fimmtudagur, júní 05, 2008

Ég er svo flottur

Það er nóg að gera hjá mér þessa daga....ég var að byrja á leikjanámskeið hjá FRAM. Það er nú ekki allir sammála því hvar ég á að vera...pabbi og Sigrún vilja að ég sé í Fylkir, mamma KR og svo Hilmar minn vill að ég sé í VAL.....(Hilmar minn er það ennþá til...hehe). En hann afi gamli vann sjáum nú til hann var Framari í gamla daga þannig að hann er mjög svo stoltur.
Nóg með þetta. Það er alveg rosalega gaman. Ég er á fótboltanámskeiði fyrirhádegi og leikjanámskeiði eftirhádegi þannig það er hægt að segja að ég sé á fullu.

Svo var ég svo heppin að gista hjá pabba og Sigrúnu og Egill Orra í 2 nætur. Og Sigrún var svo góð að fara með okkur í Mosfellsbæjarlaugina.. Það var geðveikt stuð.

HEY svo má ekki gleyma aðalatriðinu í þessum mánuði......sem er............

Ég MARTEINN WILLIAM ELVARSSON átti 6 ára afmæli...og ég svo stór....og ég veit alveg af því...hehe

Heyrumst bráðlega...
knús

Engin ummæli: