Í gær var ég í fríi í skólanum... það var starfsdagur!
Við fjölskyldan vöknuðum snemma þar sem Hilmar þurfti að fara í skólan en ég og mamma höfðum það bara kósý....réttara sagt lág mamma upp í rúmi en ég var inn í herbergi að leika mér ...
Svo kom Hilmar okkar heim rétt fyrir hádegi og þá var mamma búin að elda hádegismat handa okkur. Eftir að við vorum búin að ganga frá fórum við öll á Mývant.
Ég var nú ekki lengi að hlaupa til Elvars Goða og við lékum okkur allan daginn og kvöldið...
Mamma, Hilmar og Ásdís fóru í lónið og höfðu það rosa gott.
Eftir gott dekur hjá þeim eldu Ásdís og mamma pizzu handa fólkinu....(als 12 manns)...
Eftir yndislegan dag í Mývantsveit fórum við fjölskyldna heim og ég stein sofnaði á leiðinni.
Í dag leyfðum við mömmu að hvíla sig aðeins lengur þannig að við vorum bara leika okkur fram að hádegi. Svo fór ég út að leika mér í fótbolta ....
Svo hljóp ég til Ingibjargar vinkonu mömmu og plataði hana að fara með mig út í videoleigu fyrir kósý kvöldið okkar í kvöld!! (Mamma : Matti minn viltu ekki ég fari með þig...Matti: NEI þú ætlar ekki að vera með okkur! Þetta er kvöldið okkar Ingibjargar....!)
Já mamma og Hilmar eru að fara út í eitthvað DISCO partý en ég og Ingibjörg ætlum að hafa það kósý...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli