þriðjudagur, október 18, 2005

Flugið heim!

Hægt er að segja að ég hélt stuðinu í fluginu heim frá DK. Mér er alveg sama þótt að einhver Iron Maiden töffari flýgur stundum flugvélinni fyrir Icelandexpress því að hann er ekkert á við mig. Ég sem sagt hélt smá tónleika fyrir alla í vélinni, söng og spilaði á gítarann minn sem pabbi minn gaf mér vá hvað ég er flottur!
Það var nú gott að koma heim til hennar mömmu minnar. Mamma hafði ekki við að svara mér, það var bara mamma þetta og mamma hitt. En henni þótti það nú ekki leiðilegt.
Nú ligg ég stein sofandi upp í rúmi og dreymi um allt sem gerðist í ferðalaginu. Góða nótt!

sunnudagur, október 16, 2005

Svíþjóð

Ég er í Svíþjóð að heimsækja Egill bróðir minn. En áður en ég fór þá hafði ég nú miklar áhyggjur að mamma mín myndi vera ein svo að ég bannaði afa magga að fara upp í bústað á meðan ég væri úti og hann afi minn lofaði mér því. Ég var einngi búin að ákveða að verða flugmaður, váááá hvað ég er duglegur að skipta um skoðun en það er allt í lagi þar sem ég er svo lítill.
Ég hringdi í mömmu í gær og sagði henni að ég væri að koma eftir svona marga daga...en hún mamma mín var ekki alveg að skilja mig þar sem hún sá ekki hvað ég hélt mörgum puttum uppi. Stundum bara skilur hún mig ekki....En ég sagði svo við hana að ég saknaði hennar og ég myndi sjá hana bráðlega....mamma fór bara gráta, þessar mömmur eru svo skrítnar.
Heyri í ykkur eftir helgi, þá koma fullt af fréttum frá ferðalaginu mínu til Svíþjóðar.

fimmtudagur, október 06, 2005

Barnatími og nýji bílinn!

Það er alveg ótrúlegt hvað ég get horft mikið á barnatíman. Ég lifi mig alveg inn í hann, mamma segir stundum að ég á eftir að detta inn í sjónvarpið. En ég sagði við mömmu að það væri bara ekki hægt!

Ég og mamma vorum að kaupa nýjan bíl. Mér finnst svolitið skrítið nafn á honum, hann heitir CITROEN C4 en ekki sítróna eins og ég sagði fyrst. Hann er rosalega flottur nema það að það var ekki góð lykt í honum þegar við mamma sóttum hann. Sölumaðurinn sagði að þessi lykt væri í öllum nýjum bílum, þá spurði ég hann bara hvort að "mamma mö"(bók sem ég á sem heitir mamma mö) hafði verið í nýja bílnum okkar. Mér nefnilega fannst vera svo mikil muuu muu lykt í bílnum. Ég var reyndar ekki einn um það því að mömmu fannst vera hestalykt í bílnum.
Mamma reyndar vorkenndi sölumanninum svolítið þar sem við vorum að sitja út á bílinn, en honum fannst við bara vera voða fyndin.