miðvikudagur, ágúst 13, 2008

Besti mömmu strákur í heimi...

.....ég er búin að vera hjá pabba í nokkra daga núna og svo kom ég heim í gær til að sækja smá föt en langaði bara að vera hjá mömmu. Mömmu fannst það nú ekki leiðilegt þar sem hún hefur alveg leyft mér að ráða hvort að ég vilji vera hjá pabba eða henni.

Við mamma fórum í langan hjólreiðitúr, hjóluðum alla leið niður laugarveginn og fór í Mál og Menningu fengum okkur kakó.....svo hjóluðum við til baka og ég söng alla leiðina. Útlendingunum til mikillar gleði enda tóku þeir margir myndir af mér........ Hvað skili ég vera á mörgum myndum í heiminum....?

Þegar við komum heim var klukkan að 8:45 fór ég þá í gott bað svo í náttfötin og horfði á einhvern þátt með mömmu og Hilmari....það var voða kósý....
Svo fórum við mamma upp í rúm og við stein stofnuðum....Hilmar ætlaði að koma lesa fyrir mig en ég var svo upptekin að tala við mömmu að við sofnuðum... hehe

Gullkort: (Erum í mál og menningu að skoða bækur)
Matti: Mamma kúlan á Sigrúnu er svo stór að hún er alltaf fyrir mér
Mamma: Hún getur nú ekki verið svona rosalega stór!
Matti: Okey kannski ekki svo stór en hún er alstaðar...
Mamma: Þegar ég var með þig í magnum þá var kúlan alstaðar!
Matti: Nei ég var svo flottur og nettur!!
Mamma: Matti minn! Mamma var með stórakúlu!
Matti: Nei ég ætti að vita það ég var í magnum ekki þú!!

Engin ummæli: