Frá því síðast að mamma skrifaði ....hef ég farið suður að hitta pabba og Egill bróðir. Í sömu ferð var ég svo rosaleg heppin að hitta Jón frænda minn (bróður hennar ömmu Tobbu). Við frændur höfum aldrei hist þannig að þessi heimsókn var yndisleg og við frændur áttum góða stund saman. Enda var ég alveg til í að fara bara með honum til Ameríku og búa hjá honum...(mamma skildi mig bara mjög vel....vildi bara koma með!!).
Svo fékk ég að vera aðeins lengur í bænum hjá pabba þar sem við bræður vorum nú ekki alveg til í að skiljast eftir einn dag, flaug svo norður aftur með Jóa bónda sem mér fannst nú ekki leiðilegt.
Svo síðustu helgi var ég umkringdur kvennfólki...Fyrst koma Hanna María (vinkona mömmu) og hún gaf mér Spider man náttföt, sem ég var nú alveg að fíla mig í...Á föstudeginum kom svo Lára vinkona mömmu og þá hafði ég 3 konur til að snúast í kringum mig...ekki leiðilegt.
Á laugardagskvöldið fóru mamma og vinkonur hennar út að borða þar sem Hanna María átti afmæli og þá bættust 2 í viðbót og plús Ingbjörg barnapía...Ég var orðin svo ringlaður á öllum þessum stelpum að ég sagðist bara eiga þær allar sem kærustur nema að mamma mín væri bara mamma mín...
Um þessa helgi fór ég svo í Mývatnsveitina til Ragga og Ásdísar. Sem er nú alltaf bara eintóm gleði.... Raggi kom og sótti mig á stóra jeppanum á föstudaginn og svo kom mamma á laugardaginn og var að vinna um kvöldið og svo fórum við heim í dag (sunnudag)...Nú ligg ég steinsofandi upp í rúmi og alveg búinn eftir yndislega helgi...
2 ummæli:
Hæ Helga og Matti
Það er bara alltaf svo gaman hjá ykkur að okkur er nú bara farið að langa í heimsókn til ykkar!!!
En þangað til það gerist þá verðum við að láta okkur nægja að lesa um ykkar ævintýri á netinu.
Kær kveðja,
Hildur, Siggi, Harpa Sól og Sveinn Máni.
Já þið verið nú að fara að koma í heimsókn það er allt orðið hvít hjá okkur...Og til hamingju með nafnið Sveinn Máni.
Kv. Matti og Helga
Skrifa ummæli