miðvikudagur, júlí 26, 2006

Hver vill passa mig næst???

Það sem ég er búin að vera gera frá því 13.07.2006:

* Komin til mömmu eftir að vera í fríi hjá pabba gamla.
* Passa kisurnar hennar Önnu vinkonu mömmu
* Fór á vorhátíð í Hafnarfirði með Kristínu Söru og Sigrúnu mömmu hennar (Forest Gump heiti ég...thí thí)
* Fór í útileigu með þeim líka í Húsafell í eina nótt....rosa gaman
* Fór í afmæli til VILLA afa....TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN.
* Svo fórum við Egill bróðir og mamma í bíó að sjá "OVER THE HEDGE" það var rosa gaman hjá okkur. Fórum svo heim aðeins til Önnu vinkonu mömmu að leika við kisurnar...
* Svo fór ég til MÖTTU ömmu því hún ætlaði að passa mig í 2 daga þar sem mamma gamla þurfti að vinna. Við fórum upp í bústað og ég einnig lék mér við Auðun og Arnór.
* Svo í dag þá er hann afi MAGGI að passa mig og vitið hvað??? Hann tók mig í hádegismat á HÓTEL SÖGU þar hitti ég alla gömlu kallana... svo fórum við í sund og svo bara heim að bíða eftir mamma sé búin að vinna.

Það má segja að það sé búið að vera mikið að gera hjá mér þessa síðustu daga, vonandi fer þetta nú allt að róast hjá mér þegar mamma fer í frí. Reyndar þá förum við að undirbúa flutning okkar norður. Mér er farið hlakka mikið til en held reyndar að mömmu kvíði smá fyrir...en þetta verður bara ævintýri hjá okkur...

Heyrumst bráðlega...

Engin ummæli: