Föstudaginn síðasta kom pabbi á móti Hilmari til að ná í mig. Við sem sagt vorum á Krossnesi hjá ömmu Oddný og Úlla afa.
Við lögðum snemma á stað ég og Hilmar og eftir nokkrar holur, grjót-hrun og hálku....
Var mér nú ekki alveg farið að lítast á þetta!!
Lét líka Hilmar alveg vita það:
(framundan bara hálkublettur....mjög stór fyrir svona lítinn dreng.)
Matti: Hilmar ég vill ekki deyja ég er of ungur til að deyja!!
(Bílinn búin að hristast mikið eftir miklar holur og annað sem fylgir þessum yndislega vegi.... (frá Krossnesi og að Hólmavík)..
Matti: Hilmar! Ég vildi að pabbi eða afi Úlli væru að keyra! Hann Úlli afi er svo duglegur að keyra í snjó...
En ég komst að lokum á Hólmavík og var mjög ánægur að hitta pabba gamla....
Jólamyndir koma inn á morgun...
Knús Matti patti...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli