miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Afmælisbarn dagsins er amma Tobba...


Fyrir 60 árum fæddist amma mín og var hún skírð Þorbjörg Möller. Ég ef reyndar aldrei hitt hana en það sem móðir mín hefur sagt mér af henni þá veit ég að hún var hún einstök og ljúf kona.
Ég veit að hefði elskað hana alveg rosaleg mikið .... einnig tala ég við hana mjög oft. Stundum held ég að hún stjórni veðrinu og finnst hún oft vera að stríða mér. Einnig held ég að ef ég findi lyftu sem fer nógu hátt upp þá gæti ég heimsókt hana, en það verður að bíða.

Elsku amma Tobba til hamingju með 60 ára afmælið þitt. Ég veit að þú ert að njóta dagsins uppi hjá Guði. Við söknum þín alveg rosalega mikið...(allavegna mamma).


þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Ótrúlegustu svör

Síðasta föstudag þá fór ég og Elvar vinur minn út að leika, sem er nú ekkert nýtt. Nema í þetta skipti þá var mamma og Hilmar búin að banna mér að fara neðar í götuna og leika mér þar. Sem ég sagðist að ég myndi nú ekki gera....(einmitt).
Eftir svona 2 tíma þá vildi mamma að Hilmar færi að athuga með mig þar sem hún var nú ekki búin að heyra í mér í smá tíma.. Og viti men Hilmar fann okkur neðar í götuni sem við máttum ekki fara. Þegar ég var spurður hvers vegna að ég hlýddi ekki þá kom bara svar strax: Hilmar ég fauk hingað...(okey það var vindur úti en hann var upp á móti!!) Hilmar hlóg svo mikið að hann stein gelymdi því að skamma mig. Ég er nú alveg ótrúlegur! Mamma spurði mig svo hvort ég ætlaði að halda mér við þessa sögu og þá sagði nú bara mamma, skiluru ekki hvað Kári er sterkur!!

Svo í nótt þá voru Hilmar og mamma ekki sofnuð og ég kom fram og sagði að ég þirfti að fá mýkri kodda. Erum við að tala um prins eða hvað.. Minn maður gekk bara inn í okkar herbergi og náði sér í nýjan og betri kodda...Skv. honum.

Mamma og Hilmar hlógu svo mikið á eftir að ég kom aftur fram og sagði að þau mætti nú alveg hafa lægra þar sem ég væri nú að reyna að sofna hér!! Afsakið hlé!!

föstudagur, nóvember 16, 2007

Spilakvöld

Við hjónin og Matti okkar fórum og keyptum spil fyrir fjölskylduna.. Það fysta sem var gert þegar komið var heim var að spila.

Þetta er allt að koma hjá mér með tapsárina...(hvar skildi ég fá hana...mömmu?? eða pabba???)

Matti: Mamma þetta er allt í lagi þótt að þú ert síðust...það er alveg í lagi að tapa...það er bara gott stundum..
Mamma: Já það er allt í lagi Matti minn......

....en svo fór illa mamma vann og minn maður var nú ekki alveg sáttur...en þetta kemur!!

ps. Takk fyrir geðveika daga maggi afi...þú ert lang bestur. OG ekki má gleyma ORA fiskibollurnar...

mánudagur, nóvember 12, 2007

Ég og Hilmar erum að baka rabbabarabæ...nammi nammi...svo ætla ég að skella mér suður eina ferðina en. En í þetta skipti er Maggi afi að bjóða mér í 2 daga.


gaman gaman.
love you

Stórt hjarta...

Helgin:
Kósý kvöld á föstudeginu....
Laugardagsköldið þá voru mamma og Hilmar að læra...gaman gaman NOTTT
Svo á sunnudeginum þá fórum við Hilmar í bíó á með mamma svaf...I wonder why....hehe
Svo þurfti Hilmar að fara upp í skóla að læra, hann þarf að skil 45 %verkefni um ég veit hvað marga dóma...shit það er erfitt að læra vera lögfræðingur...en ég Marteinn William ætla mér að vera eins og Hilmar...EN svo aftur á mót þá þegar við fór í bíó það auðvitað langaði mig að vera BÍÓ maður eins og hann pabbi minn...það skiptir ekki máli hvort að hann ætti bíóið eða ekki...Ég ætla er bara vera "THE MOVIE MAN"...... (eins og pabbi gamli)....
Mamma er að verða svolítið "abró" þar sem Hilmar þurfti að fara upp í skóla að læra í gær og var nokkuð lengi...og það eina sem Matti vildi bara Hilmar..( er hann að gleyma mér) en svo lagaðis það allt saman í nótt þegar hann kom til mín og sagði: elsku besta mamma mín viltu lúlla hjá mér ég svo hræddur....og viti menn það virkaði....ég er svo mikill SUKKKKKKKKer...hehe

Eins og þið vitið þá erum við ein stór hamingjusöm fjölskylda.....og það er svo yndislegt hvað samband okkar við Elvar og Sigrúnu gengur vel....Enda á ég líka tvær fjölskyldur, ég er svo ríkur..(TVÆR YNDISLEGAR FJÖLSKYLDUR)

Jæja gott fólk ég vona að þið hafið alveg yndislega helgi eins og ég...LOVE you ALLLLLL

ps. Takk fyrir að vera öll svo yndislega, þar af meðals Ingibjörg, Bylgja, Ásdís, Raggi og auðvitað fjölskylda okkar...
Svo má ekki gleyma vinunum í REYKJAVÍK.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Brandari

Matti: mamma má ég segja þér brandara?
Mamma: Já ástin mín, svo förum við að sofa...
Matti: allt í lagi
Matti:

"Það voru einu sinni epli og appelsína að labba...labbi labbi labbi...
Svo komu þau að vatni og eplið datt út í og þá sagði appelsínan:
fljótur fljótur skerðu þig í báta...."

Það er alveg hægt að segja að gömlu góðu fimmaura brandaranir geta ennþá látið mann hlæja... hehe

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Ég er snillingur..

Ég fór í hljóðpróf í leikskólanum (það er próf til að athuga hvernig ég mun standa mig í lestri og skilningi þegar ég verð eldri). Ég þessu prófi eru 7 stig og það er mjög eðlilegt að krakkar á mínu aldri ná ekki alveg 2 stig mjög vel......en viti menn "minn maður fór í gegnum öll 7 stigin eins og hetja".

Er ég ekki duglegur :-)