miðvikudagur, apríl 30, 2008

Sumargjöf

Amma má ég hringja í mömmu mig langar að vita hvort þú átt bara að fá pakkan sem kom með póstinum í dag eða ég á líka eitthvað...Auðvitað leyfði amma mér að hringja!!

Mamma: Halló
Matti: Hæ amma æji nei ég meinti mamma
Mamma: Hæ ástin mín, hvernig hefur þú það? Er ekki gaman?
Matti: Mamma bíddu aðeins ég skal segja þér allt eftir smá stund það er bara eitt sem ég þarf að vita fyrst.....
Mamma: nú hvað er það ástin mín?
Matti: Sko pakkin sem þið senduð er hann bara til ömmu? Það stendur bara Oddný á pakkanum en ekki Marteinn...
Mamma: Jú jú elsku ástin mín.... þú átt stóra pakkan og amma litla....
Matti: en afhverju var mitt nafn ekki á pakkanum...?
Mamma: bara við vildum að pakkinn kæmi alveg pottþétt til ykkar....
Matti: Mamma mundu bara næst að sitja mitt nafn líka.
Mamma: Ekkert mál ástin mín...
Matti: Mamma hvenær má ég opna pakkan..(er í vinunni hjá ömmu)..
Mamma: þú ræður ástin mín en er ekki bara betra að opna hann þegar þú kemur á Krossnes???
Matti: jú ég held að það sé bara besta lausnin....þá getum við amma opnað saman..

En í dag er búið að vera rosa gaman.....var með Úlla afa og fór svo til ömmu Oddný (í vinunna) svo í kvöld þá á ég að fá að fara á einn bóndabæ til að sjá nýju lömbin....ég hef svo gott á þessu og mér líður svo vel...en ég veit að mamma og Hilmar erum að farin að sakan mín...... og auðvitað pabbi og co.

Eitt í viðbót...
Pabbi, Sigrún og Egill Orri innilega til hamingju með nýja heimilið ykkar....mig hlakkar rosalega til að koma á fimmtudaginn og fá að sjá....

Engin ummæli: