sunnudagur, janúar 25, 2009

Geðveik helgi ...

......... Þetta er sko búið að vera nóg að gera hjá mér þessa daga.

Skólinn byrjar vel, duglegur að lesa og skriftin öll að koma til. Var hjá pabba og co um síðustu helgi og það var rosa gaman eins og alltaf. Og styttist núna í það að ég eignast litla systir. Vonandi næst þegar ég kem til pabbi verður hún komin í heiminn.

Byrjaður aftur að mæta í fótbolta og er alveg fíla mig í því.

Um helgina vorum við fjölskyldan í barnapíu hlutverki alla helgian. Fyrst og fremst í gær fórum við austur til Ásdísar og Ragga. Það var rosa gaman. Svo í dag komu Bergvin og Anna til okkar. Hilmar var svo góður að bjóða okkur í bíó. Svo vorum við öll að leika okkur bara inn í herbergi. Voða duglega...
Núna liggjum við öll upp í rúmi stein sofandi eftir langan dag.

Heyrumst fljótlega
knús Matti...

sunnudagur, janúar 04, 2009

Er að koma heim....

Ein af mínum "skrítnum" Jólagjöfum....Amma hvað ég gera við þessa ísskeið sem ég fékk frá " Ísgámi....Amma: ja það er nú það!!
Matti: ég veit...ég fæ mér bara morgunmat með henni... (Takk amma Soffía fyrir allar gjafirnar sem ég fékk...ég var alveg rosalega heppin...)

..... á morgun kem ég heim til mömmu minnar!!


Ég er reyndar búin að vera hjá pabba og fjölskyldu hans um áramótin. En þar sem skólinn er að byrja hjá mér þá er eins gott að koma sér heim

Jólin eru að koma (Krossnes)
Byrja að baka piparkökuhús með ömmu


Mamma og Hilmar enda með að klára....húsið....


Öll fallega fjölskyldan saman á Krossnesi um jólin...


Mig langar að þakka öllum þeim sem gafu mér allar þessar yndislegu jólagjafir... Ég var mjög heppin dregur.