mánudagur, febrúar 26, 2007

Sveppi eða ég?

Ég og mamma fórum í Smáralindina í dag til að hitta Hönnu Maríu. Þegar við komum á kaffihúsið þá sá ég hann Sveppa vera ganga út. Ég hlaup að honum og sagði: Hey ég þekki þig! Þú ert í myndinni minn!! Þú ert rosa flottur! Sveppi var mjög hissa á þessu en brosti og sagði það ert þú líka....en minn svaraði bara til baka. " Já ég veit það" ÉG ER FLOTTASTUR!!

Ég held að þetta hafi nú alveg farið með hann og mömmu en þau hlógu mjög mikið!!

Mamma fann þessa mynd...þetta ég að hafa það kósý hjá pabba gamla!

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Öskudagur

Í morgun vaknaði ég kl. 6:30 til að taka mig til fyrir Öskudaginn mikla. Það reyndar gekk ekkert rosalega vel að ná mömmu framúr rúminu en á lokum fór hún á fætur og hjálpaði mér að fara í búninginn minn "Zorro".

Er ég ekki flottur? Ég tek þessu starfi mjög alvarlega....breyti meira segja um rödd og hreyfingarnar mínar verða mjög skemmtilegar skv. mömmu.

TAKK AMMA MATTA FYRIR BÚNINGINN HANN ER ROSA FLOTTUR!







sunnudagur, febrúar 18, 2007

Skoppa og Skrítla

Ég var svo heppin að Elvar Goði, Anna Mary og Ásdís komu í dag og buðu okkur mömmu í leikhús og á Greifann.
Við fórum á Skoppu og Skrítlu! Það var alveg rosaleg gaman......talaði líka alveg rosalega mikið við þær, þær eru svo skemmtilegar!
Takk innilega fyrir okkur Ásdís okkar.... Knús og kossar

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Strákur eða stelpa

Matti að tala við pabba sinn í símanum......

Pabbi: hvað ertu að gera Matti minn?
Matti: ég ætla að leika við Hilmar
Matti: manstu eftir honum?
Matti: hann er sko strákur ekki stelpa!

.......mikill hlátur í símanum og í mömmu!!

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Myndir...tölvukall!

Matti tölvukall....

Gullkorn

Matti: Mamma ég þekki borgina eins og bakið á löppuni á mér....frá Breiðholti og til baka!

Það sem þessar teiknimyndir skilja eftir er nú alveg ótrúlegt!! :D :D

mánudagur, febrúar 12, 2007

Hver giftist hverjum?

Matti: Mamma hverjum ætlar þú að giftast?
Mamma: Ég veit það ekki, hvers vegna ertu að spá í því ástin mín?
Matti: Bara!! Það eru allir að gifta sig.
Matti: Ég ætla að giftast þér.
Mamma: Ástin mín það má ekki.
Matti: NÚ!
Mamma: Þegar þú ert orðin stór strákur þá munt þú finna góða stelpu og giftast henni.
Matti: NEI. Ég ætla að giftast þér....
Matti: Ertu búin að ákveða þig núna hverjum þú ætlar að giftast.
Mamma: Nei!
Matti: Sko mamma, pabbi giftist Sigrúnu sinni og ég ætla að giftast þér!
Mamma: Má ég þá ekki giftast Hilmari?
Matti: Nei. Hann má vera hjá okkur en þú átt að giftast mér (orðin pirraður á þessu)

.......smá þögn!

Matti: Jæja mamma ertu búin að ákveða þig?
Mamma: Þér auðvitað!
Matti: Ég vissi það, enda átt þú mitt hjarta og ég þitt!!

Afmæli..

Til hamingju með daginn Bylgja okkar...
Við vonum að dagurinn hafi verið skemmtilegur...

Knús og kossar
Matti og Helga.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

AFMÆLI AFMÆLI...

Á morgun á yndislega Sylvía Lára afmæli.....



INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
ELSKU LÁRA OKKAR.
VIÐ ELSKUM ÞIG...

AFMÆLISKVEÐJA,
HELGA OG MATTI PATTI.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Óvænt ferð!

Komin suður...óvænt ferð!

Fór í klippingu á gamla staðinn okkar .....fékk hanakamb og hring í verðlaun!
Verð í viku, mamma kemur svo suður og tekur mig með heim aftur!

Allir hressir fyrir norðan....og í Reykjavíkinni...

Heyrumst!