegar hann afi sækir mig, mömmu til mikillar undrunnar!! Því að þegar hún sækir mig þá sofna ég aldrei nema í einstökum tilfellum. Þegar við vorum komin heim gat mamma ekki vakið mig þá sagði afi látu mig um þetta ég er vanur þessu en í þetta skipti var ég bara svo rosalega þreyttur að ég ætlaði bara ekki að geta vaknað þar til að hún mamma sagði "THE MAGIC WORDS" Matti: Latibær er að byrja!!!! Ég var nú ekki lengi að vakna og koma mér út úr bílnum og upp stigana heima.

Hvað ætlar hún mamma nota þetta með Latibæ lengi, til að fá mig til að gera hluti???

Eftir Latibæ fórum við mamma út að hjóla..við fórum stóran hring um Grafarholtið. Þegar við komum heim var mamma alveg viss um að ég væri orðin þreyttur þar sem klukkan var að ganga 8 en það var komin svo mikil orka í mig að ég var ekki á leiðinni upp í rúm. Eftir að hafa leikið við afa og farið í feluleik með mömmu fórum við mamma upp í rúm og lásum bókina Palli var einn í heiminum. Þegar koma átti að segja bænirnar sagði ég bara við mömmu mína að hún skildi sjáum um að segja þær í kvöld þar sem ég væri alveg búin á því og ætlaði bara að hlusta í þetta skipti.

Góða nótt elskurnar mínar..... Hafið yndislega helgi....verð í bandi eftir helgi þar sem ég verð hjá pabba um helgina!

Engin ummæli: