sunnudagur, maí 21, 2006

"TÓM STEYPA"

Jæja gott fólk þá er þessi helgi búin og ég er búin að gera rosa mikið!
Á föstudaginn fór ég í afmæli til Reynis. Þar fékk ég að leika mér með stóru strákunum í fótbolta það var ekki leiðilegt!!!!! Svo fór við Mamma og tókum spólu (DVD). Þegar ég var búin að horfa á myndina mína þá var ég rosalega duglegur og fór beint að sofa án þess að vera með nokkuð röfl....(Ég er ekki svona duglegur núna....ég get ekki alltaf verið algjör engill!!!)
Svo á laugardeginum þá fórum við mamma í Húsdýragarðinn í boði M12....það má segja að það hafi verið svolítið mikið af fólki en við skemmtum okkur mjög vel fyrir utan hvað mér var orðið kalt. Eftir 2 tíma í kuldanum þá fórum við mamma aðeins í Smáralindina þar sem mamma "þurfti" að kaupa sér bol sem hún var búin að sjá í Oasis. Ég var svo heppinn að í Vetragarðinum í Smáralindinni voru 3 hoppukastalar sem ég fór í en eftir 7 min. sem var tíminn sem ég mátti vera var runinn upp þá vildi ég bara ekki fara þá varð mamma smá reið og þurfti að telja (1,2,3) og það endaði ekki mjög vel!!! En nóg með það.
Í dag (sunnudag) höfum við mamma bara haft það rólegt við fórum í smá bíltúr og svo vorum við bara róleg heima. Fórum reyndar út að borða á A.S. og það var rosa gott við fengum okkur bæði fisk og þar sem ég var svo duglegur að borða allann fiskinn minn fékk ég smá ís í eftirrétt.
Nú er klukkan orðin 22:00 og ég er ekki sofnaður ennþá..(sem sagt ekki alltaf jafn duglegur að fara sofa, eins fram hefur komið)...ég sagði bara við mömmu mína,

Matti: mamma þetta er bara tóm steypa að ég þufi að fara sofa þar sem það er en bjart úti!!

Hvað getur maður sagt?


Engin ummæli: