föstudagur, apríl 28, 2006

Bílinn hans afa....zzzzzz

Í dag þá sótti afi mig í leikskólan og svo mömmu hjá Heklu bílaumboðinu þar sem bílinn okkar mömmu þurfti að fara í viðgerð. Við vorum ekki komin fram hjá Nings þegar ég var sofnaður. Og ekki er það í fyrsta skiptið sem ég sofna í bílnum hans afa . Reyndar sofna ég alltaf þegar hann afi sækir mig, mömmu til mikillar undrunnar!! Því að þegar hún sækir mig þá sofna ég aldrei nema í einstökum tilfellum. Þegar við vorum komin heim gat mamma ekki vakið mig þá sagði afi látu mig um þetta ég er vanur þessu en í þetta skipti var ég bara svo rosalega þreyttur að ég ætlaði bara ekki að geta vaknað þar til að hún mamma sagði "THE MAGIC WORDS" Matti: Latibær er að byrja!!!! Ég var nú ekki lengi að vakna og koma mér út úr bílnum og upp stigana heima.

Hvað ætlar hún mamma nota þetta með Latibæ lengi, til að fá mig til að gera hluti???

Eftir Latibæ fórum við mamma út að hjóla..við fórum stóran hring um Grafarholtið. Þegar við komum heim var mamma alveg viss um að ég væri orðin þreyttur þar sem klukkan var að ganga 8 en það var komin svo mikil orka í mig að ég var ekki á leiðinni upp í rúm. Eftir að hafa leikið við afa og farið í feluleik með mömmu fórum við mamma upp í rúm og lásum bókina Palli var einn í heiminum. Þegar koma átti að segja bænirnar sagði ég bara við mömmu mína að hún skildi sjáum um að segja þær í kvöld þar sem ég væri alveg búin á því og ætlaði bara að hlusta í þetta skipti.

Góða nótt elskurnar mínar..... Hafið yndislega helgi....verð í bandi eftir helgi þar sem ég verð hjá pabba um helgina!

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Orð dagsins!!

Um helgina fékk ég að gista hjá henni Möttu ömmu þar sem hún móðir mín fór í matarboð til Önnu Maríu vinkonu sinnar. Eins og alltaf var rosaleg gaman hjá mér og ömmu.
Ég vaknaði á undan ömmu (þrátt fyrir að hafa farið seint að sofa kvöldinu áður) fór svo inn til Ingibjargar og vakti hana með smá "öskri" he he ..... bara stríða henni smá....
Svo fórum við amma út að hjóla á nýja hjólinu mínu og þegar við vorum rétt kominn inn þá kom mamma með hádegis mat handa okkur (KFC) nammi namm. Þegar við vorum að borða sagði amma við mig að ég væri nú seigur strákur og hef ég nú ekki hætt að nota þetta orð síðan.

Eins og t.d í morgun þegar mamma fór með mig í leikskólan þá sagði hún við mig rosalega ertu duglegur að klæða þig úr fötunum sjálfur, já mamma ég er svo seigur strákur!

Orð dagsins er í boði ömmu Möttu!!

fimmtudagur, apríl 20, 2006

GLEÐILEGT SUMAR!


Sjáið þið hvað hann afi Maggi gaf mér í sumargjöf!
Hann gaf mér hjól rosa flott "TREK" hjól sem hann og mamma keyptu í Erninum. Mamma gaf mér hjálminn og lásinn svo enginn gæti tekið hjólið mitt.
Í morgun þegar í fór með mömmu niður í hjólageymslu var ég alveg orðlaus ég vissi ekki alveg hvað ég átti að segja....sem gerist nú ekki oft!! hehe..
Þegar við komum upp aftur til afa hljóp ég til hans og knúsaði og lét hann alveg vita að hann væri "BESTI" afi í heimi.
Þegar ég var búin að horfa smá á barnatíman og borða morgunmat(með hjálminn á hausnum) fórum við mamma í hjólreiðartúr.

Við fórum út í bakarí og keyptum okkur eitthvað til að borða út í sólinni.
Svo stoppuðum við á róló og þar fengum við okkur smá í gogginn og ég fékk að leika mér og mamma sólaði sig í sólinni þegar hún lét sjá sig.....ef hægt er segja það!

Þetta sumar byrjar vel og vonandi verður það bara ennþá betra því lengar sem líður á það!

GLEÐLEGT SUMAR ALLIR OG NJÓTIÐ DAGSINS OG SJÁUMST HRESS OG KÁT Í SUMAR....KNÚS OG KOSSAR MATTI PATTI SEBRAHESTUR.

Mjög gott ímyndunarafl!

Þessa dagana getum við mamma aðeins sofið lengur út heldur en vanalega sem er nú rosalega gott. Og þar sem ég þarf nú ekki að vakna í stressi þá vakna ég alltaf mjög hress og kátur og mjjjjjjjjjjjjjög málglaður!
"THE STORY OF THE DAY"
Matti:Mamma! Ég og Kalli afi sáum svona "KALL"( Lego-kall sem hann fékk gefins frá Möttu ömmu og Kalla afa þegar þau komu heim frá París) í PARÍS og hann var vondur við Kalla afa.
Mamma: Nú!! Hann má það ekki.
Matti: Ég veit..Það var ekki ég sem var vondur bara "KALLINN". Veistu hvað ég gerði? Ég kom á "Eldbílnum" mínum og sprautaði eld á hann (sem sagt "KALLINN") og hann datt út í sjóinn og þá kom hákarl og skammaði hann. En svo var "KALLINN" góður aftur þannig að Maggi afi veiddi hann upp úr sjónum.
Mamma: Jaa hérna....
Matti: Já þannig að þetta var bara allti í lagi.

Eins og Þóra leikskólastjóri myndi segja: Hann Matti okkar er með "MJÖG" gott ímyndunarafl. Og mjög góður að segja sögur.

ps. Kalli afi hjálpar studum líka til!!! (hehehe)

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Bað tími!

Það er alveg hægt að segja að mér finnist gaman að leika mér í vatni. Þegar ég fæ að leika mér í sturtu þá tekur það mömmu stundum alveg 1/2 tíma að fá mig úr henni. Í kvöld tók það mömmu mína aðeins lengur en 1/2 tíma þar sem ég sagði bara við hana;
Matti: Mamma ég er bara svo ógeðslega (Silvía Nótt "góðan dag") flottur í sturtu að ég þarf að vera lengur...
Mamma: (BROSIR) Smá stund í viðbót...
Matti: Takk elsku besta mamma.
Mamma: Þú ert alveg kostulegur.
Matti: Ég veit það og brosir
Það er alveg hægt að segja það að sjálstraustið sé í lagi hjá manni!!

ps. Takk fyrir ógeðslega flotta kallinn Matta amma og Kalli afi.

Páskahelgin

Það má segja að ég hafi farið á smá "SÚKKULAÐITRIPP" um þessa páskahelgi. Ég var fyrst hjá honum pabba mínum svo fór ég til mömmu minnar á páskadag eftir að hafa borðað eitt númer 4 páskaegg og það fyrir kl. 10. Pabbi kom með mig upp í bústað og það má segja að ég hafi verið mjög "hress".
Eftir að ég var búin að leita af eggjunum sem ég og mamma vorum búin að mála fyrir nokkrum dögum þá fékk ég "PÚKA" egg í verlaun. Afi var rosa duglegur að gefa mér súkkulaði og fá sér líka. Mamma var reyndar ekki alveg nógu hress með það, þar sem hún viss hvaða afleiðingar myndu verða!!!! En honum afa mínum fannst þetta svo gaman og gott. En þegar klukkan var að fara ganga 22:00 þá var hann farin að sjá eftir öllu þessu súkkulaði en þetta endaði allt saman að lokum kl. 22:47 eftir að afi var búin að þreyta mig með miklum æfingum í anda Latibæ. Hann var sem sagt "Borgarstjórinn" og ég var "Íþróttarálfurinn". Við vonandi lærum af þessu afi fyrir næstu páskahelgi!! hehe

mánudagur, apríl 10, 2006

Ferming

Í gær fór ég í fermingaveislu hjá honum Ágústi frænda mínum. (Til hamingju með daginn Ágúst minn!) Veislan var rétt að byrja þegar fermingabarnið og frænka okkar hún Þórdís voru með smá "SHOW" sem sagt hann spilaði á bassa og frænka okkar á píanó og allir sungu undir. Nema það að ég var bara ekki alveg sáttur að vera ekki í sviðsljósinu þannig að ég fór bara upp til frænku minnar sem var að spila og sagði við hana ég vildi vera með!!!! Sem öllum fannst nú svo sætt þar sem ég var nú svo sætur og spurði svo fallega. Þannig að "SHOWIÐ" hélt áfram og með mér sem einsöngvara( svona næstum því, thí thí) . Ég söng eins og söngfugl og fermingabarnið spilaði á bassa sinn og Þórdís frænka á píanóið. (ég fékk líka að ráða síðasta laginu, sem var: Sól,sól skín á mig.)

Viti menn ég var aðal-stjarnan! (sem er nú ekkert nýtt).

ps. Mamma enga kranskaköku.......hún var ekki alveg sátt við það!! úpps!

sunnudagur, apríl 09, 2006

Helgin okkar mömmu!

Helgin hjá okkur mömmu hefur bara verið róleg og góð. Kósý kvöldið okkar var á sínum stað, nema í þetta skipti vorum við ekki bara ég og mamma heldur koma Lára vinkona hennar mömmu í heimsókn til að horfa á síðasta IDOL þáttinn. (sem fór illa, sem sagt þátturinn þar sem mamma og Láru héldu með Ínu.)
Í dag fórum við mamma í bíó að sjá ICE AGE 2, það var rosalega gaman. Ég er reyndar búina að ákveða það að fara aftur og aftur með honum pabba mínum á hana hún var svo skemmtilega. (hann líka "nennir" alltaf að fara með með mér aftur og aftur.)
Svo fórum við í göngutúr út á róló með afa, ég var nú reyndar ekki alveg sáttur yfir því hvaða leið afa vildi fara þannig að ég settist bara niður og sagði við afa minn að ég færi bara ekki neitt nema mína leið. Afa ætlaði bara ekki að gefa eftir þannig að þarna stóð hún mamma á milli okkar afa og vissi bara ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga!!! En þar sem hún hafði bara engan áhuga að taka þáttu í þessu hjá okkur afa þá fór hún bara sína leið og við enduðum með að elta hana!!!(hver segir ekki svo að konur fá alltaf að ráða öllu!!!)
Eftir göngutúrinn eldaði mamma handa okkur góðan mat og svo lituðum við í nýju litabókinni minni þar til að það var kominn tími til að fara að sofa.

Góða nótt elskurnar mínar....koss og knús

Söknuður!

Síðustu daga hef ég mikið verið að tala um hann bróður minn! Ég sakna hans alveg rosalega mikið og skil það bara ekki hvers vegna hann kemur ekki bara heim núna. Ég er líka rosalega duglegur að passa það ef að mamma er að kaupa eitthvað handa mér eða gefur mér eitthvað þá á bróður minn að fá alveg eins...! Þessi söknuður kemur sérstaklega um helgar þegar ég á að fara að sofa og er þreyttur þá lagar mig að fá hann Egill til mín, en því miður þá verði ég bara að bíða þar til í sumar.
Þórey (leikskólakennari minn) var einmitt að segja við mömmu mína í fyrrdag í foreldraviðtalinu að ég væri rosalega duglegur að minna þær á bróður minn og að hann væri besti vinur minn og að hann væri að koma bráðum heim.....og að ég saknaði hans líka alveg rosalega mikið!

Saknaðar kveðja Matti!!

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Rúmið hans afa!

Viti menn hún móðir mín fann mig ekki í morgun. Ég lá ekki hliðin á henni eins og vanalega og ekki heldur í rúminu mínu (þar sem ég á að vera skv. mömmu minni). Nei viti menn ég var búin að koma mér fyrir upp rúmi hjá honum afa mínum án þess að hann vissi einu sinni af því.
Málið var í gærkveldi þá hafði mamma sagt við mig að ég þyrfti nú að sofa í mínu rúmi þar sem ég væri nú að verða 4 ára.....( hvenær ætlar hún að gefst upp???). Ég var nú ekki alveg sáttur þannig að mamma gerði samning við mig að ég mætti sofna í hennar rúmi en svo myndi hún færa mig yfir í mitt rúm og ég ætti að vakna í mínu rúmi en ekki hennar sem ég samþakkti!! Þegar mamma var búin að færa mig og það var liðið á nóttina þá datt ég framúr og var ekki mjög sáttur!! (var reyndar mjög reiður.)
Matti: mamma: ég sagði þér það að ég myndi sofa betur í þínu rúmi!
Mamma: svona nú Matti minn þetta verður allt í lagi...
Matti: nei! Ég vissi að ég myndi detta og ég ætla núna að sofa í þínu rúmi...
Mamma: allt í lagi ástin mín...( þreytt og langði bara að fara sofa)

Og þar sem ég var búin að gera samkomulag við hana móðir mína um ég ætti ekki að vakna í hennar rúmi og ég var ekki sáttur við mitt rúm ákveðaði ég að prófa bara afa rúm!!

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Læknaheimsókn!

Það svolítið langt síðan að hún móðir mín skrifaði síðast en betra seint en aldrei! ( held reyndar að hún móðir mín nota þessa setningu einum of oft) Nóg með það ég sem sagt fór að láta skoða háls og nef kirtlana mína þar sem mikið hefur verið hvartað yfir því hvað ég hrjóti hátt og það sé ekki svefn friður á heimilinu.....veit nú ekki alveg hvað fólk er að kvarta yfir ég sef alltaf svo vel!!!
Eftir að læknirinn var búin að skoða bæði eyru,háls og nefið mitt þá sagði hann að ég væri bara stór og hraustur strákur en kirtlarnir væru nú aðeins of stórir en ættu að fara að minnka núna með aldrinum. En ef ég hætti ekki að hrjóta svona hátt og mikið í haust þá þarf ég að fara aftur til hans og þá ætlar læknirinn að taka kirtlana....gaman gaman..(eða þannig!)
Svo sagði hann bara við mömmu ef þetta er eitthvað að pirra heimilisfólkið þá getur það bara farið næsta apótek og keypt sér eyrnatappa!!! (sem mér fannst bara mjög góð lausn...hehehe)
Svo þegar við vorum að fara þá fékk ég verlaun og ekki nein smá flott verlaun!! Ég fékk SÚPER DÚPER FLOTAN BÍL.
Svo sagði ég við læknirinn takk innilega fyrir þetta var einmitt bílinn sem mig vantaði hann er SÚPER DÚPER FLOTUR!!

Annarrs var dagur bara góður. Fór svo í leikskólan og fékk að hjálpa til með að leggja á borð fyrir hádegismatinn. Maggi afi átti að sækja mig í dag sem hann og gerði eftir að gleyma því fyrst. Hann kom heim og mamma sagði við hann hvar er Marteinn og hann horfði bara á mömmu hljóp út og brunaði af stað og náði í mig. Mamma geriri ekkert annað núna en að stríða afa með þessu!
Jæja heyrumst bráðlega Sonja mín....knús og kossar.....