mánudagur, júní 05, 2006

Hvítasunnuhelgin.

Þessa helgi fórum við mamma á Mývatn. Það var reyndar bara ákveðið með mjög stuttum fyrirvara. Málið var að hún Ásdís vinkona hringdi í mömmu á föstudagskvöldið kl. 20:10 og sagði að það væri laust 2 sæti með 21:00 fluginu....(það var allt upp bókað) mamma sagði bara okey og henti föt í tösku og mig föt, við út í bíl og brunuðum út á völl. Við vorum komin 20:54, sem sagt rétt náðum flugin! Þetta var rosa gaman, mér fannt það allavegana. (Mamma smá stressuð).
Við þurftum að bíða smá stund á Akureyri en á lokum vorum við komin á Mývatn um miðnætti. Eftir góðan svefn þá vakti Elvar Goði mig og við vorum úti allann daginn þar sem það var bara geðveikt veður. Svo fórum við öll í lónið sem sagt ég, Elvar Goði, Anna Marie, Anna Lára, Ásdís, Raggi, Antti og Marge. Þegar við vorum búin í lóninu fórum við heim og grilluðum í góða veðrinu svo fóru mamma, Ásdís, Anna Lára og Marge eitthvað út á bæjar kránna...á meðna við strákarnir höfðum það gott heima.
Sunnudagurinn var mjög afslappandi og góður. Fórum í göngur og fótbolta. Svo fórum við mamma heim með 21:00 vélinni, eftir að við vorum öll búin að borða á Greifanum á Akureyri. Þannig að það má segja að ferðin norður hafi verið ævintýraleg og skemmtileg. Enda skemmti ég mér alltaf svo rosaleg vel í sveitinni hjá honum Elvari Goða.
TAKK FYRIR OKKUR..KNÚS OG KOSSAR...
Í dag höfðum við mamma það bara rólegt sváfum til 11:30 og svo kláruðum við að sitja saman LEGO dótið mitt. Svo um 3 þá kom pabbi gamli og sótti mig þar sem ég ætla að gista þar í kvöld.

GULLKORN
Fórum í sjoppu og keyptum okkur að drekka, ég fékk Malt og mamma sóda vatn.

Mamma: Matti má ég fá sopa af Maltinu þínu?
Matti: Mamma ert þú ekki með eitthvað að drekka?
Mamma: Jú en mig langar bara í ein sopa af Maltinu þínu er það ekki lagi?
Matti: Ef þér langar í Malt farðu þá bara og keyptu þér Malt!
Mamma: Bíddu nú við...ég keypti þetta Malt og mér finnst bara allt í lagi að þú gefir mér ein sopa......
Matti: Þú getur bara drukkið það sem þú keyptir handa þér!!
Mamma: MATTI!!
Matti: Hérna þá!!! (ekki sáttur) Mamma þegar ég á næst pening þá ætla ég að kaupa Malt bara handa mér og þú mátt ekki fá sopa þá.. Er það skilið!


Engin ummæli: