föstudagur, september 19, 2008

Sjálfstæður ungur piltur...

Matti: Mamma má fara til pabba?
Mamma: Viltu ekki vera eina nótt hjá mér og svo fara til pabba?
Matti: ummmm NEI
Mamma: þá verður mamma alein!
Matti: Hilmar þinn veður hjá þér...
Mamma: Hann þarf að fara aftur heim á Strandir að hjálpa bora.. kemur ekki heim fyrr en á Mánud.
Matti: Þú getur þá bara fengið bangsa lánaðann!!

******************************************************

Matti: Hilmar viltu hringja í pabba segja honum að sækja mig!
Hilmar: Hann er að vinna...þú getur farið til hans eftir vinnu!
Matti: Hilmar minn ég hef aður farið í vinunna til hans það er ekkert mál...
Hilmar: Bíðum eftir mömmu..

Matti: Mamma viltu hringja í pabba segja honum að sækja mig...
Mamma: viltu ekki fara eftir vinnu?
Matti: það er ekkert mál að fara til hans upp í vinnu
Mamma: nú
Matti: Nú já hann er alltaf í kaffi milli 10-12 og svo gerir hann ekkert nema horfa á tölvuna sína og tala í símann..
Mamma: Það er nú gott að vita....við skulum sjá...hvað hann segir!

Ég er svo fljótur að redda mér og öðrum!! og ekki nema 6 ára!

Engin ummæli: