Það er alveg ótrúlegt hvað maður er háður börnum sínum. Marteinn er búin að vera í 1 viku í Reykjavík og ég sakna hans alveg óstjórnlega mikið. Ég á vera að læra undir próf en geri ekkert annað en að skrifa jólakort og skoða gamlar myndir af honum þegar hann var lítill. Ég heyrði nú aðeins í honum á laugardaginn en það var svo mikið að gera hjá honum þar sem hann og Egill bróðir voru að skreyta. En ég náði nú smá athygli þegar ég sagði við hann að það væri búið að snjóa og snjóa hérna á Akureyri, þá var hann nú alveg til í tala við mig í smá stund en var nú fljótur að rétta bara bróður sínum símann. Ekki að það var nú alveg yndislegt að heyra líka í honum þar sem ég hef ekki heyrt í honum í langan tíma. Það var bara mjög gott að heyra að þeir bræðurnir voru glaðir og það vara nóg að gera á þeim bæ.
Það er nú ekki nema 4 dagar þar til að ég fer suður og ég get fengið að halda á Matta mínum og notið þess að eyða jólafríinu mínu með honum án stress og leiðindi. Við ætlum að gera svo margt skemmtilegt og njóta þess að jólin séu að koma.
Æja gott fólk, ætla að halda áfram að læra...heyrumst fljótlega knús og kossar frá okkur báðum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli