fimmtudagur, maí 22, 2008

KOMA HEIM........

Ég kem heim í dag!! Ekki það mig langaði bara koma heim á sunnudaginn það er svo gaman. Amma og afi eru búin að vera svo yndisleg við mig og þessi ferð er búin að vera mikið ævintýri, búin að upplifa svo rosalega mikið!

Mamma hringdi aðeins í gær og talaði eins fyrst við ömmu Oddný og svo reyndi hún að tala við mig....sem gekk nú lala það sem mér finnst svo leiðilegt að tala í síma...
Amma sagði við mömmu að ég væri að þrífa. Að mér fyndist alveg sjálfsagt að það væri hreint hjá Oddvitanum!!

Mamma: Hæ Matti minn
Matti: Hæ
Mamma: Ertu svona duglegur að hjálpa ömmu?
Matti: Já
Mamma: Ertu að þrífa!!
Matti: Já reyna það....taka mesta skítinn...
Mamma: þú ert svo duglegur......sakna þín....(síminn dó!!)

Heyrumst bráðlega....fer til pabba og co. um helgina....FLATEY!!
ps. Mamma er heppin að sjá mig ca. 12 tíma....ég held að hún og Hilmar sakni mín svolítið...

föstudagur, maí 16, 2008

Alltaf nóg að gera hjá mér!!

Eftir að hafa verið fyrir sunnan, norðan (STRANDIRNAR) og svo á Akureyri....fórum við fjölskyldan suður.

Mamma byrjuð að vinna hjá VALITOR og Hilmar minn hjá SSF (Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja)...ekkert smá langt..

Fór með afa Magga upp í bústað eina nótt og var að hjálpa honum að smíða....það má alveg segja að ég sé góður BUBBI BYGGIR...Afi kenndi mér að bora, negla og saga....Og ég stóð mig mjög vel...Svo hringdi amma Oddný og bauð mér aftur að koma í sveitina þar sem það er svo mikið að gera í sauðburðinum....Ég var nú fljótur að já því og hafði nú ekki einu sinni tíma til segja bless við afa....Svo þegar ég kom í sveitina þá var ég mest allan daginn á Melum að leika mér þar en kom svo á endanum til hennar ömmu....(og eins og alltaf hafði ég engan tíma til að tala við hana mömmu mína....)

Jæja læt ykkur vita hvernig gengur hjá mér.....
Heyrumst....

laugardagur, maí 10, 2008

Laugardagur.....

Núna liggjum við mamma upp í Rúmi og höfum það gott. Mamma eitthvað vinna í tölvunni og ég að lesa kannski meira skoða bækurnar mínar...En er að ryna segja einn og einn staf...rosa duglegur....



VIÐ ERUM ÖLL BÚIN...BÚIN AÐ ÚTSKRIFAST.. Hilmar bara eftir MS ritgerðina sína og mamma sína BS rigerð...gaman gaman..


Svo í var ég útskrifast úr leikskólanum.....og það er nú ekki leiðilegt...Þannig í haust mun ég byrja í BREKKUSKÓLA....og mér hlakkar ekkert smá mikið til.....http://www.skolatorg.is/kerfi/brekkuskoli/skoli/.....endilega skoðið skólan minn....hann er rosalega flottur....


Jæja Við mæðginin ætlum að fara sofa...svo við getum farið í sund og hjólreiðartrú....gaman gaman...


Góða nótt og sofið öll eins englar í alla nótt....


MWE




Ein gömul og góð...það fer að er nú ekki langt þangað til að ég verði 6 ára... bara minna ykkur á 1.júní 2008

fimmtudagur, maí 08, 2008

Útskriftardagur hjá öllum...mér, mömmu og Hilmari...

Jæja gott fólk þá er komið að því að ég er að útskrifast.....Á morgun er útskriftardagurinn minn hjá leikskólanum. (það eru ekki bara mamma og Hilmar sem fá að útskrifast!!!) ég líka.....Á morgun munum við fara (deildin mín) upp í KJARRNASKÓ....OG VIÐ EIGUM EFTIR AÐ HAFA ROSA GAMAN. Við meigum koma með sápukúlur með okkur og svo munum fara ýmsa leiki og hafa það gott!

Annað kvöld mun svo Ingibjörg (barnapía passa mig...sem mér finnst nú ekki leiðilegt... þar sem mamma og Hilmar ætla út að borða með vinum og skemmta sér þar sem þau eru að útskrifast.)

En fyrir útan þetta allt þá er ég búin að hafa það rosalega gott...fór suður í ca.viku og svo norður(STRANDIR) og fékk að gista í viku hjá ömmu Oddný og afa Úlla....váaaaaaaaa hvað þau eru yndisleg...TAKK AMMA OG AFI FYRIR AÐ HAFA MIG...ég skemmti mér svo rosalega vel.

Svo fer að líða á því að við fjölskyldan á Akureyri förum suður...mamma og Hilmar til að vinna og ég til að leika mér...

Hlakkar til að sjá ykkur öll
knús og kossar

ps. áður en ég fer í suður þá fer í afmæli hjá besta vini mínum Róbert Mána...mér hlakkar svo til!!!

pss. Mig langar í gírahjól í afmælisgjöf...eins og Róbert fékk......
Knús.