mánudagur, júlí 28, 2008

Já sæll !!

Mamma og Hilmar hlógu mikið af okkur strákunum um helgina....við skiptumst á því að vera gamlir karlar þegar við tuðum og tuðum um ekkert yfir í því að vera hálfgerðir unglingar....

Flottustu orðin í dag:
JÁ SÆLL!!
ERTU AÐ BÖGGA MIG??
HÆTTU AÐ BÖGGA MIG MAÐUR
ER EKKI ALLT Í LAGI MAÐUR
RÓLEGUR GAUR

og svo voru reyndar 2 önnur blótsorð notuð sem mamma var nú als ekki sátt við!
S...
F...

Það var reyndar svolítið fyndið þegar við strákarnir (Egill, Matti og Bergvin) voru að spila fótbolta í Auðbrekku og Ísak Óli sat og horfði á....og Egill var í marki og lét þessi tvö orð falla mjög skemmtilega og Ísak Óli sat þar og hermdi eftir þeim eins og þau voru geðveik flott orð...

Eftir að við vorum búin að skemmta okkur svo innilega í Auðbrekku bæði föstudag og laugardag fórum við í sitt hvorra áttina á sunnudeginum. Egill Orri fór á Mývatn til Ásdísar og Ragga en ég var svo heppin að Kristján koma og sótti mig, Egill ANDRA og Söndru á Brú og fór með okkur til Ömmu Oddný og Úlla afa á Krossnes :)
Svo kemur Hilmar á miðvikudaginn til mín með fullt af fólki og mamma kemur alein á föstudeginum þar sem hún þarf að vinna!! Já sæll hvað verður gaman hjá okkur um Verslunnarmannahelgina!!

Jæja heyrumst fljótlega.....

en eitt í viðbót........................mjög mikilvægt...ALLIR SEM EIGA M0GGAN Í DAG EIGA AÐ SKOÐA HANN. ÞAR ER HEIL SÍÐA UM ÖMMU ODDNÝ OG ÁRNESHREPP!!

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Norður

Við fjölskyldan og Egill Orri ætlum norður á morgun og vera yfir helgian....það verður æðislegt enda er spáð bongó blíðu..... Heyrumst fljótlega... :)

þriðjudagur, júlí 22, 2008

4 dagar

Það eru fjórir dagar þar til að ég sé hana móðir mín....Mig hlakkar ekkert smá til...(held reyndar að henni hlakkar meira til)....Hún ætlar að taka mig og Egill Orra norður. Við erum svo heppin að við munum flugja á föstudagkvöldið.....þá verður smá kósý kvöld svo munum við fara í sveitina og sund og bara hafa það yndislegt saman....Hilmar minn ætlar að vera duglegur að hjálpa Benna bónda!!

Heyrumst bráðlega...er núna staddur á Hótel Hamrar, svo fer í óvissu ferð með ömmu og afa....

Afmælisbarn dagsins (22.07.2008) Er Villi afi.....Hafðu alveg yndislegan dag og sjáumst hress og kátir á morgun....

Knús Matti...

mánudagur, júlí 21, 2008

Þreyttir strákar og sætir strákar!


Sigrún sendi mömmu þessa myndi......
....smá þreyttir og sætir!!










föstudagur, júlí 18, 2008

Hæ hæ

Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég hef bara engan tíma til að vera hjá mömmu og Hilmari....

Búin að vera meira og minna hjá pabba og hafa það mjög gott þar. En ég veit að mömmu finnst þetta svolítið mikið flakk á mér og langar bara hafa mig. En þar sem ég er nú að fara í skóla í haust á Akureyri þá mun ég koma aðeins minna suður en hef gert hingað til... (mamma mín veður bara bíða aðeins lengur....vera smá þolimóð...við förum heim eftir ca. 4 vikur....).

Heyrumst fljótlega....

sunnudagur, júlí 13, 2008

AFI MAGGI.....afmælisbarn dagsins

Mamma, AFMÆLISBARNI OG Sonja frænka...
Ein góð og gömul...(Sonja ekki skamma mömmu,ég vildi þessa mynd ....ekki hún)...


Innilega til hamginju elsku bestu afi í heimi. Ég vona að þú eigir eftir að eiga alveg einstakan dag.....fyrir súkklaðið!! Ég held að mamma hafi komist að því en hún hefur ekkert sagt ... thí thí

föstudagur, júlí 11, 2008

Kósý kvöld

Kósý kvöld: Matti, Egill Orri og Mamma +.....

Egill: Hvenær komum við heim
Helga: bara eftir að ná í pítzuna....
Matti: Ekki málið maður
Egill: Matti ég segi þetta bara
Matti: Hvað
Egill MAÐUR!!
Matti: Nei
Helga: Strákar....ætlið þið að fara í mínus???
Egill: Matti hættu ég vil ekki fá -
Matti: þetta er bara bara mamma
Egill: mér er alveg samam hún gaf okkur 10 áðan!!!
Egill: og ég vil ekki fá - mínus fyrir að rífast við þig....(nota beni...helga þolir ekki þegar fólk rífist...thí thí)
Matti: allt í lagi....ég veit....enda er þetta mamma mín....

Helga: Þið eru snillingar!!
Egill: Ég veit það. Mamma mín segir mér það mjög oft!!

Svart og hvít

Mamma hló mikið í gær þegar hún fékk okkur bræðurnar eftir fótboltanámskeiðið hjá Fylkir (ekki áfram FYLKIR áfram KR eða FRAM)...okey jú líka smá áfram FYLKIR.
í fyrstu vildi Egill Orri ekki fara með okkur en þegar pabbi sagði við hann að Helga myndi örugglega kaupa fyrir okkur ÍS og fótboltamiða þá kom Egill rólega út úr bílnum.

Þá lögðum við á stað í leit af þessum yndislegum fótboltamiðum...(held reyndar að mamma hafa verið orðin svolítið þreytt á okkur....áttum rosalega erfitt með að vera sammála....NOTA BENE það er ekkert nýtt). En eftir mikla leit fann mamma þá á N1 upp í Árbæ og þegar Egill fékk miðana þá vildi hann bara strax heim ég var nú ekki alveg sammála því en Egill stóð á sínu. Þannig eftir að hafa keyrt um allan bæ og ég meina allan bæ fór Egill heim eitthvað ósáttur og leiður en við mamma fórum í kringluna og keyptum í matinn og fórum svo heim og lékum okkur aðeins og fórum svo að sofa....

Við buðum Egill Orra að koma til okkar í kvöld og hafa kósý kvöld með okkur þannig að það kemur í ljós hvernig það fer...

Heyrumst...

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Ég er komin heim

Ég var svo glaður að sjá hana mömmu mína.....ég hljóp til hennar þar sem hún sat í sætinu sínu í vinunni og var reyndar að tala við einhverja konu en mér var nú alveg sama með það. Svo þegar konan fór knúsaði mamma mig og kissti þar til að ég sagði: mamma nú er komið nóg þú eyðileggur málinguna á mér....(fékk sem sagt andlitsmálingu í gær á fótboltanámskeiðinu)..

Svo þegar við komim heim fór ég hjálpa Hilmari mínum og Árna mínum að taka ruslið úr bílskúrnum og sá um að telja allar dósirnar sem Árni er búin að vera duglegur að safna. Svo fórum við strákarnir til Sorpu og létum þetta allt flakka.. :)

Þegar við komum svo heim hafði mamma gamla bara steinsofnað í sófanum inn í stofu... thí htí.... mér fannst það mjög fyndið og gerði mikið grín að mömmu. Mamma fór svo bara upp í rúm og hélt áfram að sofa....En áftur á móti fór í nýja baðið sem Hilmar og Árni voru búinir að gera og var þar í heilan klukkutíma...fór svo upp í rúm og steinsofnaði....Var sofnaður kl. 9:30
Enda var ég ekkert smá hress í morgun...Söng fyrir mömmu og var mjög duglegur að koma henni af stað.... :)

Heyrumst fljótlega...Eitt en ..... Innilega til hamingju með daginn í gær Rob frændi...

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Svefnreglur

Pabbi og Sigrún eru alveg að gefast upp á okkur bræðrum....erum ekki alltaf rosalega duglegir að fara sofa á kvöldin...og hvað með þá að vakna á morgnana....
Þannig í vikunni settu þau reglur um hvenær við ættum að fara sofa og að "ÉG" ætti að sofa í mínu rúmi en ekki hjá þeim....Ég held að þetta sé að takast hjá þeim......Svo segir pabbi allavegna við mömmu.....
Nú vonar bara mamma þegar ég kem til hennar á morgun að ég verði eins duglegur og fer að sofa eins og vanalega þegar ég er hjá mömmu og Hilmari.....Læt ykkur vita þegar nær dregur helgini hvernig svefninn minn gengur...

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Hann á afmæli í dag hann á afmæli í dag...

Hann bróðir minn á afmæli í dag hann er orðin 7 ára....

Innilega kveðjur frá okkur öllum...Mömmu, Hilmari og auðvitað mér!!

Knús þinn bróðir Matti

þriðjudagur, júlí 01, 2008

KOMIN HEIM...OG NÓG AÐ GERA

Fyrst og fremst það var æðislegt hjá mér úti skemmti mér konuglega enda í góðum höndum!

Er á leikjanámskeiði hjá TBR þessa dagana og mér líður bara mjög vel þar...reyndar er ofnæmið að trufla mig smá núna...það má alveg rigna smá. (BARA ROSALEGA MIKIÐ Í 1 DAG SVO BÚIÐ...HEHE).

Var rosalega duglegur í gær fór með vini mínum Louis sem ég er búin að kynnast í Bólstaðarhlíðinni alla leið niður á Ruaðarárstíg (Endanum á Klambratúni) það er bretta pallur þar!!!! Haldið þið að mamma og Hilmar höfðu verið ánægð?? Ég reyndar komst mjög fljótt að því þegar þau voru búin að leita af mér í smá tíma og Hilmar var búin að segja nei við okkur að við mættu ekki fara þangað! ÚPPPPPS (ég skammaðist mín svolítið mikið!) Enda mamma í smá sjokkkkkkkkkkki!!
En ég held að ég hafi lært af þessu..(vonandi)!

Svo á hann yndislegi bróðir minn afmæli á morgun 02.07.2008 og verður hann 7 ára! Ætli við gerum ekki eitthvað skemmtilegt í tilefni af því....Svo ætlum við bræðurnir að skella okkur á fótboltanámskeið hjá FYLKIR (já já ég veit....að KR og FRAM eru best!!) maður þarf bara bara stundum að fórna sér.... thí thí...

Og svo aðalatriðið....ég er loksins fluttur í Bólstaðarhlíðina...(bara í sumar)... baðið loksins tilbúið... HONUM HILMARI MÍNUM TÓKST ÞETTA OG EKKI MÁ GLEYMA ÁRNA FRÆNDA....þeir eru flottastir og Gummi og Brandur... og jú Geiri og svo auðvitað píparinn!!