þriðjudagur, júlí 01, 2008

KOMIN HEIM...OG NÓG AÐ GERA

Fyrst og fremst það var æðislegt hjá mér úti skemmti mér konuglega enda í góðum höndum!

Er á leikjanámskeiði hjá TBR þessa dagana og mér líður bara mjög vel þar...reyndar er ofnæmið að trufla mig smá núna...það má alveg rigna smá. (BARA ROSALEGA MIKIÐ Í 1 DAG SVO BÚIÐ...HEHE).

Var rosalega duglegur í gær fór með vini mínum Louis sem ég er búin að kynnast í Bólstaðarhlíðinni alla leið niður á Ruaðarárstíg (Endanum á Klambratúni) það er bretta pallur þar!!!! Haldið þið að mamma og Hilmar höfðu verið ánægð?? Ég reyndar komst mjög fljótt að því þegar þau voru búin að leita af mér í smá tíma og Hilmar var búin að segja nei við okkur að við mættu ekki fara þangað! ÚPPPPPS (ég skammaðist mín svolítið mikið!) Enda mamma í smá sjokkkkkkkkkkki!!
En ég held að ég hafi lært af þessu..(vonandi)!

Svo á hann yndislegi bróðir minn afmæli á morgun 02.07.2008 og verður hann 7 ára! Ætli við gerum ekki eitthvað skemmtilegt í tilefni af því....Svo ætlum við bræðurnir að skella okkur á fótboltanámskeið hjá FYLKIR (já já ég veit....að KR og FRAM eru best!!) maður þarf bara bara stundum að fórna sér.... thí thí...

Og svo aðalatriðið....ég er loksins fluttur í Bólstaðarhlíðina...(bara í sumar)... baðið loksins tilbúið... HONUM HILMARI MÍNUM TÓKST ÞETTA OG EKKI MÁ GLEYMA ÁRNA FRÆNDA....þeir eru flottastir og Gummi og Brandur... og jú Geiri og svo auðvitað píparinn!!

Engin ummæli: