þriðjudagur, mars 21, 2006

Föstudagur......en og aftuR! GAMAN GAMAN

Ég og mamma fengum rosa gott kósý kvöld þar sem pabbi var að mála á full. Það var ekki á verri endandum eins og vananalega. Við fengum okkur gott að borða borðum, poppuðum og fengum okkur smá coke lite...(bara smá ekki segja neinum) thí thí.
Og svo einsa vanalega fékk ég að kveikja á ljósinu hennar ömmu Tobbu og svo settumst við, við sjónvarpið og horfðum á Latibæ og smá á IDOLIÐ....þar til að ég gafs upp og sagði við mömmu mína, ég bíð eftir þér upp í rúmi ég svo rosalega þreyttur eftir langan dag!

Mamm mín reyndar í fyrsata skiptið beið og horfði á kosningarnar og sjá hver var kosin út en hún var nú reyndar ekki alveg sátt og sagði við mig í morgun eftir (laugardagsmorguninn að Alexander hafi verið kosinn út) sem var ekki gott.....Snorri átti að dett út. Að okkar mati. En svona er þetta líf.

Á laugadeginum fórum við til ömmu Möttu og vorum þar í smá tíma svo fórum að ná í bílinn fyrir Magga afa sem hann á að hafa þar til að nýi bílinn hans kemur frá tískalandi... ROSA flotur, hann er svona eldbíll eins og ég á......( ég held það allavegana.)
Svo þegar heima var komið þá fórum við mamma að mála "VELKOMIN HEIM AFI/PABBI" þar hann er koma heim frá Africu á þriðjudaginn 21.03.2006 sem er nú bara gaman.....ég er líka búin að sakana hanns mjög mikið.....

Sunnudagurinn fór í það að fara í bíltúr upp í bústað til að athuga hvort að hann væri nú í lagi, en ég var nú ekki alveg sammála henni móður minn um að bara að kíkja ég vildi vera það í allan dag og gista......það er bara svo gamana að fara upp í bústað. En þegar við vorum komin þá fékk ég að fara í heita pottinn og var þar í rúman klukkutíma og ég talaði og talaði við besta vin minn og viti menn sá eini er EGILL ORRI. Það er eins gott að þú farir nú að koma heim! Við söknum þín mjög mikið....

þriðjudagur, mars 14, 2006

Víka í Magga afa.

Í dag er vika í Magga afa....(er að koma loksins frá Sunni South Africa

Í morgun vaknaði ég svo hress sem er reyndar mjög ólíkt mér(ég er svolítið líkur pabba mínum sem tekur smá tima að vakna á morgnanna).....hvað með það! Ég fór til mömmu minnar sem lá ennþá þar sem klukkan var ekki búin að hingja og kissti hana á nefið og sagði "góðan daginn mamma mín það er kominn nýr dagur" Mamma snéri sér við og horfði á mig eins ég vær frá Mars eða Venus þar sem hún væri ekki alveg viss hvort hún væri ennþá sofandi. En viti menn ég var bara í svo góðu skapi. (sem gerist líka). Svo fórum við mamma snemma á leikskólan og mamma var með mér smástund sem gerist ekki oft þar sem hún þarf oft að hlaupa í vinunna þar sem við erum á stíðustu stundu á morgnanna en í dag öfðum við góðan tíma. Mamma fékk allar sögurnar sem eru í gangi í leikskólanum. Þar að meðal með mig og Lenu Dís (Kærustuna mín). Svo þegar morgun maturinn var búinn þá fór hún mamma og allir knúsuðu hanna og sögðu að hún væri flottasta VISA mamma í heimi! ( en ég lét nú alla vita að ég ætti hana)...

sunnudagur, mars 12, 2006

Pabba strákur

Í gær morgun vöknuðum við rosa hress og fórum út að leika þar sem það var búið að snjóa rosa mikið. Við vorum alveg úti í 1 1/2. Þegar við komum inn kl. ca.11 þá sagði ég bara við hana móðir mína veistu það mamma mín mig langar bara fara núna til hans pabba!

Mamma: Matti minn þú ferð til hann á eftir
Matti: Ég vil fara núna
Mamma: Enga æsing ástin mín
Matti: Hringdu í hann núna!
Mamma: Nei, hringdu þú bara sjálfur!
Matti: Allt í lagi....(smá þögn)
Matti: Ég kann það ekki þú verður að hjálpa mér.....gerðu það elsku besta mamma mín!!
Mamma: Er svona leiðilegt að vera hjá mömmu?
Matti: Nei als ekki. Kósý kvöldið er bara búið núna þannig að ég get farið til pabba!
Mamma: Þú ert alveg kostulegur!
Matti: Ég veit það enda elskar þú mig svo rosalega mikið ( og brosir).

KÓSÝ KVÖLD

Föstudags-kvöldið okkar mömmu er alltaf rosa kósý. Við byrjum á því að leika okkur í Lego svo var pöntuð pizza (við skulum gefa henni móður minni smá heiður, hún bakar líkar stundum pizzur var ekki alveg í stuði í kvöld). Svo þegar við vorum að bíða eftir pizzunni þá fór ég í sturtu og í náttfötin mín, ég var ný búin að klára að klæða mig í þau þegar pizza-man kom og ég fékk að borga honum og fékk til baka afgang sem fór í baukinn minn.
Svo sátum við mamma við borðstofuborðið með kertaljós og fegnum okkur gómsæta pizzu í boði Dominos!!!
Ekki leið á löngu að Latibær byrjaði og við komum okkur fyrir inn í stofu og sátum þar og skemmtum okkur konuglega. Eftir Latabæ skipti mamma um stöð og ætlaði að horfa á IDOLIÐ og ég átti nú að fara upp í rúm en ég var nú bara ekki á sama máli þannig að ég fékk að horfa á lögin. Svo steinsofnuðum við bæði í stólnum hans afa gamla.
(en áður en ég sofnaði þá var ég alveg búin að gefa skoðun mín um hver ætti að detta út og viti menn það var hann INGÓ)......ég leyni á mér...HAHAHHA

Pabbi komin heim!

Það var mikil gleði þegar hann pabbi minn kom heim. Hann sótt mig á leikskólanum á þriðjudeginum og ég hafði nú bara eigilega engan áhuga (okkar á milli) að fara til hennar mömmu minnar þar til á föstudaginn þegar KÓSÝ kvöldið okkar var. (þá veit ég að ég fæ alltaf eitthvað gott hjá henni mömmu gömlu eins ég kalla hanna þessa daga).

Þegar pabbi minn kom með mig til mömmu á föstudeginum þá segir mamma við mig hvernig hafi nú verið í leikskólanum og viti menn ég svaraði bara jákvætt eftir langan tíma. Mömmu minnar til mikillar gleði. En það var líka mjög góð ástæða og hún er sú að ég er komin með..................2 já 2 kærustur og allir krakkarnir vildu leika við mig ekki eins og fyrir viku síðan þegar ég átti enga kærustu og enginn vildi leika við mig! (erfitt að vera 4 ára)! Skildi nú ekki alveg hvers vegna mamma og pabbi hlógu svona mikið en það var gamana að sjá þau hlæja!!!

þriðjudagur, mars 07, 2006

Fyrsta tannlæknaferðin!

Jæja fólk ég fór í mín fyrstu tannlæknaferð í morgun og viti menn ég var alveg rosalega duglegur ef ég segi nú bara sjálfur frá :-)
(Bara milli mín og ykkar þá held ég að hún mamma mín hafi verið stressaðari en ég usss ekki segj henni þið vitið hversu sár hún getur verið...hehe). En nóg með Tóti tönn (tannlæknirinn minn) var bara mjög ánægður með tennnurnar mínar eina sem hann var ekki sáttur við var að ég hefði notað snuðið of lengi en hann sagði reyndar að það myndi lagast þegar ég fengi stór tennurnar mínar. Ég var svo duglegur að ég fékk stór verðlaun og ekki bara eitt heldur tvö. Dömurnar í afgreiðslunni þeir alveg elskuðu mig (hvað ég sagt ég bara svo mikill sjarmör!!!).

Fór svo í leikskólan og sagði öllum frá hvað ég hefði verið duglegur og að hann pabbi minn væri að koma að sækja mig í dag (loksins, hann er búin að ver í USA í2 vikur).....Þannig að við getum sagt að þessi dagur byrjaði vel og endar vel eins allir dagar eiga gera. Takk fyrir allt love you all.

Sunnudags kvöld!

Háttartími:

Matti: mamma mig langar ekki í leikskólan
Mamma: Nú??? Síðan hvenær?
Matti: það vill enginn leika við mig. Það eru allir svo leiðilegir við mig......og......ég á enga kærustu!
Mamma: Matti minn það er allt í lagi þú átt mig!
Matti: Já en það er bara ekki nóg.
Mamma: Ég á heldur engan kærasta en ég á þig og þú átt mig er það ekki bara nóg?
Matti: NEI.

Þar hafið þið það....Minn fór svo bara á hina hliðina og fór að sofa í ástarsorg..

mánudagur, mars 06, 2006

Helgin

Jæja gott fólk ég og móðir mín fór norður um helgina. Við skelltum okkur á Mývatn til Ásdísar og Ragga og ekki má gleyma Elvar Goða og Önnu Mary. Það var mikill fagnaður fundur hjá mér og Elvar Goða þegar þau komu og sóttu okkur upp á völl á föstudeginum. Svo brunuðum við beint upp í sveitina (Mývatn). Þar eldaði mamma pizzu og við lékum okkur og horðum á Latibæ og lékum okkur svo meira þar til klukkan var orðin 12 já 12......
Á laugardagsmorguninn vörum við öll vöknum fyrir 9. Ásdís þurfti að vinna smá þannig að við strákarnir fórum út að leika okkur í snjónum í 1 1/2 tíma en þá var okku orðið svolítið kallt. Mamma ætlaði að leggja sig því að hún var komin með eitthvern hausverk (ekkert nýtt) en þá kom Ásdís heim í því og dróg hana í 7 km gögnum í yndislegu veðri. ( TAKK ÁSDÍS FYRIR AÐ VERA SVONA ÁKVEÐIN : -) Eftir allt þetta fórum við öll í lónið á Mývatnið það var bara geðveikt að geta slakað á svona. Komum svo heim og borðuðum góðan mat og allir sofnaðiðr kl. 10!!!
Á sunnudegin þá fóru allir í snjósleðaferð nema mamma þar sem hún fékk mígreniskast. En ég fékk fara og það vara bara geðveikt.....Núna vil ég vara sjósleða....!

Jæja gott fólk takk fyrir yndislega helgi...sjáumst bráðlega.....kossar og knús Marteinn