sunnudagur, desember 28, 2008

Komin suður .....

Föstudaginn síðasta kom pabbi á móti Hilmari til að ná í mig. Við sem sagt vorum á Krossnesi hjá ömmu Oddný og Úlla afa.
Við lögðum snemma á stað ég og Hilmar og eftir nokkrar holur, grjót-hrun og hálku....
Var mér nú ekki alveg farið að lítast á þetta!!

Lét líka Hilmar alveg vita það:
(framundan bara hálkublettur....mjög stór fyrir svona lítinn dreng.)
Matti: Hilmar ég vill ekki deyja ég er of ungur til að deyja!!

(Bílinn búin að hristast mikið eftir miklar holur og annað sem fylgir þessum yndislega vegi.... (frá Krossnesi og að Hólmavík)..
Matti: Hilmar! Ég vildi að pabbi eða afi Úlli væru að keyra! Hann Úlli afi er svo duglegur að keyra í snjó...

En ég komst að lokum á Hólmavík og var mjög ánægur að hitta pabba gamla....
Jólamyndir koma inn á morgun...
Knús Matti patti...

laugardagur, desember 20, 2008

Mig langar bara að ósk ykkur öllum gleðileg jól og farsælt komandi ár og vonandi mun 2009 verða ykkur alveg eins og þið óskið ykkur..... Knús og kossar mín fjölskylda...
KOMIN NORÐUR ALLT GEKK VEL... BIÐ AÐ HEILSA ÖLLUM... "PABBI ÞÚ VEÐUR BARA KOMA NÆST TIL AÐ SJÁ UM HVAÐ ÞETTA SNÝST...HEHE)...MÉR LÍÐUR ALLAVEGNA MJÖG VEL.!!


SVO LANGAR MIG AÐ ÓSKA BENNA OG FJÖLSKYLDU SAMÚÐARKVEÐJU VEGNA MÓÐUR BENN... EN HÚN FÓR TIL HIMMNA Í Á FIMMTUDAGINN. GUÐ BLESSI YKKUR ÖLL.

föstudagur, desember 19, 2008

Reykjavík

Jæja komin í Reykjavík eftir að hafa það yndislegt á Akureyri.... Og núna er ég búin að vera hjá pabba, Sigrúnu og stóra bróðir.. Svo kom ég í Bólstaðarhlíðina til að hitta ömmu og afa (frá Krossnesi)... 
Og viti menn ég ætla að fara með þeim norður á morgun. Sem verður nú ekki leiðilegt.  Þar sem amma er nú alltaf svo rosalega góð við mig og hefur alla þolimæðina í heimi... Svo má nú ekki gleyma honum afa mínum, hann er líka rosa góður við mig. 
Svo verðir ég svo heppin að Árni frændi ætlar að koma líka....
Mamma og Hilmar koma í næstu viku þar sem Hilmar þarf aðeins vinna.

Búin að vera rosalega dugleg þannig að ég hef bara alltaf fengið í skóinn og er alltaf jafn ánægður sem þeir hafa gefið mér....

Jæja heyrumst um jólin .. knús Matti patti jólasveinn...

laugardagur, desember 13, 2008

Komin í jólafrí

Jæja gott fólk ég er komin í jólafrí.....(aðeins fyrr en aðrir krakkar í bekknum).
Mamma og Hilmar eru búin í prófum þannig að við ætlum að koma okkur suður og svo á Strandirnar til ömmu og afa.....ég get ekki beðið.

Ég var reyndar svo rosalega heppin um helgina, Sigrún (vinkona hennar mömmu) og dóttir hennar Kristín Sara komu til okkar. Þeir ætla að vera hjá okkur um helgina og hafa það kósý....

Í gær fórum við í sund og svo var kósý kvöld. Ingibjörg (barnapía) kom og passaði okkur þar sem mamma, Sigrún og Ingibjörg fóru út að borða. Okkur leiddist nú ekki!

Svo í dag fór Sigrún með okkur 2 á skíði. Við vorum alveg rosalega dugleg.

Í kvöld ætlum við öll bara að hafa það kósý, spila og fá okkur eitthvað gott að borða. Á morgun fer ég svo með þeim mæðgum suður og þar mun hann pabbi minn sækja mig. Ég er nefnilega að fara á jólaball með honum og fjölsk.

Þannig að það má segja að það sé nóg að gera hjá mér!! Ég er svo rosalega heppin.

knús og heyrumst

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Amma....reddaði mömmu

Hún amma Oddný reddaði mömmu algjörlega rétt fyrir horn!

Mamma fékk sendingu í gær frá ömmu og henni voru:
Vetlingar fyrir hana
Smá kökur fyrir hana (að hún heldur)
Kaka fyrir mig og Hilmar

Svo spurði ég mömmu hvenær við ætluðum að baka...
Mamma sagði að við myndum gera það þegar hún væri búin í prófum...

Matti: ohhh en allt lagi þar sem amma sendi okkur smákökur þá sleppur þú rétt fyrir horn..

föstudagur, nóvember 21, 2008

Afmæli

Innilega til hamingju með daginn amma Tobba....
við söknum þín alveg rosalega mikið!!
Þá sérstaklega hún mamma mín....

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Nokkrar jólamyndir...











































Jólbarn ársins!!

Þrjóska...rennur í fjölskyldunni...

Ég er alveg að ganga frá mömmu minni!!!

Mamma: Matti minn komdu nú og við ætlum að klára að læra áður en þú ferð að leika þér...
Matti: æji mamma!!
Mamma: Matti minn svona er þetta bara þú ræður hvernig við förum að þessu..
Matti: OKEY það þýðir ekkert annað en þín leið....
Mamma: hahaaha
Matti: Já! Þú segir bara mín leið eða þín leið!!
Mamma: OG!
Matti: Það er alltaf bara þín leið....það er engin mín leið!
Mamma: (Bros og svo bara hlátur) hahahahhaha

Well it take´s one to know one!!

sunnudagur, nóvember 09, 2008

.....80´s myndir af Karin Thelmu og Ísak Óla

Erum við ekki flott?

Ísak Óli töffari...
Karin Thelma sætasta.


Kósý kvöld

Já við fjölskyldan höfðum góða fjölskyldu stund saman í kvöld... Mamma eldaði pizzu og svo fór ég í sturtu og náttföt og Hilmar tók sér pásu frá lærdómnum. Og svo sátum við öll saman í litla sæta sófanum okkar og horfðum á HORTON....Við skemmtum okkur alveg konuglega.

Ég mæli svo með að allir eigi góða stund með fjölskyldunni sinni allavegna 1 x í viku ef ekki oftar.

Þetta er allavegna besti tíminn okkar...

knús og góða nótt...


ps. Ég var svo heppin að gista hjá Benna bónda og Þórdísi í gærkveldi þar sem þau öll fóru á tónleika með Hvanndalsbræður....

Nokkrar myndir frá æfingu...

Mamma! Ég er flottastur....

Mitt lið ný búið að skora.....

Flotur! Ný búin að senda á markið...


miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Mamma er ....

... ekki allt í lagi? Ég er orðin svolítið þreyttur á þessu að þurfa alltaf að renna til hliðar þegar þú stoppar!! Hvenær ætlar þú að sitja nagladekkin undir bílinn ?
Mamma: ég er líka mjög þreytt á þessu Matti minn...
Matti: Já sæll! Ég er bara ekki að nenna þessu lengur mamma viltu laga þetta strax.

2 dögum síðar... dekk komin undir bílinn..

Matti: Já sæll Hilmar loksins gerðuru eitthvað í þessu....Núna getum við keyrt eins og men!

Hver er eigilega að stjórna þessu heimili við eða Matti????

mánudagur, október 27, 2008

Jæja komin í borgina aftur....og mamma er alveg að missa sig hún saknar mín svo mikið...
Ég var svo heppin þegar ég flaug suður á föstudaginn.... Það var ekki bara Ólafur Ragnar Grímsson sem flaug með mér heldur einnig Vigfús....hann er svo flottur.... Reyndar held ég að mamma og Ingibjörg hafi verið meira hrifnar en ég var..!! thí thí..
Þegar ég sá hann .... ég var að koma af klósettinu kemur hann inn og váaaaaaaaaá...Ég hlaup til mömmu og sagði mamma hann er RISI...
Svo þegar ég átti að fara í flugið....þá horfði ég bara á þessa flottu menn og ég var dofin upp fyrir haus....Stjörnur í augum og ales...thí thí

Það þarf nú ekki mikið..

knús

sunnudagur, október 19, 2008

Kósý helgi með mömmu!

Já við mamma höfðum alveg yndislega helgi. Hilmar okkar fór suður til að hjálpa ömmu Oddnýu og fjölskyldu með húsið hans langafa. (sem er látinn)....
Á föstudaginn þá kom Ingibjörg til okkar og við leigðum Iron man....(mamma var nú alveg á mörkunum að leigja hana en hún gaf eftir!!!!)....
Þar sátum við þrjú í sófanum og Matti minn í miðjunni...og það var sæng notuð ef mömmu leist ekki alveg á atriði sem ég ætti ekki sjá!!!...
Svo fórum við mæðginin bara snemma að sofa eða þannig...kl.11:30 eftir að spilað nokkur spil...(þjóf) og Hann Matti minn malaði mig algjörlega...

Á laugardeginum fór við smá bíltúr með Ingibjörgu og svo tókum við Róbert í bíó. Okkur fannst það nú ekki leiðilegt. EN þegar við komum heim og mamma var búin að fara út að hlaupa þá vorum við vinirnir búinir að fá nóg af hvor öðrum.....that´s live...
Þannig að mamma elda bara pasta fyrir mig og svo fór ég bað og svo horfðum við á Simson og svo Latibæ.....Eftir það fór ég inn í herbergi að leika mér og mamma horfði á einhverja stelpu myndir....má nú alveg segja hún var alltaf að skipta á milli stöð 1 og stöð 2 eins og vitleysingur...... Ég endaði svo hjá henni og horfði á restina á myndina How to loose a guy in 10 day´s....ég skildi ekki neitt...enda fór ég bara svo upp í rúm til mömmu og fór að sofa...

Svo í dag...vorum við mamma bara rólega fyrir hádegi þar til að hún sá til þess að ég myndi nú fara út að fá mér ferskt loft...áður en ég myndi læra... Ég fór til Matthías vinar minns og var þar frá 12 til 18 .... Mamma hans bauð mér í sund og svo fórum við vinirnir í jólahúsið....Þannig að það má alveg segja að mamma fékk að slappa af og ég skemmti mér konuglega...hehe

Jæja núna ligg ég sofandi í mínu rúmi þar sem Hilmar kom heim í kvöld....Og hlakkar bara til að mæta í skólan á morgun..

ps. Pabbi ég reyndi að hringja í þig alla helgina en enginn svaraði....Þú mátt alveg heyra í mér...

pss. Ég svo flottur að srákarnir í KA eiga engan séns í mig...!!!

fimmtudagur, október 16, 2008

Talandi um sjarmör....

... Matti: mamma má ég fá gel í hárið...
Mamma: ekki í kvöld, kannski seinna..
Matti: ekki málið bara í fyrramálið áður en ég fer í skólan.
Mamma: ????
Matti: Ég ætla líka að velja fötin mín sjálf ...
Mamma: Nú...
Matti: Svo stelpurnar horfi á mig
Mamma: Matti þú ert 6 ára.
Matti: Mamma ef ég fer í þess peysu og buxur þá munu þær taka eftir mér!!

(Elvar Vilhjálmsson....hvar skyldi hann fá þetta!! og líka svona snemma...)

þriðjudagur, október 14, 2008

Þriðjudagur...

.....löng vika þrátt fyrir bara þriðjudagur...

Ég er búin að vera smáaaaaaaaaaaaaaaaá erfiður en það er nú allt að koma! Mamma og Hilmar tóku mig svo í gegn að ég er búin að vera eins og engill!
Stundum er bara erfitt að vera til! En ég gerði mömmu minni alveg grein fyrir því í dag að við mættum ekki kaupa of mikið í NETTÓ þar sem það er kreppa og við ættum ekki mikla penninga!
(Hann meira segja bað ekkert um neitt og bað heldur ekki um að fá "skoaða bara" inn í Toys R us....ég tel mjög gott).

Ég er á fullu í fótboltanum og gengur vel, var reyndar ekki alveg sáttur við þjálfaran í dag þar sem mér fannst ég eiga rétt á vítaspirnu!! EN svona er þetta bara!!

ps. Elsku Hanna María mín Innilega til hamingju með daginn!
pss. Heyrumst bráðlega..

laugardagur, október 11, 2008

Ein enn vikan búin....

Þrátt fyrir að allir (okey flestir hafa áhyggjur af þessu yndislega þjóðfélagi okkar) hef ég engar...
Mér líður svo vel. Það gengur vel í skólanum, roalega duglegur að læra þegar ég er ekki þreyttur....Æfi fótbolta 3 í viku.
Og er mjög duglegur að fara sofa ... eins í kvöld....
Þá vengum við fullt af gestum og þegar þau fóru um ca. 11 sagði Hilmar mér að fara upp rúm og sofa þar sem það væri æfing á morgun.....Það þurfti nú ekki að segja mér það 2x ég fór upp í rúm og stein svaf....

Heyrumst...
knús hdm

mánudagur, október 06, 2008

Skólinn

Mamma: Ástin var gaman í skólanum....
Matti: Mamma þú veist það er altaf gaman...
Mamma: hvað gerðu þið?
Matti: æji það var svo margt þarf ég segja allt?
Mamma: bara 2
Matti: fótbolti og fótbolti
Mamma: en hvað lærðir þið?
Matti: Mamma það var svo margt, hvað þarf ég að nefna marga hluti?
Mamma: 2
Matti.......ummmmmmmmmmmmmmm lita, skrifa og reikna....
Mamma: Varstu duglegur....
Matti. Þarftu að spurja af því!!

sunnudagur, október 05, 2008

RVIK

Ég fór suður aðeins til pabba og co. Pabbi langaði svo að sjá mig enda er ég orðin svo stór og allt að gerast hjá mér!

Hafði yndislega helgi með pabba og co..

Kom svo til afa Magga og það var nú ekki leiðilegt! Enda sér hann ekki sólina fyrir mér...hehe

fimmtudagur, október 02, 2008

Snjórinn er kominn til Ak.

Matti: ég ætla sko í snjókast þegar ég kem upp í skóla..
Mamma: æðislegt en farðu varlega....
Matti: Mamma hvað helduru eigilega að ég sé...einhver villingur!!!

Greinilega ekki!

mánudagur, september 29, 2008

Glitnir.....

hvað er að gerast er allt að fara til fjandans.....eða hvað!!

Anna mín vertu bara dugleg að gefa v.v Glitnirs áfallahjálp og ekki gleyma að láta Robba þinn gefa þér hana til baka....Ég er rosalega stollt af þér....

Sigrún mín mundu bara að brosa og láta þessa yfirmenn og v.v ekki taka alla orkuna af þér....


Takk stelpur fyrir að vera svona yndislegar!

OG Ásdís mín ekki gleyma að það er þú sem skiptir máli ekki þessi f............ Þú, Raggi, Elvar Goði og Anna litla eru no.1
Og þú ert einstakur persónuleiki....Og þú mátt alltaf hringja hvenær sem er dag, kvöld eða nóttu til...

Myndir

Myndirnar koma bráðlega frá kvöldinu....Þær eru æðislegar...! Bara svo ég tjái mig sjálf um það!!

Rosalega er gaman að dansa

Já við hjónin skemmtum okkur svo rosalega vel á laugardagskvöldið. Það var mikið dansað og mikið talað....

Innilega til hamingju með daginn Þura okkar og takk fyrir okkur!

Í gær fékk prinsessan á heimilinu að sofa út eftir mjög góðan morgun með manninum mínum... thí thí...

Þegar strákarnir fóru í bíó tók ég mig til og breyti íbúðinni og þreif alla íbúðan frá toppi til tár...Og ekki má gleyma sameigninni líka...
Núna ligg ég upp í rúmi og er að reyna klára eina ritgerð meðan hann Hilmar minn er að elda yndislegan mat...Bara hvað þið vissuð hvað ég væri heppin að eiga svona yndislega menn í mínu lífi.....

ps. Mín er á leiðinni með Steinþóri í ræktina...Við ætlum að taka okkur á og vera rosa flott fyrir jólin... thí thí...

Hjálp

Núna leitar mamma eftir hjálp!
Þolimæðin hjá henni er alveg á þrotum....Málið er að mér finnst bara ekki gaman að læra....En ELSKA að vera í skólanum.....
Ef einhver er með ráð fyrir mömmu endilega látið hana vita...

Annars er búið að vera mjög góð helgi hjá okkur eins og þið sáuð í fyrra pósti.....Mývatn á laugard. kósý kvöld með Ingibjörgu og vitið menn við dönsuðum allt kvöldið við Mamma Mia það var nú ekki leiðilegt...
Í gær fór Hilmar með mig í bíó og skemmtum okkur konguglega....

Ég fékk fyrsta afmælisboðið mitt í dag. Einn bekkjabróðir minn á afmæli á morgun og hlakkar mig mikið til.
VIð fórum fjölskyldan áðan að kaupa litla gjöf og svo komum við heim og ég reyndi að læra sem gekk upp og niður... thí thí

laugardagur, september 27, 2008

Fjölskylduhelgin...

Í gær var ég í fríi í skólanum... það var starfsdagur!

Við fjölskyldan vöknuðum snemma þar sem Hilmar þurfti að fara í skólan en ég og mamma höfðum það bara kósý....réttara sagt lág mamma upp í rúmi en ég var inn í herbergi að leika mér ...
Svo kom Hilmar okkar heim rétt fyrir hádegi og þá var mamma búin að elda hádegismat handa okkur. Eftir að við vorum búin að ganga frá fórum við öll á Mývant.
Ég var nú ekki lengi að hlaupa til Elvars Goða og við lékum okkur allan daginn og kvöldið...
Mamma, Hilmar og Ásdís fóru í lónið og höfðu það rosa gott.
Eftir gott dekur hjá þeim eldu Ásdís og mamma pizzu handa fólkinu....(als 12 manns)...

Eftir yndislegan dag í Mývantsveit fórum við fjölskyldna heim og ég stein sofnaði á leiðinni.

Í dag leyfðum við mömmu að hvíla sig aðeins lengur þannig að við vorum bara leika okkur fram að hádegi. Svo fór ég út að leika mér í fótbolta ....
Svo hljóp ég til Ingibjargar vinkonu mömmu og plataði hana að fara með mig út í videoleigu fyrir kósý kvöldið okkar í kvöld!! (Mamma : Matti minn viltu ekki ég fari með þig...Matti: NEI þú ætlar ekki að vera með okkur! Þetta er kvöldið okkar Ingibjargar....!)
Já mamma og Hilmar eru að fara út í eitthvað DISCO partý en ég og Ingibjörg ætlum að hafa það kósý...

föstudagur, september 19, 2008

Sjálfstæður ungur piltur...

Matti: Mamma má fara til pabba?
Mamma: Viltu ekki vera eina nótt hjá mér og svo fara til pabba?
Matti: ummmm NEI
Mamma: þá verður mamma alein!
Matti: Hilmar þinn veður hjá þér...
Mamma: Hann þarf að fara aftur heim á Strandir að hjálpa bora.. kemur ekki heim fyrr en á Mánud.
Matti: Þú getur þá bara fengið bangsa lánaðann!!

******************************************************

Matti: Hilmar viltu hringja í pabba segja honum að sækja mig!
Hilmar: Hann er að vinna...þú getur farið til hans eftir vinnu!
Matti: Hilmar minn ég hef aður farið í vinunna til hans það er ekkert mál...
Hilmar: Bíðum eftir mömmu..

Matti: Mamma viltu hringja í pabba segja honum að sækja mig...
Mamma: viltu ekki fara eftir vinnu?
Matti: það er ekkert mál að fara til hans upp í vinnu
Mamma: nú
Matti: Nú já hann er alltaf í kaffi milli 10-12 og svo gerir hann ekkert nema horfa á tölvuna sína og tala í símann..
Mamma: Það er nú gott að vita....við skulum sjá...hvað hann segir!

Ég er svo fljótur að redda mér og öðrum!! og ekki nema 6 ára!

mánudagur, september 15, 2008

Sveitin

Já ég er mættur aftur í sveitina hjá ömmu og afa og það er bara ótrúlega gaman hjá mér! Við erum á fullu að smala. Og auðvitað stjórna ég þessu öllu eins og alltaf..(ég allavegna held það)...

Vildi bara láta ykkur vita að hversu gaman það væri hjá mér og svo segi ég ykkur allar sögurnar þegar ég kem heim til mömmu gömlu.

knú Matti bóndi

föstudagur, september 12, 2008

Föstudagur

Mamma: Hæ ástin mín.... vill Matti heyra í mér??
Himar: Prófum
Mamma: JÁ
Matti: Ég er að horf á VIDEO
Mamma: okey ég elska þig góða ferð
Matti: Þetta verður allt í lagi....

Fimmtudagur

Já bara venjulegur fimmtudagur......nema það voru íþróttir í skólanum sem lét mömmu og pabba ( Hilmar ) alveg vita um...

Þega mamma ætla að sækja mig í vistun kl. 2 þá var ég bara ekki tilbúin að fara!
Mamma: Matti minn ég þarf að fara suður núna og ég mun ekki sjá þig í 5 daga!!
Matti: Mamma ég er að rústa þessum leik
Mamma: Viltu ekki koma með út á völl?
Matti: Mamma mín ég elska knús og (situr stút á muninn) koss
Mamma: koss
Matti...Bíddi bara Hilmar að sækja mig og svo förum við í sveitina á morgun...

Nema þessi fimmtudagur var ekki alveg venjulegur fyrir hana....Hann Marteinn sonur minn er svo sjálfstæður að það er alveg ótrúlegt.... EN yndislegt líka...

miðvikudagur, september 10, 2008

Morgun glaður

Þetta er alveg ótrúlegt....hér vakna ég á réttum tíma...( 6:45 kannski hálftíma of snemma...fyrir mömmu og Hilmar)...En þar sem ég er tilbúin og langar að fara í skólan eru mamma og Hilmar bara að reyna láta mig sofa aðeins lengur sem ég er nú ekki sáttur við. Þannig að ég rek þau framúr og allir taka sig til og ég mætti í skólan og tilbúin fyrir daginn...

(Helga: ekki man ég eftir því að ég vaknaði bara sjálf án vekjaraklukku eða hjálp frá mömmu og pabba....einum of erfitt...)...

En nei...Minn maður finnst þeta bara svo æðislegt....

laugardagur, september 06, 2008

Fjölskylduferð

Já við fjölskyldan fórum upp í bústað með Benna, Þórdísi og co... Við fór á Illugastaðir og það var æðislegt....bara á frá því í gær er ég búin að fara í pottin 3x í mini-golf og ég vann krakkana og mamma fullornafólið...og gerði holu í hökki....(Benni var nú ekkert mjög sár bara aðeins því að hann tapaði 1000 kr.) sem ég lét nú mömmu bara alveg vita að við ættum hann saman...hehe.
Svo fórum við í fótbolt með kennara mínum einum sem er í skólanum sem var líka í einum af bústuðum þarna...
Svo vorum við öll svo heppin að það var verið að smala fyrir réttirnir sem eiga að vera á morgun.

Því miður þurftum við að fara heim þar sem Hilmar minn var orðin svo veikur.

Gullkorn....Hilmar!
Já Matti minn...
Ertu með nóg olíu?
Já alveg meiri en nóg...
Hvernig veist þú það því að ég fyllti hann áður en við fórum í gær....
En þú ert með hann í gangi núna og það kostar peninga....(mjög hagsýn drengur)...En þar sem við vorum bara að bíða aðeins eftir að nokkrar kindur færu frá þá slakaði ég aðeins á og svo stein sofnaði áður en við vorum búin að keyra í 10 min....Enda mjög þreytttttttur eftir langa og yndislega helgi..

Heyrumst bráðlega....Það er svo gott að vera hjá mömmu og Hilmari.

miðvikudagur, september 03, 2008

MAMMA!!

MAMMA ERTU EKKI AÐ KOMA....ÉG ER AÐ VERA SEINN Í SKÓLAN!!...JÁ SÆLL KOMA SVO!!

Það er stundum erfitt að vera skólastrákur

Vá hvað það var erfitt að vakna í morgun og það má alveg segja að ég hafi vaknað öfugumegin í rúminu....Þegar við komum heim í dag var allt hundleiðilegt...Svo þurfti mamma að fara upp í skóla á ókristilegum tíma kl. 19.....fjarfundur.. og eftir það var ég bara ómulegur...Vildi ekki borða, vildi bara ekki gera neitt....Enda með því ég fór í fótbolt með Hilmari í smá tíma úti og svo komum við inn og ég var sofnaður kl.21....

Matti: Hilmar veistu hvað?
Hilmar: Hvað?
Matti: Þetta er bara ömulegur dagur ég vil bara fara sofa...zzzzzzzzzzzz

Sem sagt langur og erfiður dagur.....eigum við ekki öll svoleiðis daga?

mánudagur, ágúst 25, 2008

Fyrsti skólaagurinn minn....

..............Bara svo ég segi eins og er þá brædddddddddddi ég alla....Halla umsjónarkennarinn minn spurði reyndar hvort ég væri nú ekki bara orðin 8 ára þar sem ég var svo duglegur að svara öllum spurningum fyrir mömmu og Hilmar....
Svo þegar hún spurði mig hvað langar þig mest að læra:
Matti: Ég vil bara vera betri en Egill Orri, Mamma, Hilmar, Pabbi og Sigrún....

Miklar kröfur....hehe

Svo lágum við upp í rúmi í dag....mamma hvenær ætlar þú að koma með barn í magan????
Mamma/Hilmar: horfa á hvort annað og brostum...vonandi bráðum....HVað erum við að tala um 10 ár....eða hvað??? Vonandi ekki :)


Jæja gott fólk hafið það yndislegt...í vikunni...sjáumst um helgina erum að koma suður í 30 ára afmæli og brúðkaup....knús og kossar

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

NÝR STARFSMAÐUR VALITORS

Kom í vinunna til mömmu í morgun og fékk aðeins að hjálpa henni áður en ég fór upp í bústað til afa Magga að veiða....gaman gaman...

Ég er svo flottur!!

miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Besti mömmu strákur í heimi...

.....ég er búin að vera hjá pabba í nokkra daga núna og svo kom ég heim í gær til að sækja smá föt en langaði bara að vera hjá mömmu. Mömmu fannst það nú ekki leiðilegt þar sem hún hefur alveg leyft mér að ráða hvort að ég vilji vera hjá pabba eða henni.

Við mamma fórum í langan hjólreiðitúr, hjóluðum alla leið niður laugarveginn og fór í Mál og Menningu fengum okkur kakó.....svo hjóluðum við til baka og ég söng alla leiðina. Útlendingunum til mikillar gleði enda tóku þeir margir myndir af mér........ Hvað skili ég vera á mörgum myndum í heiminum....?

Þegar við komum heim var klukkan að 8:45 fór ég þá í gott bað svo í náttfötin og horfði á einhvern þátt með mömmu og Hilmari....það var voða kósý....
Svo fórum við mamma upp í rúm og við stein stofnuðum....Hilmar ætlaði að koma lesa fyrir mig en ég var svo upptekin að tala við mömmu að við sofnuðum... hehe

Gullkort: (Erum í mál og menningu að skoða bækur)
Matti: Mamma kúlan á Sigrúnu er svo stór að hún er alltaf fyrir mér
Mamma: Hún getur nú ekki verið svona rosalega stór!
Matti: Okey kannski ekki svo stór en hún er alstaðar...
Mamma: Þegar ég var með þig í magnum þá var kúlan alstaðar!
Matti: Nei ég var svo flottur og nettur!!
Mamma: Matti minn! Mamma var með stórakúlu!
Matti: Nei ég ætti að vita það ég var í magnum ekki þú!!

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Skrítni þriðjudagurinn minn

Ég er að verða stóri hálf bróðir....Pabbi og Sigrún eiga von á einum eða einni í febrúar....Innilega til hamingju pabbi og Sigrún.

Búin að hafa yndislega viku hjá ömmu Oddný og Úlla afa...Búin að kynnast fullt af fólki og sá alveg um að stjórna öllu heimilinu.... Afi maggi kom til okkar á sunnudaginn og gisti eina nótt með Rúnu sinni og þau höfðu einstakt veður og góðan félagsskap frá okkur.. :)

Átti erfitt með að vakna í gær morgun þar sem ég var svolítið þreyttur en eftir að ég var búin að fá blóðnasir og (úpppppps pissa í mig) ákvöðum við mamma að skíra þennan dag bara minn skrítna þriðjudag.....En á lokum dagsins var hann bara orðin góður...

Takk fyrir allt amma og afi þið eru alveg einstök sjáumst sem fyrst.....og Egill Andri Takk fyrir að svæfa mig öll kvöld...

Heyrumst fljótlega...bestu kveðjur frá Mér til YKKKKKKKKKar... Matti patti.

mánudagur, júlí 28, 2008

Já sæll !!

Mamma og Hilmar hlógu mikið af okkur strákunum um helgina....við skiptumst á því að vera gamlir karlar þegar við tuðum og tuðum um ekkert yfir í því að vera hálfgerðir unglingar....

Flottustu orðin í dag:
JÁ SÆLL!!
ERTU AÐ BÖGGA MIG??
HÆTTU AÐ BÖGGA MIG MAÐUR
ER EKKI ALLT Í LAGI MAÐUR
RÓLEGUR GAUR

og svo voru reyndar 2 önnur blótsorð notuð sem mamma var nú als ekki sátt við!
S...
F...

Það var reyndar svolítið fyndið þegar við strákarnir (Egill, Matti og Bergvin) voru að spila fótbolta í Auðbrekku og Ísak Óli sat og horfði á....og Egill var í marki og lét þessi tvö orð falla mjög skemmtilega og Ísak Óli sat þar og hermdi eftir þeim eins og þau voru geðveik flott orð...

Eftir að við vorum búin að skemmta okkur svo innilega í Auðbrekku bæði föstudag og laugardag fórum við í sitt hvorra áttina á sunnudeginum. Egill Orri fór á Mývatn til Ásdísar og Ragga en ég var svo heppin að Kristján koma og sótti mig, Egill ANDRA og Söndru á Brú og fór með okkur til Ömmu Oddný og Úlla afa á Krossnes :)
Svo kemur Hilmar á miðvikudaginn til mín með fullt af fólki og mamma kemur alein á föstudeginum þar sem hún þarf að vinna!! Já sæll hvað verður gaman hjá okkur um Verslunnarmannahelgina!!

Jæja heyrumst fljótlega.....

en eitt í viðbót........................mjög mikilvægt...ALLIR SEM EIGA M0GGAN Í DAG EIGA AÐ SKOÐA HANN. ÞAR ER HEIL SÍÐA UM ÖMMU ODDNÝ OG ÁRNESHREPP!!

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Norður

Við fjölskyldan og Egill Orri ætlum norður á morgun og vera yfir helgian....það verður æðislegt enda er spáð bongó blíðu..... Heyrumst fljótlega... :)

þriðjudagur, júlí 22, 2008

4 dagar

Það eru fjórir dagar þar til að ég sé hana móðir mín....Mig hlakkar ekkert smá til...(held reyndar að henni hlakkar meira til)....Hún ætlar að taka mig og Egill Orra norður. Við erum svo heppin að við munum flugja á föstudagkvöldið.....þá verður smá kósý kvöld svo munum við fara í sveitina og sund og bara hafa það yndislegt saman....Hilmar minn ætlar að vera duglegur að hjálpa Benna bónda!!

Heyrumst bráðlega...er núna staddur á Hótel Hamrar, svo fer í óvissu ferð með ömmu og afa....

Afmælisbarn dagsins (22.07.2008) Er Villi afi.....Hafðu alveg yndislegan dag og sjáumst hress og kátir á morgun....

Knús Matti...

mánudagur, júlí 21, 2008

Þreyttir strákar og sætir strákar!


Sigrún sendi mömmu þessa myndi......
....smá þreyttir og sætir!!










föstudagur, júlí 18, 2008

Hæ hæ

Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég hef bara engan tíma til að vera hjá mömmu og Hilmari....

Búin að vera meira og minna hjá pabba og hafa það mjög gott þar. En ég veit að mömmu finnst þetta svolítið mikið flakk á mér og langar bara hafa mig. En þar sem ég er nú að fara í skóla í haust á Akureyri þá mun ég koma aðeins minna suður en hef gert hingað til... (mamma mín veður bara bíða aðeins lengur....vera smá þolimóð...við förum heim eftir ca. 4 vikur....).

Heyrumst fljótlega....

sunnudagur, júlí 13, 2008

AFI MAGGI.....afmælisbarn dagsins

Mamma, AFMÆLISBARNI OG Sonja frænka...
Ein góð og gömul...(Sonja ekki skamma mömmu,ég vildi þessa mynd ....ekki hún)...


Innilega til hamginju elsku bestu afi í heimi. Ég vona að þú eigir eftir að eiga alveg einstakan dag.....fyrir súkklaðið!! Ég held að mamma hafi komist að því en hún hefur ekkert sagt ... thí thí

föstudagur, júlí 11, 2008

Kósý kvöld

Kósý kvöld: Matti, Egill Orri og Mamma +.....

Egill: Hvenær komum við heim
Helga: bara eftir að ná í pítzuna....
Matti: Ekki málið maður
Egill: Matti ég segi þetta bara
Matti: Hvað
Egill MAÐUR!!
Matti: Nei
Helga: Strákar....ætlið þið að fara í mínus???
Egill: Matti hættu ég vil ekki fá -
Matti: þetta er bara bara mamma
Egill: mér er alveg samam hún gaf okkur 10 áðan!!!
Egill: og ég vil ekki fá - mínus fyrir að rífast við þig....(nota beni...helga þolir ekki þegar fólk rífist...thí thí)
Matti: allt í lagi....ég veit....enda er þetta mamma mín....

Helga: Þið eru snillingar!!
Egill: Ég veit það. Mamma mín segir mér það mjög oft!!

Svart og hvít

Mamma hló mikið í gær þegar hún fékk okkur bræðurnar eftir fótboltanámskeiðið hjá Fylkir (ekki áfram FYLKIR áfram KR eða FRAM)...okey jú líka smá áfram FYLKIR.
í fyrstu vildi Egill Orri ekki fara með okkur en þegar pabbi sagði við hann að Helga myndi örugglega kaupa fyrir okkur ÍS og fótboltamiða þá kom Egill rólega út úr bílnum.

Þá lögðum við á stað í leit af þessum yndislegum fótboltamiðum...(held reyndar að mamma hafa verið orðin svolítið þreytt á okkur....áttum rosalega erfitt með að vera sammála....NOTA BENE það er ekkert nýtt). En eftir mikla leit fann mamma þá á N1 upp í Árbæ og þegar Egill fékk miðana þá vildi hann bara strax heim ég var nú ekki alveg sammála því en Egill stóð á sínu. Þannig eftir að hafa keyrt um allan bæ og ég meina allan bæ fór Egill heim eitthvað ósáttur og leiður en við mamma fórum í kringluna og keyptum í matinn og fórum svo heim og lékum okkur aðeins og fórum svo að sofa....

Við buðum Egill Orra að koma til okkar í kvöld og hafa kósý kvöld með okkur þannig að það kemur í ljós hvernig það fer...

Heyrumst...

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Ég er komin heim

Ég var svo glaður að sjá hana mömmu mína.....ég hljóp til hennar þar sem hún sat í sætinu sínu í vinunni og var reyndar að tala við einhverja konu en mér var nú alveg sama með það. Svo þegar konan fór knúsaði mamma mig og kissti þar til að ég sagði: mamma nú er komið nóg þú eyðileggur málinguna á mér....(fékk sem sagt andlitsmálingu í gær á fótboltanámskeiðinu)..

Svo þegar við komim heim fór ég hjálpa Hilmari mínum og Árna mínum að taka ruslið úr bílskúrnum og sá um að telja allar dósirnar sem Árni er búin að vera duglegur að safna. Svo fórum við strákarnir til Sorpu og létum þetta allt flakka.. :)

Þegar við komum svo heim hafði mamma gamla bara steinsofnað í sófanum inn í stofu... thí htí.... mér fannst það mjög fyndið og gerði mikið grín að mömmu. Mamma fór svo bara upp í rúm og hélt áfram að sofa....En áftur á móti fór í nýja baðið sem Hilmar og Árni voru búinir að gera og var þar í heilan klukkutíma...fór svo upp í rúm og steinsofnaði....Var sofnaður kl. 9:30
Enda var ég ekkert smá hress í morgun...Söng fyrir mömmu og var mjög duglegur að koma henni af stað.... :)

Heyrumst fljótlega...Eitt en ..... Innilega til hamingju með daginn í gær Rob frændi...

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Svefnreglur

Pabbi og Sigrún eru alveg að gefast upp á okkur bræðrum....erum ekki alltaf rosalega duglegir að fara sofa á kvöldin...og hvað með þá að vakna á morgnana....
Þannig í vikunni settu þau reglur um hvenær við ættum að fara sofa og að "ÉG" ætti að sofa í mínu rúmi en ekki hjá þeim....Ég held að þetta sé að takast hjá þeim......Svo segir pabbi allavegna við mömmu.....
Nú vonar bara mamma þegar ég kem til hennar á morgun að ég verði eins duglegur og fer að sofa eins og vanalega þegar ég er hjá mömmu og Hilmari.....Læt ykkur vita þegar nær dregur helgini hvernig svefninn minn gengur...

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Hann á afmæli í dag hann á afmæli í dag...

Hann bróðir minn á afmæli í dag hann er orðin 7 ára....

Innilega kveðjur frá okkur öllum...Mömmu, Hilmari og auðvitað mér!!

Knús þinn bróðir Matti

þriðjudagur, júlí 01, 2008

KOMIN HEIM...OG NÓG AÐ GERA

Fyrst og fremst það var æðislegt hjá mér úti skemmti mér konuglega enda í góðum höndum!

Er á leikjanámskeiði hjá TBR þessa dagana og mér líður bara mjög vel þar...reyndar er ofnæmið að trufla mig smá núna...það má alveg rigna smá. (BARA ROSALEGA MIKIÐ Í 1 DAG SVO BÚIÐ...HEHE).

Var rosalega duglegur í gær fór með vini mínum Louis sem ég er búin að kynnast í Bólstaðarhlíðinni alla leið niður á Ruaðarárstíg (Endanum á Klambratúni) það er bretta pallur þar!!!! Haldið þið að mamma og Hilmar höfðu verið ánægð?? Ég reyndar komst mjög fljótt að því þegar þau voru búin að leita af mér í smá tíma og Hilmar var búin að segja nei við okkur að við mættu ekki fara þangað! ÚPPPPPS (ég skammaðist mín svolítið mikið!) Enda mamma í smá sjokkkkkkkkkkki!!
En ég held að ég hafi lært af þessu..(vonandi)!

Svo á hann yndislegi bróðir minn afmæli á morgun 02.07.2008 og verður hann 7 ára! Ætli við gerum ekki eitthvað skemmtilegt í tilefni af því....Svo ætlum við bræðurnir að skella okkur á fótboltanámskeið hjá FYLKIR (já já ég veit....að KR og FRAM eru best!!) maður þarf bara bara stundum að fórna sér.... thí thí...

Og svo aðalatriðið....ég er loksins fluttur í Bólstaðarhlíðina...(bara í sumar)... baðið loksins tilbúið... HONUM HILMARI MÍNUM TÓKST ÞETTA OG EKKI MÁ GLEYMA ÁRNA FRÆNDA....þeir eru flottastir og Gummi og Brandur... og jú Geiri og svo auðvitað píparinn!!

sunnudagur, júní 08, 2008

Ítalía....

Þá er komið að ferðinni minni. Ég fer á þriðjudaginn með pabba, Egill Orra og Sigrúnu til Ítalíu. Ég er búin að vera svo spentur að ég var alveg viss um að Sigrún væri farin án mín í morgun. Ég var alveg viss um að pabbi myndi ekki skilja mig eftir en Egill og Sigrún væru farin. En eftir að mamma og Hilmar voru búin að útskýra að þau myndu nú ekki skilja mig eftir þá róaðist ég.

Ég kíkti aðeins á ömmu Möttu og Kalla afa í dag....og auðvitað fékk ég afmælisgjöf....ég er svo heppin takk innilega fyrir mig.

Ég mun senda ykkur kveðju aftur þegar ég kem heim...

Elsku Hilmar innilega til hamingju með útskriftina á laugardaginn næst komandi....ég vildi að ég gæti verið með ykkur mömmu....love you

fimmtudagur, júní 05, 2008

Ég er svo flottur

Það er nóg að gera hjá mér þessa daga....ég var að byrja á leikjanámskeið hjá FRAM. Það er nú ekki allir sammála því hvar ég á að vera...pabbi og Sigrún vilja að ég sé í Fylkir, mamma KR og svo Hilmar minn vill að ég sé í VAL.....(Hilmar minn er það ennþá til...hehe). En hann afi gamli vann sjáum nú til hann var Framari í gamla daga þannig að hann er mjög svo stoltur.
Nóg með þetta. Það er alveg rosalega gaman. Ég er á fótboltanámskeiði fyrirhádegi og leikjanámskeiði eftirhádegi þannig það er hægt að segja að ég sé á fullu.

Svo var ég svo heppin að gista hjá pabba og Sigrúnu og Egill Orra í 2 nætur. Og Sigrún var svo góð að fara með okkur í Mosfellsbæjarlaugina.. Það var geðveikt stuð.

HEY svo má ekki gleyma aðalatriðinu í þessum mánuði......sem er............

Ég MARTEINN WILLIAM ELVARSSON átti 6 ára afmæli...og ég svo stór....og ég veit alveg af því...hehe

Heyrumst bráðlega...
knús

mánudagur, júní 02, 2008

Afmælisdagar á næstunni...og planið

Afmælidag...gaman og það sem er að gerast á næstunni.......

1. júní Matti patti
14. júní Damien
17. júní gaman gaman
29. Pabbi

2 - 7 júní Leikjanámskeið
10 - 23 júní Ítalý

2. júlý Egill Orri bróðir
9. júlý Rob frændi
13. júlý Maggi afi
22. júlý Villi afi

Ef ég er að gelyma einhverjum endilega sendið á mig...svo ég geti lagað þetta....

Afmælisgjöfin


Í gær átti ég 6 ára afmæli og ég var svo góður og stilltur... Mamma, Hilmar og afi Maggi gáfu mér gíra hjól...Var ekkert smá ánægður. TAKK INNILEGA FYRIR GJÖFINA ÞIÐ ERU YNDISLEG.


Ég gær fékk ég fara að til pabba og Sigrúnu og Brósa....Það var ekkert smá gaman...

Svo ég dag fékkk í að far í leikjanámskeið...ekkert smá gaman...Þannig að það er nóg að gera...

Takk fyir allar gjafirnar og hlakkar til að sjá ykkur öll í sumar...


Knús Matti patti...


ps.Takk fyrir loppapeysuna Rúna mín, stígvélin og regbuxurnar amma Oddný og afi Úlli....og elsku Anna panna takk fyrir dótið...



sunnudagur, júní 01, 2008

AFMÆLI 6 ára

Í dag á ég afmæli og ég er 6 ára gamall. Mig langar að bjóða öllum vinum í smá kaffi í vikunni til afa magga....sendi ykkur boðskort!!

Dagurinn í dag var alveg yndislegur. Ég vaknaði kl. 11:20 í morgun og var mjög rólegur...sagði við mömmu og Hilmar að ég ætlaði að vakna sem góði Matti dag þar sem ég væri nú orðin svo stór...gekk það allt eftir þar til að ég fékk smá skúkkulaðitertu hjá Hilmari....(Hilmar þú átt að vita það betur en að gefa mér súkkulaði...hehe).

Svo var ég svo heppin að pabbi og Sigrúnu buðu mér til sín þannig að ég fékk að leika vð bróður minn og vini hans....sem mér fannst nú ekki leiðilegt... Kom svo heim til mömmu og Hilmar og við höfðum bara lestra tíma strax.....fínt að byra fyrr en síðar....

Ég fékk fullt af símhringingum og svo gjöfum og sendinum... Mamma og Hilmar og afi Maggi gáfu mér nýtt fjallahjól með gírum...ekkert smá flott. Fékk ný afmælisföt frá mömmu og svo ullarpeysu frá Rúnu og svo er einn pakki í bólstaðarhlíðinni frá Önnu Maríu vinkonu mömmu...og svo fékk ég líka pakka frá ömmu Gróu og afa Villa....en hinar gjafirnar koma í vikunni.....

Allt gott að frétta fér á fótbolt námsekð í næstu viku og leikjanámskeið og svo 10 júni...Ég Marteinn William Elvarsson fer alla leið til Ítalý með Pabba, Sigrúnu og Egill Orra...vá á ´vá hvað ég er heppin..

Heyrumst knús..Matti patti...
Afmælisbörn mánaðarins...JÚNÍ
Ásdís 02.06
Damien frændi 12.06
Pabbi 29.06


Takk fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar...love you öll
Sjáumst hress sem fyrst...

Matti patti 6 ára..
ps. Ekki gleyma bróður mínum 02.07.2001

fimmtudagur, maí 22, 2008

KOMA HEIM........

Ég kem heim í dag!! Ekki það mig langaði bara koma heim á sunnudaginn það er svo gaman. Amma og afi eru búin að vera svo yndisleg við mig og þessi ferð er búin að vera mikið ævintýri, búin að upplifa svo rosalega mikið!

Mamma hringdi aðeins í gær og talaði eins fyrst við ömmu Oddný og svo reyndi hún að tala við mig....sem gekk nú lala það sem mér finnst svo leiðilegt að tala í síma...
Amma sagði við mömmu að ég væri að þrífa. Að mér fyndist alveg sjálfsagt að það væri hreint hjá Oddvitanum!!

Mamma: Hæ Matti minn
Matti: Hæ
Mamma: Ertu svona duglegur að hjálpa ömmu?
Matti: Já
Mamma: Ertu að þrífa!!
Matti: Já reyna það....taka mesta skítinn...
Mamma: þú ert svo duglegur......sakna þín....(síminn dó!!)

Heyrumst bráðlega....fer til pabba og co. um helgina....FLATEY!!
ps. Mamma er heppin að sjá mig ca. 12 tíma....ég held að hún og Hilmar sakni mín svolítið...

föstudagur, maí 16, 2008

Alltaf nóg að gera hjá mér!!

Eftir að hafa verið fyrir sunnan, norðan (STRANDIRNAR) og svo á Akureyri....fórum við fjölskyldan suður.

Mamma byrjuð að vinna hjá VALITOR og Hilmar minn hjá SSF (Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja)...ekkert smá langt..

Fór með afa Magga upp í bústað eina nótt og var að hjálpa honum að smíða....það má alveg segja að ég sé góður BUBBI BYGGIR...Afi kenndi mér að bora, negla og saga....Og ég stóð mig mjög vel...Svo hringdi amma Oddný og bauð mér aftur að koma í sveitina þar sem það er svo mikið að gera í sauðburðinum....Ég var nú fljótur að já því og hafði nú ekki einu sinni tíma til segja bless við afa....Svo þegar ég kom í sveitina þá var ég mest allan daginn á Melum að leika mér þar en kom svo á endanum til hennar ömmu....(og eins og alltaf hafði ég engan tíma til að tala við hana mömmu mína....)

Jæja læt ykkur vita hvernig gengur hjá mér.....
Heyrumst....

laugardagur, maí 10, 2008

Laugardagur.....

Núna liggjum við mamma upp í Rúmi og höfum það gott. Mamma eitthvað vinna í tölvunni og ég að lesa kannski meira skoða bækurnar mínar...En er að ryna segja einn og einn staf...rosa duglegur....



VIÐ ERUM ÖLL BÚIN...BÚIN AÐ ÚTSKRIFAST.. Hilmar bara eftir MS ritgerðina sína og mamma sína BS rigerð...gaman gaman..


Svo í var ég útskrifast úr leikskólanum.....og það er nú ekki leiðilegt...Þannig í haust mun ég byrja í BREKKUSKÓLA....og mér hlakkar ekkert smá mikið til.....http://www.skolatorg.is/kerfi/brekkuskoli/skoli/.....endilega skoðið skólan minn....hann er rosalega flottur....


Jæja Við mæðginin ætlum að fara sofa...svo við getum farið í sund og hjólreiðartrú....gaman gaman...


Góða nótt og sofið öll eins englar í alla nótt....


MWE




Ein gömul og góð...það fer að er nú ekki langt þangað til að ég verði 6 ára... bara minna ykkur á 1.júní 2008

fimmtudagur, maí 08, 2008

Útskriftardagur hjá öllum...mér, mömmu og Hilmari...

Jæja gott fólk þá er komið að því að ég er að útskrifast.....Á morgun er útskriftardagurinn minn hjá leikskólanum. (það eru ekki bara mamma og Hilmar sem fá að útskrifast!!!) ég líka.....Á morgun munum við fara (deildin mín) upp í KJARRNASKÓ....OG VIÐ EIGUM EFTIR AÐ HAFA ROSA GAMAN. Við meigum koma með sápukúlur með okkur og svo munum fara ýmsa leiki og hafa það gott!

Annað kvöld mun svo Ingibjörg (barnapía passa mig...sem mér finnst nú ekki leiðilegt... þar sem mamma og Hilmar ætla út að borða með vinum og skemmta sér þar sem þau eru að útskrifast.)

En fyrir útan þetta allt þá er ég búin að hafa það rosalega gott...fór suður í ca.viku og svo norður(STRANDIR) og fékk að gista í viku hjá ömmu Oddný og afa Úlla....váaaaaaaaa hvað þau eru yndisleg...TAKK AMMA OG AFI FYRIR AÐ HAFA MIG...ég skemmti mér svo rosalega vel.

Svo fer að líða á því að við fjölskyldan á Akureyri förum suður...mamma og Hilmar til að vinna og ég til að leika mér...

Hlakkar til að sjá ykkur öll
knús og kossar

ps. áður en ég fer í suður þá fer í afmæli hjá besta vini mínum Róbert Mána...mér hlakkar svo til!!!

pss. Mig langar í gírahjól í afmælisgjöf...eins og Róbert fékk......
Knús.

miðvikudagur, apríl 30, 2008

Sumargjöf

Amma má ég hringja í mömmu mig langar að vita hvort þú átt bara að fá pakkan sem kom með póstinum í dag eða ég á líka eitthvað...Auðvitað leyfði amma mér að hringja!!

Mamma: Halló
Matti: Hæ amma æji nei ég meinti mamma
Mamma: Hæ ástin mín, hvernig hefur þú það? Er ekki gaman?
Matti: Mamma bíddu aðeins ég skal segja þér allt eftir smá stund það er bara eitt sem ég þarf að vita fyrst.....
Mamma: nú hvað er það ástin mín?
Matti: Sko pakkin sem þið senduð er hann bara til ömmu? Það stendur bara Oddný á pakkanum en ekki Marteinn...
Mamma: Jú jú elsku ástin mín.... þú átt stóra pakkan og amma litla....
Matti: en afhverju var mitt nafn ekki á pakkanum...?
Mamma: bara við vildum að pakkinn kæmi alveg pottþétt til ykkar....
Matti: Mamma mundu bara næst að sitja mitt nafn líka.
Mamma: Ekkert mál ástin mín...
Matti: Mamma hvenær má ég opna pakkan..(er í vinunni hjá ömmu)..
Mamma: þú ræður ástin mín en er ekki bara betra að opna hann þegar þú kemur á Krossnes???
Matti: jú ég held að það sé bara besta lausnin....þá getum við amma opnað saman..

En í dag er búið að vera rosa gaman.....var með Úlla afa og fór svo til ömmu Oddný (í vinunna) svo í kvöld þá á ég að fá að fara á einn bóndabæ til að sjá nýju lömbin....ég hef svo gott á þessu og mér líður svo vel...en ég veit að mamma og Hilmar erum að farin að sakan mín...... og auðvitað pabbi og co.

Eitt í viðbót...
Pabbi, Sigrún og Egill Orri innilega til hamingju með nýja heimilið ykkar....mig hlakkar rosalega til að koma á fimmtudaginn og fá að sjá....

mánudagur, apríl 28, 2008

Krossnes 3

Ég hef bara engan tíma þessa daga að tala við mömmu. Ef ég er ekki að læra að prjóna eða hjálpa ömmu þá er bara upptekin við að leika mér og hafa það gott í sveitinni.....

Já þið lásuð rétt...ég var að læra prjóna trefil. Spurði mömmu hvort ég ætti nú ekki að prjóna fyrir hana rauðan trefil sem hún var mjög ánægð með en svo í næsta símtali þá koma sú saga að ég mætti ekki prjóna trefil handa henni heldur var það handa magga afa (bangsi minn). Svo var bara mamma að trufla mig þannig að símtalið endaði...Alltaf gaman að tala við mig!

Heyrumst.

sunnudagur, apríl 27, 2008

Krossnes 2

Í dag er búin að hjálpa ömmu að vaskaupp....fara á bátinn og hann fór í kaf og ég sá hárkarl og ég var svo hræddur að ég skaust upp úr sjónum og svo kom hákarlinn en ég vann!!

Reyndar var sagan 20 mín. löng en mamma stytti hana aðeins...

Þetta ímyndunarafl mitt er nú alveg ótrúlegt...hehe finnst ykkur það ekki!

föstudagur, apríl 25, 2008

Krossnes

Jæja í dag fékk ég að vinna fyrir mér...hjálpaði ömmu við að gefa í morgun þar sem afi þurfti fara að bjara einum báti sem byrjaði að leka í morgun.

Þegar leið á daginn þá kom sú saga úr mér að ég hafði séð tuttuguogtólf báta sökva.....Hilmar spurði hvort ég bjargði þeim ekki öllum en ég sagði nei....En Úlli afi gerði það...hann er svo flottur!!

Hann er svo yndislegur þessi drengur, við Hilmar söknum hanns mikið. Hann er í góðum höndum...(efast um að hann sakni okkar eitthvað...).....

Heyrumst..knús

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar allir!!

Það er nú búið að vera smá ferðalag á mér þessa dagana á meðan mamma og Hilmar klára prófin og ritgerðina......

Fyrst fór ég suður til pabba, Egill og Sigrúnu svo flaug ég í dag til ömmu Oddný og afa Úlla. (alla leið á Krossnes). Fyrsta sem ég gerði var nú að stopa á bryggjunni hjá ömmu og afa og þar sá ég hárkarl og kross-fiska það var nú ekki leiðilegt.

Þegar mamma hringdi þá sagði ég henni alla söguna frá því og meira eins og vanalega...eins og flestir vita þá er ég með yndislegt ímyndunarafl og í þessari sögu þá var hárkarlinn komin heim og hann var að ráðast á hann meðan hann var að tala við mig (mömmu) þannig að hann faldi sig bakvið eitthvað heima hjá ömmu og festi sig. En hann náði að skera hann en ennnig að festa sig í leiðinni. Þurfti hjálp frá ömmu!
Þegar mamma spurði hvort hárkarlinn væri nú ekki bara góður og þeir væru vinir þá sagði ég nú bara NEI....en þá sagði mamma við mig að ég þyrfti að passa ömmu og afa! SVAR: Mamma amma og afi eru í góðum málum! En ég er í rosa vondum málum.....alltaf með svörin

Jæja heyrumst fljótlega...
knús og kossar

föstudagur, apríl 18, 2008

Hilmar er aðalmaðurinnn

Hilmar þurfti að fara suður yfir eina nótt í atvinnuviðtal....(sem gekk mjög vel)....En okkar maður var bara ekki sáttur við það!...

Mamma hvers vegna gast þú ekki farið....Því að ég þurfti ekki að fara í viðtal...En mamma Hilmar les alltaf fyrir mig!!! En má ég ekki gera það núna...NEI þú kannt ekki að lesa...smá hugs...eins og hann..

Morgunin eftir....Mamma er Hilmar ekki ennþá komin? Nei ástin mín hann kemur í kvöld. Þetta bara gengur ekki mamma!! Hann Hilmar sér alltaf um morgunmatinn og keyrir mig í leikskólan. Ég get bara ekki farið núna...ég verð að bíða eftir honum!! ( en þetta gekk á endanum ).....

Ég er búin að vera rosaleg duglegur að skíðum og skautum í vetur og núna ætla ég mér að einbeita mér að fótboltanum....í sumar...

Jæja er að fara með flugi suður og verð í heila viku...mamma læra fyrir 8 próf og Hilmar skrifa loka ritgerð....En ég verð hjá honum pabba mínum...sem sagt í góðum höndum...

Ég vona að þið hafið það alveg rosaleg gott...ég allavegana er mjög hress....fór í stuttbuxur í leikskólan....Sól og sumar á Akureyri...

Knús og heyrumst bráðlega...
luv. MWM

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Gleði fréttir

Eftir nokkrar min. kemur afi Maggi til okkar. Ég get ekki beðið, ég er búin að plana allt sem við ætlum að gera á morgun. Fyrst ætlum við upp í fjall og ég ætla að sýna honum hversu góður ég er (ekki gleyma því ég er heimsmeistari), svo ætlum við á íshokkí æfingu og þar ætla ég að gera það sem ég geri best....(ekki gleyma því ég er bestur í öllu).
Ég er búin að panta að sofa upp í rúmi hjá afa og ég ætla sko að passa hann!!!

Heyrumst á morgun...hann er kominn!

knús
hdm

sunnudagur, apríl 06, 2008

Sorgardagur....

Í dag mistum við góðan vin. Hann hét Hólmar (afi) hann og Kæja voru miklir vinir okkar (fjölskylduna okkar). Við munum sakna hans mikið en við viljum halda í það að hann sé komin á betri stað. Hann er komin til Tobbu ömmu.

Elsku Kæja og Heimir við munum öll sakna hans Hólmars okkar og vonum að honum líði betur þar sem hann er í dag. Ef það eitthvað sem við getum gert til að hjálpa til endilega látu okkur vita...

Matti: Mamma, hann Hólmar hlær alltaf með öllum líkamanum....hann er eins og jólasveininn.. :)

Guð blessi ykkur og geymi Kæja og Heimir.

Ykkar vinir Helga, Hilmar og Matti patti.

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Gullkorn

VIð erum búin að læra um gamlatíman í leikskólanum. Og það er búið að vera mikið fjör.....

Heiða: Matti minn er eitthvað sem þig langar að vita um gamlatíman?
Matti: NEI........(smá hugsun) jú annarrs voru sjónvörp, dýr og fólk?

Heiða: Matti hvað gerðu hestarnir í gamla dag?
Matti: þeir fóru fram og til baka....og jú þeir hjálpuðu fólkinu við að vinna á landinu sínu
Matti: einnig notuðum við hárið úr þeim til að gera kertþráðinn þegar við erum búin að nota fituna úr kindini til að búa til kerti!!

Glæsilegur sveita strákur!

Helgin....

Vitið þið hvað????
Ég Marteinn William Elvarsson fór í stólalyftuna.....upp í Hlíðafjalli. ALVEG SATT!!
Ég fór með Eyrúnu, Héðni og Hilmari....Ég var svo stoltur af sjálfur mér og ekki spurning hún móðir mín....

Svo á laugardeginum kom pabbi & co að sækja mig þar sem þau voru hérna fyrir norðan. Ég ætlaði mér svo að sanna mér fyrir pabba mínum... En því miður gekk það ekki alveg en ég og Egill skemmtum okkur alveg innilega. Það var farið í sund, heitapottin upp í bústaðnum og svo ekki má gleyma var farið á GREIFAN minn staður!!
En þegar ég kom heim á sunnudeginum þá var ég alveg búin....ég bara réði bara ekki við svona mikið plan...(en skemmtilegt plan)...
Það tók hana mömmu mína alveg 3 tíma að róa mig niður og svo var ég orðin miklu rólegri.

Sem sagt yndisleg helgi...takk fyrir góða helgi pabbi, Sigrún og Egill.... KNús...

fimmtudagur, mars 13, 2008

SKO

Eins og þið vitið flest sem þekkja mig þá get ég verið svolítið pirraður þegar ég er þreyttur. Í gær þá kom ég heim úr leikskólanum og var mjög þreyttur. Eftir að hafa leikið mér með Magneu og Róbert þá kom ég heim og vildi bara gera hluti sem mig langaði til að gera en mamma var á öðru máli. Hún bað mig um að fara í sturtu!!! (vanalega er það ekkert mál, þar sem mér finnst jú gaman að leika mér í vatni).

Mamma: Matti minn viltu fara í sturtu núna
Matti: Mamma SKO þú sagðir að ég þurfti ekki að fara í sturtu fyrr en í kvöld
Mamma: það er komið kvöld og það er bara best að klára þetta...
Matti: SKO mamma þú lofaðir
Mamma: ég lofaði engu...ég sagði þegar þú komst heim að þú ættir að fara í sturtu
Matti: SKO mamma þú laugst.....(fer inn í herbergi og loka á eftir mér)
Mamma: Matti minn komdu nú enga vitleysu... inn í sturtu með þig...
Matti: MAMMA SKO...SKO MAMMA
Mamma: ekki neitt sko meira....það er allt sko mamma hitt og sko mamma þetta
Mamma: er SKO nýja uppáhalds orðið þitt???
Matti: (fljótur að svara fyrir sig) NEI RAUÐUR!!

laugardagur, mars 01, 2008

Ekki lengur lati drengurinn!!

Eftir viku í herbúðum hjá mömmu, Hilmari og Heiðu í leikskólanum hefur letin í mér lagast alveg heilmikið....Ég er alveg farin að klæða mig sjálfur og hef meira segja áhuga á því......!!

Annarrs er nú ekki búið að vera mikið að gera hjá okkur....nema sama góða rútínan.. Fór á skautaæfingu á fimmtudaginn og á föstudaginn (í gær) fórum við Hilmar í sveitinna til Benna og Þórdísar að passa krakkana. Okey ég lék mér við þau en Hilmar passaði okkur...Hann má nú alveg eiga það hvað hann er duglegur að vera með okkur öll 5...meira segja þurfti hann að skipta á Ísak og Karin Thelmu 2x.....það tel ég vera framför!!

Í dag ætlum við fjölskyldan að hafa það bara rólegt...Mamma ætlar að læra smá, Hilmar örugglega líka en svo ætlar Hilmar út í kvöld og ég og mamma ætlum að hafa KÓSÝ kvöld...Það á eftir að vera mikið fjör...

Jæja ég vona að þið munið eiga góða helgi...
Matti.

ps. Valdis Nína okkar INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 20 ÁRA AFMÆLIÐ...

ps.s. Pabbi ég farin að sakna þín smá...Ertu alltaf í útlöndum og hvað er þetta að taka mig ekki með á skíði.....ég er lang flottastur og bestur á þeim!!!

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Litli sæti lati dreguinn!!!

Mamma og Hilmar komu í svona eitthvað viðtal þar sem þau hitta Heiðu sem er yfir deilinni minni....úppps (hugsar mamma....nei alls þetta fór allt vel! Reyndar má segja að ég er ekki að komast upp með mína Master plan að gera bara akúrat ekki neitt nema þegar mig hentar!!!!)) Eftir að nefdin sat inni heilar 15 að tala um mig.....!!! það getur allt gerst á 15 min í lífi mans...(Til dæmis sofið) Svo komu þau svo glöð á svipinn og kisstu mig bless og sögðu að þau væru mjög stolt af mér og ég mæti hjálpa aðeins meira til...bara svona til umhugsunar..... Ég get alveg sagt ykkur það þegar hún móðir mín segir " bara svona til umhugsunar" þá meinar hún greinilega að ég þarf að hugsa.....Úppps það er búið að komast upp um mig...Master PLANIÐ hvarf jafn hrat og ég næstum því þurfi að hugsa hana.... :)

Þannnig núna hef ég verkefni á daginn bara svon til að koma mér á stað...þetta er ekkert mál þegar ég er byrjaður.....Tekur bara stundum smá tíma að komast á staðinn eða framkvæma hann...En núna Master Planið hennar mömmu og Hilmars í gangi og við skulum sjá hveru langt við komust með það......hehehe


Við fórum suður þar síðustu helgi ég fór til pabba og Sigrúnar og auðvitað til besta bróðir í heimi...Trúið mér þegar við tveir verðum stórir þá verðum við eitthvað stórkostlegt og mikið...ENda MIKLIR MENN!!!... og svo flugum við eins og kóngs fólk til Aðalkóngsfólkið okkar og heimsóttum aðalsetrið....Eins og alltaf yndislegur tími....enda er dekrað mjög mikið við okkur. Takk ammma og afi... var ég ekki bara efnilegur vinnumaður fyrir þig afi í sumar!!!

Jæja ætla að fara koma mér í það að klára lítla verkefni mitt....
ÞIð eru öll yndisleg og munið eins og mamma segir....BROSIÐ. Það er bara svo gott!

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Váaaá hvað mamma er dugleg að skrifa!!

Það er búið að snjóa fyrir alla AFRÍKU hérna hjá okkur fyrir norðan. (AFI og Sonja þið megið alveg fá eitthvað af þessum snjó) Ekki það mér finnst nú alveg ótrúlega gaman að leika mér í honum og fara upp í fjall með Hilmari.
Svo er ég líka byrjaður í Íshokkí....besta að læra á allar vetraríþróttirnar meðan það er mögulegt! Læt ykkur vita hvernig gengur þegar lengra líður á..

Í janúar fórum við mamma og Hilmar í heimsókn til Ásdísar og Ragga. Fengum við öll að fara á sleða sem var nú bara meiriháttar. Ég fékk að prófa sleðan hans Elvars Goða og ég var svo spentur þegar við vorum búinir að ég náði ekki alveg að fara úr öllum fötunum til að komast á klósettið...úpps en það var bara svolítið fyndið!! hehe

Svo Kom Egill bróðir til okkar....og þið getið nú alveg trúað því það var rosa gaman eins og alltaf þegar við tveir erum saman. Það var farið í sveitina, sund og skíði....ekki leiðilegt.

Gullkornin síðustu mánuði hafa verið mörg...t.d.
Var ég mikið að spá í því hvort það væri ekki alveg öruggt að mamma myndi eignast stelpu en ekki strák þar sem ég kom úr henni og hún kom úr ömmu Tobbu. Þá gengur þetta bara ekki upp nema að mamma komi með stelpu og svo kemur strákur eftir það....Því að við strákarnari getum ekki séð um þetta...bara þið konurnar!!!

Talandi um prins ég lét nú Hilmar og mömmu alveg vita af því þegar við skiptum um herbergi að ég vildi alla þá mjúku kodda sem til voru og við gætum alveg notað þá hörðu!!! EF ég myndi nú ekki fá þá mjúku þá væru mamma og Hilmar í vondu málum....ég myndi bara sofa hjá þeim!!

Heyrumst bráðlega!!!
KNÚS og kossar...Matti

mánudagur, janúar 14, 2008

2008

Árið 2008...starx byrjar það vel!
Við komum öll norður 3. jan. Og ég fór í leikskólan 4 jan. sem var rosa gaman.
5.jan fór ég í afmæli hjá Jóel vinum mínum
10. jan fór ég, mamma og Hilmar til Ásdísar og Ragga. Okkur var boðið á snjósleða og svo í lónið...sem var nú ekki leiðilegt. Enda fékk ég að prófa nýja sleðan hans Elvars Goða....váaaaaaaaa þetta var so COOOOOOOOOOLLL. (Ég var smá spenntur þegar við komum inn að mamma hafði ekki undan að klæða mig úr þar sem ég var að pissa í mig....þannig að það bara var smá slys...mér var alveg sama ....!)
Svo um síðustu helgi þá fór ég suður til pabba og co. Og alltaf sama fjörið þar. Skemmti mér mjög vel!

Þetta er það sem komið er af árinu...læt ykkur vita þegar ég er búin að gera eitthvað fleira...

Heyrumst...AFI maggi hvenær fæ ég að koma til þín... Hilmar vildi ekki senda mig með kassa til þín....!!! (póstinum)











( Ég og Hilmar fórum norður (strandirnar) rétt fyrir jól og ég fann kassa og mig langaði að fara ofan í hann, Hilmar spurði mig hvert ég vildi fara og ég sagði án þess að hika....: Suður - Afríku til Sonju frænku og fjölskyldu)......Reyndar var Hilmar ekki alveg á því að senda mig...!!

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Heimferð

Hilmar og Matti að keyra norðru í gær:

Matti: Hilmar ég ætla að giftast Margréti! (í leikskólanum)
Hilmar: Þú ert fljótur í því!
Matti: samt ætla ég líka til að giftast Ásdísi!! ( líka í leikskólanum)
Hilmar(leiðrétta strax!!): Matti minn það er ekki hægt að giftast nema 1 stelpu/konu!
Matti: Okey...þá held ég að ég giftist Margréti því að hún kissir mig oftast!!!
Mamma hugsar með sér!!: gott að vita hvað strákar hugsa um giftingar!! thí thí thí



Matti í snjónum áður en við fórum suður fyrir jól!



Bestu bræður í heimi!!


Gamlárskvöld....